Eitt barn á hverri einustu sekúndu í þrjár vikur hafa flúið stríðið í Úkraínu
Flóttafólk, fátækt, Fagradalsfjall og frelsið. Aðstæðurnar á aðalbrautarstöðinni í Varsjá voru ólýsanlegar. Alltof margt fólk. Á gólfinu sváfu börn og gamalmenni, á meðan mæður og dætur voru að finna lestarmiða fyrir fjölskylduna áfram, lengra burtu frá þessu hræðilega stríði.
MyndirÚkraínustríðið
Ólýsanlegt ástand á brautarstöðinni í Varsjá
Endalaus straumur flóttamanna liggur út úr Úkraínu og yfir til Póllands. Börn og gamalmenni liggja á gólfum hvar sem pláss finnst. Þó geta ekki allir flúið stríðið. „Amma kemst ekkert, nema til guðs,“ sagði hin úkraínska Natasha Páli Stefánssyni ljósmyndara á aðalbrautarstöðinni í Varsjá.
MyndirÚkraínustríðið
Krabbameinssjúk börn flutt frá Kænugarði
Páll Stefánsson ljósmyndari fylgdist með þegar öll börn af krabbameinsdeild sjúkrahúss í Kænugarði voru flutt með hraði yfir til Póllands, á leið til Varsjár á sjúkrahús þar. Yfir 600 þúsund börn á flótta undan stríðinu eru komin yfir til Póllands.
MyndirÚkraínustríðið
Brjálað að bræðraþjóðir berjist
Eftir að allt fór í hund og kött í Úkraínu flýr fólk með hunda sína og ketti úr landi undan sókn Rússa. Fólk er flutt unnvörpum frá landamærastöðvum og inn í önnur Evrópulönd þar sem straumurinn klofnar, fólk ýmist leitar húsaskjóls eða leggur í lengri ferðalög.
MyndirÚkraínustríðið
Ungbarnagráturinn í flóttamannabúðunum sker í hjartað
Páll Stefánsson er kominn til Uzhorod í Úkraínu, við landamærin að Slóvakíu. Þar eru flóttamenn og aftur flóttamenn frá Úkraínu sem bíða í óvissu um hvað verði um þá.
MyndirÚkraínustríðið
Strand fimm hundruð metrum frá landamærunum
Páll Stefánsson mætir flóttamannastraumi frá Úkraínu í Hrebenne, Póllandi, þangað sem Danir selflytja lyf og hjálpargögn með hjólbörum yfir einskinsmannslandið sem skilur löndin að.
Mynd dagsins
Páll Stefánsson
Vaddúddí, vaddúddí
Jaðrakan segir víst vaddúddí, vaddúddí, en stofnstærðin á þessum votlendisfugli er um 70 þúsund varppör. Krían (seinni mynd) er þrisvar sinnum fjölmennari, en hér verpa um 200 þúsund pör. Jaðrakan fer ekki ekki langt til vetursetu, bara til Írlands og suður til Fetlafjarðar, sem heitir víst líka Biskajaflói eða Bizkaiako Golkoa á basknesku. Krían aftur á móti eyðir 5 mánuðum á ári í ferðalög, en það eru 35 þúsund kílómetrar frá vetrarstöðvunum við Suðurskautslandið til Sandgerðis þar sem þessi mynd var tekin í morgun.
Mynd dagsins
Páll Stefánsson
Ella í Brákarsundi, Borgarnesi
Trillan Ella, er vorboðinn í Borgarnesi. í aldarfjórðung hefur hún glatt gesti og gangandi þar sem hún lónir í Brákeyjarsundi vor og sumar. Ella var byggð í Stykkishólmi 1975, skírð eftir Snæfelskum kvenskörungi. Þaðan var hún keypt til Borgarnes af Stórútgerðarfélagi Mýrarmanna - aðallega til að veiða borgfisk undir Þormóðsskeri á sérstöku Bessaleyfi. Núverandi eigandi, Sigurður Halldórsson, ætlar sér stærri hluti með Ellu... að breyta henni í samfélagsstjörnu. Fljótlega mun Ella því fá sérstaka Facebook og Instagram síðu.
Mynd dagsins
Páll Stefánsson
Hjólaþjófatíminn er núna
Þjófnaður reiðhjólum er nú í fullum gangi, vertíðin er frá miðjum apríl og fram í miðjan september að sögn Gunnars Rúnars Sveinbjarnarsonar, upplýsingafulltrúa lögreglunnar. Hann sagði líka að fólk mætti vera duglegra að athuga hvort lögreglan hefði fundið hjólið. Hjól sem hafa verið í vörslu lögreglunar í yfir eitt ár fara á uppboð. Á uppboðinu í fyrrasumar voru rúmlega hundrað hjól, öll seldust nema tvö barnahjól. Lögreglunni barst 551 tilkynning um hjólastuld í fyrra.
Mynd dagsins
Páll Stefánsson
Góðleg gimbur í góða veðrinu
Sauðfé á Íslandi hefur fækkað um meira en helming frá því flest var árið 1977. Þá voru 896 þúsund fjár á vetrarfóðrun en nú í vetur voru þau akkúrat 400 þúsund og hafa þau ekki verið færri síðan 1861. Af öllum þessum fjölda eru hrútarnir aðeins 11 þúsund - en það gera 37 rollur á hvern hrút. Fjöldi sauðfjár nú er litlu meiri en hann var árið 1760 en þá bjuggu hér 43 þúsund manns.
