Enn er óljóst af hverju Eggerti Þór Kristóferssyni, fráfarandi forstjóra almenningshlutafélagsins Festar, var skyndilega sagt upp störfum hjá fyrirtækinu í byrjun júní. Stjórn Festar byrjaði á því að senda frá sér tilkynningu um starfslok Eggerts þann 2. júní þar sem kemur fram að hann hefði óskað eftir því að segja upp störfum. Fjórum dögum síðar, þann 6. júní, sendi stjórn Festar frá sér aðra tilkynningu þar sem hún opinberaði að hún hefði ætlað að segja Eggerti upp störfum en að hann hafi valið að segja upp sjálfur í staðinn. Seinni tilkynningin kom í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um mál hans.
Villandi tilkynning til Kauphallar
Þannig má segja að tilkynning stjórnar Festar hafi í besta falli verið villandi þar sem honum voru settir afarkostir og ekkert bendir til þess að hann hafi verið á þeim buxunum sjálfur að segja upp. Ekki liggur fyrir af hverju stjórnin vildi losna við Eggert þó að hún …
Athugasemdir