Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Hefði Trotskí endað í Berlín?

Ill­ugi Jök­uls­son hef­ur í und­an­förn­um flækj­u­sög­um ver­ið að kanna hvað hæft sé í þeirri þjóð­sögu, sem Rúss­ar og stuðn­ings­menn þeirra halda gjarn­an fram, að Rúss­ar hafi sí­fellt og ein­lægt mátt þola grimm­ar inn­rás­ir úr vestri og Vest­ur­lönd hafi alltaf vilj­að þeim illt.

Hefði Trotskí endað í Berlín?

Ég er kominn fram á 20. öld í leit minni að staðfestingu á þeirri trú margra Rússa og stuðningsmanna þeirra að þeir hafi í gegnum aldirnar mátt sæta sífelldum innrásum úr vestri þar sem grimmir óvinir lögðu sig fram um að leggja undir sig Rússland að meira eða minna leyti og eyða rússneska ríkinu og jafnvel þjóðinni.

Frá því Moskvuríkið kom undir sig fótunum og þróaðist yfir í Rússaveldi við lok miðalda hafði ég í raun ekki fundið neina slíka innrás. Þess voru vissulega dæmi að herir úr vestri legðu leið sína inn á grund sem Rússar töldu sína – Pólverjar 1610, Svíar 1708–09, Napóleon 1812,Krímstríðið 1854–56 – en þegar að var gáð höfðu þær „sérstöku hernaðaraðgerðir“ (!) allar skýran og afmarkaðan pólitískan tilgang og höfðu ekki það markmið að ná raunverulegum völdum yfir Rússlandi.

Á hinn bóginn er auðvelt að finna á sama tíma mýmörg dæmi um að Rússar …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Flottur Illugi að vanda og í öllum bænum sendu inn fleyrri Flækjusögur í prentformi.
    Því eins og ég og fleyrri sem glíma við skerta heyrn, þá á maður erfitt með að hlusta á (að þeim ólöstuðum), flækjusögurnar, í hljóðformi. Án þess að æra alla í nágreni sínu.
    Þakka þér aftur innilega fyrir þín aðsendu efni, sem er ein helsta ástæðan fyrir því að ég er ennþá áskrifandi að Stundinni.
    0
  • EH
    Erlingur Hansson skrifaði
    Illugi Jökulsson segir ekki rétt frá. Lenin vildi sumarið 1920 að Rauði herinn sækti fram og réðist inn í Pólland. Trotsky og Radek mæltu gegn þeirri tillögu Lenins. Um miðjan ágúst var Rauði herinn kominn að Varsjá. Sókn hans var stöðvuð og vopnahlé var undirritað 12. október 1920. Illugi Jökulsson fullyrðir í 154. tölublaði Stundarinnar “að sumir helstu foringjar kommúnista (ekki síst herstjórinn Trotskí) (vildu) aðTúkatévskí héldi rakleiðis áfram og réðist af öllu afli Rauða hersins beina leið inn í Þýskaland…”. Þessi fullyrðing Illuga er röng. Áreiðanlegar heimildir herma um ágreining Lenins og Trotskís sem áður er getið. Hvergi er haft eftir Trotskí þessi meinta löngun hans sem Illugi lýsir.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Árásin á Bastilluna: Franska byltingin hófst með því að geðveikir kynferðisglæpamenn og falsarar voru frelsaðir
Flækjusagan

Árás­in á Bastill­una: Franska bylt­ing­in hófst með því að geð­veik­ir kyn­ferð­is­glæpa­menn og fals­ar­ar voru frels­að­ir

Í dag, 14. júlí, er Bastillu­dag­ur­inn svo­kall­aði í Frakklandi og er þá æv­in­lega mik­ið um dýrð­ir. Dag­ur­inn er yf­ir­leitt tal­inn marka upp­haf frönsku bylt­ing­ar­inn­ar ár­ið 1789 þeg­ar feyskinni ein­valds­stjórn Bour­bon-ætt­ar­inn­ar sem hrund­ið frá völd­um. Bylt­ing­in var gerð í nokkr­um áföng­um en vel má segja að eft­ir 14. júlí hafi ekki ver­ið aft­ur snú­ið. Basill­an var virki í Par­ís­ar­borg sem hýsti...
Saga Írans 5: Kameldýrakarl frá Baktríu, frumlegasti trúarhöfundur sögunnar
Flækjusagan

Saga Ír­ans 5: Kam­eldýra­karl frá Baktríu, frum­leg­asti trú­ar­höf­und­ur sög­unn­ar

Í síð­ustu grein (sjá hana hér) var þar kom­ið sögu að stofn­andi Persa­veld­is, Kýrus hinn mikli, var horf­inn úr heimi. Það gerð­ist ár­ið 530 FT en áhrifa hans átti eft­ir að gæta mjög lengi enn og má vel segja að Kýrus sé enn af­ar vold­ug­ur í hug­ar­heimi Ír­ana. En nú spóla ég að­eins aft­ur í tím­ann og dreg fram ann­an...

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár