Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Bankasýslan fékk bara einn flugeld: „Þetta var miðlungs raketta“

Banka­sýsla rík­is­ins vinn­ur nú að minn­is­blaði um þær gjaf­ir sem starfs­menn stofn­un­ar­inn­ar þáðu í að­drag­anda og í kjöl­far út­boðs á hlut­um rík­is­ins í Ís­lands­banka. Jón Gunn­ar Jóns­son, for­stjóri Banka­sýsl­unn­ar, stað­fest­ir að bara einn flug­eld­ur hafi kom­ið sem gjöf. Hann hafi ver­ið „miðl­ungs“.

Bankasýslan fékk bara einn flugeld: „Þetta var miðlungs raketta“
Vinnur að minnisblaði Jón Gunnar segir stofnunina vinna að minnisblaði fyrir fjárlaganefnd um þær gjafir sem starfsmenn þáðu í tengslum við sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Mynd: Alþingi

„Ég fékk flugeldinn hingað á skrifstofuna í Bankasýsluna (á milli kl. 16 og 17) á gamlársdag, þar sem ég var að vinna. Þetta var miðlungs raketta,“ segir Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins, í skriflegu svari til Stundarinnar. Tilefni fyrirspurnarinnar voru upplýsingar sem fram komu á opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis með Jóni Gunnari og Lárusi Blöndal, stjórnarformanni stofnunarinnar, um sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. 

Á fundinum sagði Jón Gunnar að starfsfólk Bankasýslunnar hefði fengið vín og konfekt í gjafir í tengslum við opna útboðið síðasta sumar og lokaða útboðið fyrr á þessu ári. „Við fengum einhverjar vínflöskur og flugeld, konfektkassa, en svo eigum við náttúrulega hádegisverði og kvöldverði með ráðgjöfum og svo framvegis, en það er ekkert annað,“ sagði hann. 

Jón Gunnar segir í skriflegu svari við fyrirspurn Stundarinnar að unnið sé að minnisblaði um vínflöskurnar og málsverðina. Björn …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Ef bankasýslan vissi ekki hverjir væru að baki kaupendum eins og t.d. faðir ráðherrans... hvernig vissu þeir að peningarnir væru ekki bara peningarþvætti fengið af sölu eiturlyfja ? Ætli þeir kannist við merkingu orðanna "due diligence" ... en orðin virðast illskiljanleg íslenskum fjármálasnillingum og ráðamönnum.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Salan á Íslandsbanka

Bjarni segir það Alþingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu
FréttirSalan á Íslandsbanka

Bjarni seg­ir það Al­þingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu

Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, seg­ir að hann hafi gert ráð fyr­ir bless­un þings­ins á að ekki þyrfti að gæta að hæfi hans gagn­vart hverj­um og ein­um kaup­anda á Ís­lands­banka í mars 2022. Þing­inu hefði átt að vera aug­ljóst að ekki væri hægt að fylgja hæfis­regl­um í sölu­með­ferð­inni sem val­in var. Bjarni sat fyr­ir svör­um á opn­um fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar í dag.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár