Lífið mitt er allt ein saga.
Ég hef alltaf lifað lífinu til þess að skapa sögur. Fyrir 20 árum ætlaði ég mér að gerast rithöfundur svo ég byrjaði að skrifa. Ég uppgötvaði þó snemma að til þess að skrifa eitthvað þá verðurðu að hafa lifað fyrst til þess að hafa eitthvað til þess að skrifa um, og ég býst við því að ég sé enn að lifa það.
Því þegar ég var um 21 eða 22 ára þá langaði mig bara að gerast sjómaður. Ég hafði verið sjómaður fyrir það en ekki úti á hafi, bara á sjónum þar sem ég bjó. Ég fann þá bát sem var að fara frá Portúgal til Suðurskautslandsins. Ég átti enga peninga, eða rétt um 100 dollara í vasanum, en ég var ungur og fullur af draumum svo það dugði.
Ég safnaði eins mörgum kílóum af grænmeti og ég gat og tók rútu til …
Athugasemdir