„Þetta er auðvitað ágætis brandari, en lengra nær það ekki. Þetta er alrangt í augum allra sem kæra sig um að vita eitthvað um samband þessara tveggja manna,“ segir Natalia Kaliada við Stundina, aðspurð um hvort það sé rétt metið hjá íslenskum stjórnvöldum að telja Moshensky ekki náinn bandamann Aleksander Lukashenko.
Natalia Kaliada er eitt þekktasta andlit stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, sem stýrt hefur verið af pólitískum flóttamönnum undanfarinn áratug. Hún er stofnandi Belarusian free theatre, leikhóps sem sýndi pólitískt ögrandi sýningar oft í leyni fyrir yfirvöldum í Hvíta-Rússlandi.
Fangelsuð og barin
Hún hefur leikið stórt hlutverk í því að vekja athygli á ástandinu í heimalandi sínu. Sjálf flúði hún með barnunga dóttur sína árið 2011 og fékk hæli í Bretlandi. Natalia og félagar hennar höfðu verið meðal þeirra sem sættu barsmíðum og handtökum eftir mótmælin vegna forsetakosninganna í desember 2010. Hún er einn helsti baráttumaður og talsmaður þess að beita …
Athugasemdir (2)