„Ég fékk flugeldinn hingað á skrifstofuna í Bankasýsluna (á milli kl. 16 og 17) á gamlársdag, þar sem ég var að vinna. Þetta var miðlungs raketta,“ segir Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins, í skriflegu svari til Stundarinnar. Tilefni fyrirspurnarinnar voru upplýsingar sem fram komu á opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis með Jóni Gunnari og Lárusi Blöndal, stjórnarformanni stofnunarinnar, um sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka.
Á fundinum sagði Jón Gunnar að starfsfólk Bankasýslunnar hefði fengið vín og konfekt í gjafir í tengslum við opna útboðið síðasta sumar og lokaða útboðið fyrr á þessu ári. „Við fengum einhverjar vínflöskur og flugeld, konfektkassa, en svo eigum við náttúrulega hádegisverði og kvöldverði með ráðgjöfum og svo framvegis, en það er ekkert annað,“ sagði hann.
Jón Gunnar segir í skriflegu svari við fyrirspurn Stundarinnar að unnið sé að minnisblaði um vínflöskurnar og málsverðina. Björn …
Athugasemdir (1)