Á dauða mínum átti ég von en ekki því að Norðurlandaófriðurinn mikli upp úr aldamótunum 1700 ætti eftir að öðlast pólitíska vigt og merkingu nú meira en 400 árum síðar. En svo er nú orðið, eftir að Vladimír Pútín Rússlandsforseti vitnaði til þess forna stríðs sem tákns og fordæmis um það sem hann væri að gera með innrásinni í Úkraínu nú árið 2022.
Því er skyndilega nauðsynlegt að kunna þokkaleg skil á Norðurlandaófriðnum mikla.
Það var á sjónvarpsfundi með ungu fólki sem Pútín lét orð sín falla. Þau voru afar merkileg vegna þess að Rússar sjálfir – og þeir sem bera blak af þeim – hafa gjarnan haldið því fram að innrásin í Úkraínu hafi verið nánast „geópólitísk nauðsyn“ sem „útþensla NATO í austur“ hafi kallað á og gert óhjákvæmilega.
Rússland hafi ekki getað annað en brugðist við „ógninni úr vestri“ með því að gera Úkraínu að eiginlegu leppríki sínu …
Það er eitt að taka ákvarðanir - annað að framfylgja þeim með vopnavaldi. Rússar eiga engan rétt utan þeirra landamæra sem þeir höfðu við stofnun ríkisins 1991.