Mynd dagsins
Páll Stefánsson
Upp á punkt og prik
Í dag eru upp á dag tíu ár síðan Svisslendingarnir Anthony og Claudia komu fyrst til Íslands og tjölduðu þessu þá nýja tjaldi á Tjaldsvæðinu í Laugardal. Síðastliðin tvö ár hafa þau búið og starfað á Dalvík, en voru í stuttu stoppi í höfuðborginni á leið suður og austur hringinn. Það var eitt annað tjald á tjaldsvæðinu og tveir litlir húsbílar. Lífið er semsagt að færast í eðlilegt horf... ferðafólk á tjaldsvæðinu og grímuskyldan aflögð frá og með deginum í dag.
Mynd dagsins
Páll Stefánsson
Mars í maí
Hönnunarmars er vorboði, og einn viðburður var í Vesturbæjarlauginni í dag. Aðalheiður, Ásgeir Helgi, Emilía og Halla dönsuðu samhæft í nýjum sundfötum frá BAHNS, undir stjórn Ingu Marenar. Það var eitthvað fallegt, jákvætt við það að sjá fulla heita potta af áhorfendum klappa þegar dansinum var lokið. Svolítið eins og við séum komin fyrir horn í þessum faraldri sem einhvernveginn ætlar aldrei að ljúka.
Mynd dagsins
Páll Stefánsson
Gott í gogginn
Fyrsti veitingastaðurinn í Reykjavík var opnaður árið 1791 af dönsku ekkjunni, Margrethe Adersdatter Ravn Angel. Þá voru íbúar Reykjavíkur aðeins 358. Fyrir heimsfaraldurinn voru rétt rúmlega 200 veitingastaðir í miðborginni - þeim hafði fjölgað um helming frá aldamótum. Hér í Ingólfsstrætinu bíður Ásgeir eftir að málningin þorni svo gestir og gangandi geti fengið sér eitthvað gott í gogginn, úti í vorsólinni.
Mynd dagsins
Páll Stefánsson
Byssupúðurgerðarstaðurinn
Þeystareykir fóru í eyði árið 1873, en fyrr á öldum var þaðan mikill útflutningur af brennisteini til byssupúðurgerðar gegnum Gása og Húsavík. Fyrst voru það Hansakaupmenn og Hollendingar sem keyptu brennisteininn en Danakonungur tekur sér einkarétt af þessum ábatasömu viðskiptum árið 1560. Landsvirkjun reysti 90 MW jarðvarmavirkjun á Þeistareykjum árið 2017.
Mynd dagsins
Páll Stefánsson
Núll gráður á Grjótnesi
Um miðja síðustu öld var búið á um 30 bæjum á Melrakkasléttu. Grjótnes (mynd) á Vestur-Sléttu, var mannmargt tvíbýli, og bjuggu þar milli 30 og 40 manns á sumrin þegar mest var. Nú er aðeins búið á tveimur bæjum á Melrakkasléttunni, en hlunnindi eru áfram nýtt á flestum þessara eyðijarða, eins og reki og æðardúnn. Lofthitinn á Melrakkasléttunni í morgun var 0°C.
Mynd dagsins
Páll Stefánsson
Harpan og Ómar
Skipstjórinn Ómar Karlsson (mynd) á dragnótarbátnum Hörpu HU4, er að gera allt klárt fyrir sumarið og haustið. Hann veiðir eingöngu í Húnaflóanum, og þá aðallega þorsk og ýsu. Það eru bara tveir bátar eftir í útgerð frá Hvammstanga, Harpan og Steini HU45.
Lýsir andlegu ofbeldi fyrrverandi sem hótaði að dreifa nektarmyndum
Edda Pétursdóttir greinir frá andlegu ofbeldi í kjölfar sambandsslita þar sem hún sætti stöðugu áreiti frá fyrrverandi kærasta sínum. Á fyrsta árinu eftir sambandsslitin bárust henni fjölda tölvupósta og smáskilaboða frá manninum þar sem hann ýmist lofaði hana eða rakkaði niður, krafðist viðurkenningar á því að hún hefði ekki verið heiðarleg í sambandinu og hótaði að birta kynferðislegar myndir og myndbönd af henni ef hún færi ekki að vilja hans. Edda ræðir um reynslu sína í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur í umsjón Eddu Falak og í samtali við Stundina. Hlaðvarpsþættirnir Eigin Konur verða framvegis birtir á vef Stundarinnar og lokaðir þættir verða opnir áskrifendum Stundarinnar.
2
Rannsókn
8
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
3
Fréttir
4
Óttaðist fyrrverandi kærasta í tæpan áratug
Edda Pétursdóttir segist í rúm níu ár hafa lifað við stöðugan ótta um að fyrrverandi kærasti hennar myndi láta verða af ítrekuðum hótunum um að dreifa kynferðislegum myndböndum af henni, sem hann hafi tekið upp án hennar vitundar meðan þau voru enn saman. Maðurinn sem hún segir að sé þekktur á Íslandi hafi auk þess áreitt hana með stöðugum tölvupóstsendingum og smáskilaboðum. Hún segir lögreglu hafa latt hana frá því að tilkynna málið.
4
Eigin Konur#75
1
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
5
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
6
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
7
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
8
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
9
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
10
Viðtal
6
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.