Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

10 ástæður fyrir því að ég fer aftur og aftur í Þjórsárver

Víð­ern­in, heið­ar­gæs­in, feg­urð­in eru á með­al þess sem heill­ar Tryggva Felix­son við Þjórsár­ver. Hann fer þang­að aft­ur og aft­ur, á hverju sumri helst og seg­ir okk­ur af hverju.

10 ástæður fyrir því að ég fer aftur og aftur í Þjórsárver

Sumarferð í Þjórsárver er orðin fastur liður í lífi mínu. Ég hef víða farið um hálendið og upplifað friðsæld og fegurð þess. Það er sannkölluð lífsfylling. En það er eitthvað alveg sérstakt sem kallar í Þjórsárverum. Hér eru 10 ástæður fyrir því:

1. Hjarta landsins

Náttúrufræðarinn okkar góði, Guðmundur Páll heitinn, hefur lýst því að í Þjórsárverum sé að finna hjarta landsins. Hann hefur rétt fyrir sér. Ég hef heyrt hjarta landsins slá þar þegar sólin slær geislum sínum á Hjartafell.

2. Veröld andstæðna

Þjórsárver er veröld andstæðna. Jökullinn og vatnið sem frá honum streymir sem ár, lækir, kvíslar og tjarnir eru lífæð gróðurs og dýra. Þar sem þessi lífæð nær ekki til, blasir við auðn og eyðimörk. Undir gróðrinum leynist svo víða sífreri. Þar sem gróður klæðir sífrera í íslensku sumri verður til heillandi mósaik.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár