Almenningur óttast nú um líf sitt eftir að rússneski herinn hóf sókn að nýju í Úkraínu eftir að hafa hörfað nokkru áður.
„Mér líður eins og gísl á eigin heimili. Við komumst ekki út.“
Það er Mariya sem talar, tveggja barna móðir í Kherson. Mariya er ekki hennar raunverulega nafn, það er ekki gefið upp hér. Rússar hafa hersetið heimaborg hennar í nærri tvo mánuði. Árásin á Kherson var gerð frá Krímskaga sem Rússar hernámu árið 2014, en vegalengdin þar á milli er ekki löng.
„Börnin mín fóru ekki út úr húsi fyrr en í apríl. Þau byrjuðu að fara í stuttar gönguferðir fyrir fáeinum vikum og þá fer ég með þeim. Ég óttast um þau því rússneskir hermenn eru alls staðar.“

Athugasemdir