Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Hefði Trotskí endað í Berlín?

Ill­ugi Jök­uls­son hef­ur í und­an­förn­um flækj­u­sög­um ver­ið að kanna hvað hæft sé í þeirri þjóð­sögu, sem Rúss­ar og stuðn­ings­menn þeirra halda gjarn­an fram, að Rúss­ar hafi sí­fellt og ein­lægt mátt þola grimm­ar inn­rás­ir úr vestri og Vest­ur­lönd hafi alltaf vilj­að þeim illt.

Hefði Trotskí endað í Berlín?

Ég er kominn fram á 20. öld í leit minni að staðfestingu á þeirri trú margra Rússa og stuðningsmanna þeirra að þeir hafi í gegnum aldirnar mátt sæta sífelldum innrásum úr vestri þar sem grimmir óvinir lögðu sig fram um að leggja undir sig Rússland að meira eða minna leyti og eyða rússneska ríkinu og jafnvel þjóðinni.

Frá því Moskvuríkið kom undir sig fótunum og þróaðist yfir í Rússaveldi við lok miðalda hafði ég í raun ekki fundið neina slíka innrás. Þess voru vissulega dæmi að herir úr vestri legðu leið sína inn á grund sem Rússar töldu sína – Pólverjar 1610, Svíar 1708–09, Napóleon 1812,Krímstríðið 1854–56 – en þegar að var gáð höfðu þær „sérstöku hernaðaraðgerðir“ (!) allar skýran og afmarkaðan pólitískan tilgang og höfðu ekki það markmið að ná raunverulegum völdum yfir Rússlandi.

Á hinn bóginn er auðvelt að finna á sama tíma mýmörg dæmi um að Rússar …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Flottur Illugi að vanda og í öllum bænum sendu inn fleyrri Flækjusögur í prentformi.
    Því eins og ég og fleyrri sem glíma við skerta heyrn, þá á maður erfitt með að hlusta á (að þeim ólöstuðum), flækjusögurnar, í hljóðformi. Án þess að æra alla í nágreni sínu.
    Þakka þér aftur innilega fyrir þín aðsendu efni, sem er ein helsta ástæðan fyrir því að ég er ennþá áskrifandi að Stundinni.
    0
  • EH
    Erlingur Hansson skrifaði
    Illugi Jökulsson segir ekki rétt frá. Lenin vildi sumarið 1920 að Rauði herinn sækti fram og réðist inn í Pólland. Trotsky og Radek mæltu gegn þeirri tillögu Lenins. Um miðjan ágúst var Rauði herinn kominn að Varsjá. Sókn hans var stöðvuð og vopnahlé var undirritað 12. október 1920. Illugi Jökulsson fullyrðir í 154. tölublaði Stundarinnar “að sumir helstu foringjar kommúnista (ekki síst herstjórinn Trotskí) (vildu) aðTúkatévskí héldi rakleiðis áfram og réðist af öllu afli Rauða hersins beina leið inn í Þýskaland…”. Þessi fullyrðing Illuga er röng. Áreiðanlegar heimildir herma um ágreining Lenins og Trotskís sem áður er getið. Hvergi er haft eftir Trotskí þessi meinta löngun hans sem Illugi lýsir.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ar­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Skyndiréttur með samviskubiti
4
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár