Um miðja síðustu viku hittust rannsakendur frá Íslandi og Namibíu í höfuðstöðvum Europol í Haag í Hollandi á samstarfsfundi vegna rannsóknar Samherjamálsins. Þetta herma heimildir Stundarinnar. Allt að 12 manns voru viðstaddir fundinn sem stóð frá morgni og fram á kvöld. Slíkur fundur hefur alla vega einu sinni áður verið haldinn. Þá mánuði eftir uppljóstrun Samherjaskjalanna, í desember 2019.
Engar upplýsingar fengust um fundinn hjá embætti Héraðssaksóknara, ekki frekar en hvað nákvæmlega hefði verið til umræðu á honum. Rannsókn embættisins hefur staðið frá því í byrjun nóvember 2019 að Kveikur, Stundin og Al Jazeera, í samstarfi við Wikileaks, ljóstruðu upp um hundruða milljóna greiðslur Samherja til áhrifa- og stjórnmálamanna í Namibíu, í tengslum við kvótaviðskipti Samherja af namibíska ríkinu.
Þá steig fram uppljóstrarinn og …
Athugasemdir (5)