Pútin Pétur mikli?

Rúss­land er ný­lendu­veldi og það er eðli ný­lenda­velda að brjóta und­ir sig með of­beldi ná­granna sína og drepa þá. Þess vegna er Pútín að reyna að leggja und­ir sig Úkraínu, skrif­ar Ill­ugi Jök­uls­son í Flækj­u­sög­unni.

Pútin Pétur mikli?

Á dauða mínum átti ég von en ekki því að Norðurlandaófriðurinn mikli upp úr aldamótunum 1700 ætti eftir að öðlast pólitíska vigt og merkingu nú meira en 400 árum síðar. En svo er nú orðið, eftir að Vladimír Pútín Rússlandsforseti vitnaði til þess forna stríðs sem tákns og fordæmis um það sem hann væri að gera með innrásinni í Úkraínu nú árið 2022.

Því er skyndilega nauðsynlegt að kunna þokkaleg skil á Norðurlandaófriðnum mikla.

Það var á sjónvarpsfundi með ungu fólki sem Pútín lét orð sín falla. Þau voru afar merkileg vegna þess að Rússar sjálfir – og þeir sem bera blak af þeim – hafa gjarnan haldið því fram að innrásin í Úkraínu hafi verið nánast „geópólitísk nauðsyn“ sem „útþensla NATO í austur“ hafi kallað á og gert óhjákvæmilega.

Rússland hafi ekki getað annað en brugðist við „ógninni úr vestri“ með því að gera Úkraínu að eiginlegu leppríki sínu …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Grétar Reynisson skrifaði
    „Ég vil ekki nefna nein dæmi til að móðga nú engan, en ef land eða hópur af löndum getur ekki tekið fullvalda ákvarðanir, þá er það nýlenda”. Kurteis og tillitssamur maður þessi Putin. Það má nú segja.
    -1
    • Ásgeir Överby skrifaði
      "en ef land eða hópur af löndum getur ekki tekið fullvalda ákvarðanir"
      Það er eitt að taka ákvarðanir - annað að framfylgja þeim með vopnavaldi. Rússar eiga engan rétt utan þeirra landamæra sem þeir höfðu við stofnun ríkisins 1991.
      -1
    • Þorsteinn Thorsteinsson skrifaði
      Við eigum að kaupa það frá fjölmiðlum hér, að Rússar hafi farið inn í Úkraínu sérstaklega til þess eins að drepa rússneskuættað fólk þarna Doneskt og Luhansk (Donbass). Við eigum einnig að kaupa það að þetta stríð hafi alls EKKI byrjað 2014, heldur þann 24. febrúar 2022, eða þar sem að EKKI má minnast á þessi fjöldamorð sem að stjórnvöld í Úkraínu hafa staðið fyrir frá 2014, svo og þar sem stjórnvöld í Úkraínu hafa drepið yfir 14.000 manns í Donbass frá 2014. Nú og síðan eigum við að styðja þessi sömu stjórnvöld í Úkraínu í áframhaldandi stríði gegn Donbass, ekki satt???
      -4
  • Kormákur Bragason skrifaði
    Mjög upplýsandi grein.takk fyrir.
    1
    • Þorsteinn Thorsteinsson skrifaði
      Það vantar inn í þessa grein allt í sambandi við Úkraínu og Rússland: Þeas. þar sem að Lenin karlinn útlimaði Donbass frá Rússlandi og svo innlimaði Donbass (Doneskt og Lunhansk) ínn í Úkarínu 1922, einnig þar sem að hann Nikita Khrushchev karlinn innlimaði Krímskaga inn í Úkraínu 1954, svo líka einnig gegn vilja rússnesku ættaðra íbúa á Krímskaga. En það er rétt það má alls ekki minnast á þetta í þessum áróðri, hvað þá þessa sameiningu Rússlands við Krímskaga eftir 60 ára aðskilað, þú?
      -4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár