Kristín Loftsdóttir, prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands, og Már Wolfgang Mixa, lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, höfundar rannsóknarinnar, segja að stjórnvöld beri vissa ábyrgð á því ástandi sem sé á leigumarkaði því hlúð sé að eigendum íbúða á kostnað leigjenda. Leigusalinn fái því vald sitt frá stjórnvöldum. Áhersla stjórnvalda virðist vera mest á millistétt og hátekjuhópa samfélagsins. Þau segja að íslenskur leigumarkaður sé lítill og erfiður vegna séreignarstefnu stjórnvalda í nær 100 ár.
„Þú veist ekki í hvaða húsnæði þú ferð næst“
Auk Kristínar og Más er Anna Lísa Rúnarsdóttir, verkefnisstjóri hjá félagsvísindadeild HÍ, höfundur rannsóknarinnar, sem var birt í tímaritinu Íslenska þjóðfélagið seint á síðasta ári. Greinin ber yfirskriftina „Þú veist ekki hvaða húsnæði þú ferð í næst“: Tvísýnileiki og upplifun leigjenda af íslenskum húsnæðismarkaði.
Þremenningarnir unnu með hugtakið precarity sem þau þýða sem tvísýnileika, það er að segja ástand sem er tvísýnt, ótryggt eða hverfult.
Hugtakið …
Það réðu allir við að greiða íbúðarverðið sem var vel viðráðanlegt.