Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Þingveisla í skugga brottvísana

Þing­menn komu sam­an í gala­kvöld­verð á Reykja­vík Natura við Öskju­hlíð á mið­viku­dag. Veisl­an hef­ur ver­ið ár­leg­ur við­burð­ur en hef­ur fall­ið nið­ur síð­ustu tvö ár vegna heims­far­ald­urs­ins. Nú fór hún fram í skugga mik­illa átaka, bæði inn­an og ut­an rík­is­stjórn­ar, um brott­vís­un 300 hæl­is­leit­enda.

Þingveisla í skugga brottvísana
Ráðherrann Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur setið undir gagnrýni bæði innan stjórnar og utan vegna ákvörðunar sinnar um að nú skyldi 300 einstaklingum vísað úr landi. Aðgerðir til að stemma stigu við útbreiðslu COVID höfðu áður hamlað brottvísunina. Mynd: Stundin / Davíð Þór

Þingmenn komu saman í kvöldverðarboð á Reykjavík Natura á miðvikudag í fyrsta sinn síðan heimsfaraldur Covid-19 skall á. Veislan hefur verið haldin árlega en þurfti að þola frestun líkt og margt annað í samfélaginu. Hún fór fram í skugga talsverðra átaka bæði innan og utan ríkisstjórnarinnar vegna annars viðburðar sem líka hafði verið frestað vegna Covid: brottvísunar um 300 einstaklinga sem leitað höfðu hælis á Íslandi. 

Stjórnarandstöðuþingmenn hafa haldið uppi háværum mótmælum vegna ákvörðunar Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. Óvænt steig annar ráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra, fram og sagði kollega sinn hafa farið með rangt mál þegar hann sagði samstöðu innan ríkisstjórnarinnar um brottvísanirnar. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og samflokkskona Guðmundar Inga í Vinstri grænum, útskýrði það svo síðar að skiptar skoðanir væru á málinu innan stjórnarinnar.

Svo virðist sem skuggi hafi ekki fallið á gleðskapinn þrátt fyrir þessi átök þar sem þingmenn og makar, auk forseta Íslands, gæddu sér á mat sem var bæði nýstárlegur og þjóðlegur. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Hermaðurinn í mér var alltaf til staðar“
3
ErlentÁ vettvangi í Úkraínu

„Her­mað­ur­inn í mér var alltaf til stað­ar“

Lista­mað­ur sem varð lið­þjálfi út­skýr­ir hvernig það kom til að hann gekk til liðs við Azov-her­deild­ina í Úkraínu. Hann og fleiri veita inn­sýn í störf þess­ar­ar um­deild­ustu her­deild­ar lands­ins og hafna ásök­un­um um tengsl við hægri öfga­flokka. Það sé af sem áð­ur var að all­ir sem gátu lyft byssu væru sam­þykkt­ir í deild­ina. Um leið og her­deild­in hafi ver­ið tek­in inn í þjóð­varn­ar­lið­ið hafi póli­tísk­ar hug­sjón­ir þurft að víkja.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Aðstoð Brynjars við Jón átti þátt í yfirburðahæfi
3
Fréttir

Að­stoð Brynj­ars við Jón átti þátt í yf­ir­burða­hæfi

Hæfn­is­nefnd­in sem komst að nið­ur­stöðu um að Brynj­ar Ní­els­son vara­þing­mað­ur væri hæf­ast­ur til að verða dóm­ari við Hér­aðs­dóm Reykja­vík­ur horfði sér­stak­lega til starfa hans sem póli­tísks að­stoð­ar­manns Jóns Gunn­ars­son­ar í dóms­mála­ráðu­neyt­inu. Meiri­hluti um­sækj­enda dró um­sókn­ina til baka eft­ir að þeir voru upp­lýst­ir um hverj­ir aðr­ir sóttu um.
Svona græddu allir bankarnir milljarða
6
Greining

Svona græddu all­ir bank­arn­ir millj­arða

Ís­lensku við­skipta­bank­arn­ir fjór­ir, Lands­banki, Ís­lands­banki, Ari­on banki og Kvika, græddu sama­lagt 96 millj­arða króna. All­ir hafa þeir skil­að upp­gjöri og vilja stjórn­ir þeirra greiða eig­end­um sín­um meira en 50 millj­arða króna í arð. Ís­lenska rík­ið og líf­eyr­is­sjóð­ir eru lang­stærstu eig­end­ur ís­lenska banka­kerf­is­ins og mega því vænta stærsta hluta arðs­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár