Alls ekki tókst nægilega vel upp þegar kom að málefnum fatlaðs fólks á kjörtímabilinu sem er að líða, að mati borgarfulltrúa Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. Fráfarandi oddviti Sjálfstæðisflokksins segir stærstu mistök kjörtímabilsins þau að borgin sé ekki tilbúin undir framtíðina, fólksfjölgun hafi verið stórlega vanmetin og því hafi skort á uppbyggingu í innviðum og húsnæði. „Það er sorglegt að enn ríki húsnæðiskreppa sem Reykjavíkurborg á stóran þátt í að skapa og viðhalda,“ segir borgarfulltrúi Sósíalista.
Skiptar skoðanir eru um það hjá fulltrúum framboðanna sem setið hafa í borgarstjórn síðustu fjögur ár um hvað helst stendur upp úr eftir kjörtímabilið, gott eða slæmt. Helst er að heyra að almennt séu flestir á því að vel hafi tekist til þegar kom að viðbrögðum vegna Covid-faraldursins, sem aftur olli því þó að ýmis verkefni sem þarft hefði verið að ráðast í drógust eða sátu á hakanum.
Ánægja með árangur í umhverfismálum
„Ég myndi …
Athugasemdir