„Sástu þetta augnablik? Ég táraðist,“ sagði bandarísk blaðakona við mig í þorpinu Hrebenne á landamærum Póllands og Úkraínu. „Landamæralögreglan tók svo fallega utan um mæðgur sem voru að koma kjökrandi hingað yfir til Póllands og bauð þær velkomnar, held að hann hafi tárast líka.“
Var að horfa annað, enda endalaus straumur af konum, börnum og gamalmennum að ganga yfir landamærin. Pólverjar mega eiga það að þeir hafa tekið ótrúlega vel á móti þessum 2 milljónum flóttamanna á þremur vikum. Faðmað þessa bræðraþjóð að sér eins og enginn sé morgundagurinn. Boðið upp á fría gistingu, mat og alla þá aðstoð sem hægt er að veita.
Athugasemdir