„Pútín er búinn að vera að segja okkur hvað hann ætlaði að gera. Það tók hann bara engin trúanlega. Orðræðan er búin að vera þarna mjög lengi, það er alveg á hreinu,“ segir Rósa Magnúsdóttir, prófessor í sagnfræði og sérfræðingur í sögu Sovétríkjanna. „Mínir rússnesku vinir eru búnir að vera að vara við þessu lengi.“
Undanfarna mánuði hefur Vladimir Pútín Rússlandsforseti notað hvert tækifærið til að grafa undan sjálfstæði Úkraínu og færa rök fyrir því af hverju landið tilheyri í raun og veru Rússlandi. Orð sem fáir virðast hafa tekið sem raunverulegum fyrirboða um stríð. Þessi orðræða birtist meðal annars í grein sem birtist í nafni Pútíns á vef rússneska stjórnarráðsins síðastliðið sumar undir titlinum: Um sögulega einingu Rússa og Úkraínumanna.
Vill leiðrétta Lenín
Áróður á borð við þann sem Pútín hefur notað til að undirbyggja ákvörðun sína um að ráðast inn í Úkraínu byggir oft á einhverjum sannleiksgrunni sem …
Athugasemdir (1)