Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Þeirra fyrsti dagur saman

Hún ætl­aði suð­ur, hann norð­ur. Plön­in breytt­ust þeg­ar þau kynnt­ust og þau fóru sam­an í ferða­lag um Ís­land.

Þeirra fyrsti dagur saman
Næturgamalt ævintýri Þau Vanessa og Tillman rákust hvort á annað að kvöldi. Morguninn eftir létu þau reyna á hvað í þeim kynnum fælist. Mynd: Margrét Marteinsdóttir

„Við kynntumst í gærkvöldi klukkan 23.10 á hosteli hér skammt frá sem við gistum bæði á. Við þekktumst ekkert fyrir klukkan 23.10,“ sagði Vanessa, sem er frá Kanada, þar sem hún stóð við hlaðna vegginn við Ingólfstorg, ásamt sínum nýja vini, honum Tillman sem er frá Austurríki. Það var fimmtudagsmorgunn og rigningarsuddi í miðbænum og þau virtust dálítið ráðvillt. „Ég er að reyna að ná sambandi við bílaleigufyrirtækið til að afpanta bíl sem ég var búin að leigja,“ sagði Vanessa. „Við höfum aldrei komið hingað áður og já, við ætlum að fara saman í ferðalag um Ísland,“ sagði Tillman og það vottaði fyrir smá roða í kinnum þeirra beggja.

Smá skot?
Ást?
Fyrsti dagur fallegrar vináttu?  

„Ég var búin að borga einhvers konar staðfestingargjald fyrir leiguna á bílnum og vona að ég geti hætt við,“ sagði Vanessa. Hún var búin að ákveða að keyra fyrst um Suðurland. Hann ætlaði norður. Plön sem breyttust klukkan 23.10 á miðvikudagskvöldi. Næstu daga ætluðu þau að fara saman, í allar áttir.  

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár