„Ingjaldur réðst á mig því ég fór ekki með Faðirvorið.“ Þannig segir Anna María Ingveldur Larsen að dvöl sín á meðferðarheimilinu Varpholti í Eyjafirði hafi hafist. Anna María var vistuð í Varpholti um ellefu mánaða skeið á árunum 1998 til 1999.
Hún segir að dvölin þar hafi markað allt hennar líf fram á þennan dag. Þann mikla seinagang og skeytingarleysi, sem einkenni störf nefndar sem rannsaka á ásakanir um að börn sem vistuð voru á meðferðarheimilinu hafi verið beitt ofbeldi, upplifi hún sem endurtekið ofbeldi af hálfu hins opinbera.
Ingjaldur, sem Anna María segir að hafi ráðist á sig, er Arnþórsson, forstöðumaður meðferðarheimilisins til tíu ára. Ellefu konur hafa lýst því í viðtölum í Stundinni að Ingjaldur hafi beitt þær, og aðrar stúlkur, …
Athugasemdir (1)