Magnús Maríuson leikur í kvikmyndinni The Vagabonds sem sýnd er á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Það er þó ólíklegt að margir á Íslandi þekki til unga leikarans, þar sem hann hefur alist upp að mestu leyti utan Íslands og mælt á þýsku og ensku í þeim leikritum, þáttum og myndum sem hann hefur leikið í.
Við spjöllum saman – á íslensku – með útsýni yfir ströndina og Miðjarðarhafið, en Magnús hefur reglulega komið á Cannes-hátíðina undanfarin ár til að kynna myndirnar sínar. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég er hérna með formlegan aðgangspassa,“ segir hann. Það er ekki furða, enda er nýja myndin ein af þeim fáu útvöldu sem er valin sérstaklega inn á hátíðina. Myndin er frumraun búlgarska leikstjórans Doroteyu Droumevu og leikur Magnús þar ungan mann sem aðalpersóna myndarinnar, eldri kona með óhefðbundinn smekk, laðast að.
„Árið 2017 kom …
Athugasemdir