Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Pútin Pétur mikli?

Rúss­land er ný­lendu­veldi og það er eðli ný­lenda­velda að brjóta und­ir sig með of­beldi ná­granna sína og drepa þá. Þess vegna er Pútín að reyna að leggja und­ir sig Úkraínu, skrif­ar Ill­ugi Jök­uls­son í Flækj­u­sög­unni.

Pútin Pétur mikli?

Á dauða mínum átti ég von en ekki því að Norðurlandaófriðurinn mikli upp úr aldamótunum 1700 ætti eftir að öðlast pólitíska vigt og merkingu nú meira en 400 árum síðar. En svo er nú orðið, eftir að Vladimír Pútín Rússlandsforseti vitnaði til þess forna stríðs sem tákns og fordæmis um það sem hann væri að gera með innrásinni í Úkraínu nú árið 2022.

Því er skyndilega nauðsynlegt að kunna þokkaleg skil á Norðurlandaófriðnum mikla.

Það var á sjónvarpsfundi með ungu fólki sem Pútín lét orð sín falla. Þau voru afar merkileg vegna þess að Rússar sjálfir – og þeir sem bera blak af þeim – hafa gjarnan haldið því fram að innrásin í Úkraínu hafi verið nánast „geópólitísk nauðsyn“ sem „útþensla NATO í austur“ hafi kallað á og gert óhjákvæmilega.

Rússland hafi ekki getað annað en brugðist við „ógninni úr vestri“ með því að gera Úkraínu að eiginlegu leppríki sínu …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Grétar Reynisson skrifaði
    „Ég vil ekki nefna nein dæmi til að móðga nú engan, en ef land eða hópur af löndum getur ekki tekið fullvalda ákvarðanir, þá er það nýlenda”. Kurteis og tillitssamur maður þessi Putin. Það má nú segja.
    -1
    • Ásgeir Överby skrifaði
      "en ef land eða hópur af löndum getur ekki tekið fullvalda ákvarðanir"
      Það er eitt að taka ákvarðanir - annað að framfylgja þeim með vopnavaldi. Rússar eiga engan rétt utan þeirra landamæra sem þeir höfðu við stofnun ríkisins 1991.
      -1
    • Þorsteinn Thorsteinsson skrifaði
      Við eigum að kaupa það frá fjölmiðlum hér, að Rússar hafi farið inn í Úkraínu sérstaklega til þess eins að drepa rússneskuættað fólk þarna Doneskt og Luhansk (Donbass). Við eigum einnig að kaupa það að þetta stríð hafi alls EKKI byrjað 2014, heldur þann 24. febrúar 2022, eða þar sem að EKKI má minnast á þessi fjöldamorð sem að stjórnvöld í Úkraínu hafa staðið fyrir frá 2014, svo og þar sem stjórnvöld í Úkraínu hafa drepið yfir 14.000 manns í Donbass frá 2014. Nú og síðan eigum við að styðja þessi sömu stjórnvöld í Úkraínu í áframhaldandi stríði gegn Donbass, ekki satt???
      -4
  • Kormákur Bragason skrifaði
    Mjög upplýsandi grein.takk fyrir.
    1
    • Þorsteinn Thorsteinsson skrifaði
      Það vantar inn í þessa grein allt í sambandi við Úkraínu og Rússland: Þeas. þar sem að Lenin karlinn útlimaði Donbass frá Rússlandi og svo innlimaði Donbass (Doneskt og Lunhansk) ínn í Úkarínu 1922, einnig þar sem að hann Nikita Khrushchev karlinn innlimaði Krímskaga inn í Úkraínu 1954, svo líka einnig gegn vilja rússnesku ættaðra íbúa á Krímskaga. En það er rétt það má alls ekki minnast á þetta í þessum áróðri, hvað þá þessa sameiningu Rússlands við Krímskaga eftir 60 ára aðskilað, þú?
      -4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

Kýs svo ekki verði farið með dæturnar eins og föður þeirra
4
FréttirUm hvað er kosið?

Kýs svo ekki verði far­ið með dæt­urn­ar eins og föð­ur þeirra

Þrátt fyr­ir að hafa ver­ið ís­lensk­ur rík­is­borg­ari í 12 ár hef­ur Patience Afrah Antwi ein­ung­is einu sinni kos­ið hér á landi. Nú ætl­ar hún að ganga að kjör­kass­an­um fyr­ir dæt­ur sín­ar. Mæðg­urn­ar hafa mætt for­dóm­um og seg­ist Patience upp­lifa sig sem fjórða flokks vegna brúns húðlitar. Hún fann skýrt fyr­ir því þeg­ar eig­in­mað­ur henn­ar, og fað­ir stúlkn­anna, veikt­ist al­var­lega fyr­ir sjö ár­um síð­an. Hann lést í fyrra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár