Bankasýsla ríkisins útilokar ekki að greiða „valkvæða söluþóknun“ upp á rúmlega 263 milljónir króna til þeirra banka og verðbréfafyrirtækja sem seldu hlutabréf Íslands. Þetta kemur fram í minnisblaði Bankasýslu ríkisins til fjárlaganefndar sem stofnunin sendi frá sér í gær. Ekki kemur fram á hvaða forsendum og að hvaða skilyrðum uppfylltum Bankasýsla ríkisins á eða getur greitt umrædda valkvæða þóknun til fyrirtækjanna. Þessi þóknun getur bæst við 440 milljóna króna grunnþóknun söluaðila hlutabréfanna og verður heildarþóknunin til þeirra því tæplega 703 milljónir króna.
Orðrétt segir Bankasýslu ríkisins í minnisblaðinu til fjárlaganefndar: „Engin ákvörðun verður tekin um greiðslu á valkvæðri þóknun, sem getur að hámarki orðið 0,5% af söluandvirði, fyrr en að niðurstaða athugunar Fjármálaeftirlits Seðlabanka („FME“) liggur fyrir og hefur stofnunin sagt opinberlega að ef einhverjir söluráðgjafar hafi brugðist stofnuninni …
Athugasemdir (1)