Ég er kominn fram á 20. öld í leit minni að staðfestingu á þeirri trú margra Rússa og stuðningsmanna þeirra að þeir hafi í gegnum aldirnar mátt sæta sífelldum innrásum úr vestri þar sem grimmir óvinir lögðu sig fram um að leggja undir sig Rússland að meira eða minna leyti og eyða rússneska ríkinu og jafnvel þjóðinni.
Frá því Moskvuríkið kom undir sig fótunum og þróaðist yfir í Rússaveldi við lok miðalda hafði ég í raun ekki fundið neina slíka innrás. Þess voru vissulega dæmi að herir úr vestri legðu leið sína inn á grund sem Rússar töldu sína – Pólverjar 1610, Svíar 1708–09, Napóleon 1812,Krímstríðið 1854–56 – en þegar að var gáð höfðu þær „sérstöku hernaðaraðgerðir“ (!) allar skýran og afmarkaðan pólitískan tilgang og höfðu ekki það markmið að ná raunverulegum völdum yfir Rússlandi.
Á hinn bóginn er auðvelt að finna á sama tíma mýmörg dæmi um að Rússar …
Því eins og ég og fleyrri sem glíma við skerta heyrn, þá á maður erfitt með að hlusta á (að þeim ólöstuðum), flækjusögurnar, í hljóðformi. Án þess að æra alla í nágreni sínu.
Þakka þér aftur innilega fyrir þín aðsendu efni, sem er ein helsta ástæðan fyrir því að ég er ennþá áskrifandi að Stundinni.