Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Strand fimm hundruð metrum frá landamærunum

Páll Stef­áns­son mæt­ir flótta­manna­straumi frá Úkraínu í Hre­benne, Póllandi, þang­að sem Dan­ir selflytja lyf og hjálp­ar­gögn með hjól­bör­um yf­ir ein­skins­mannsland­ið sem skil­ur lönd­in að.

„Hvar fæ ég helvítis hjólbörur,“ öskraði Peter, danskur lyfjafræðingur, á pólskan hermann klæddan vélbyssu á landamærum Póllands og Úkraínu í gærkvöldi. Hann, ásamt vini sínum, hafði fyllt sendibíl af lyfjum og hjálpargögnum og var í þann mun að koma þeim yfir. Þeim var meinað að keyra sendibílinn þessa 500 metra yfir einskinsmannslandið sem skilur löndin að. Þeir máttu selflytja varningin gangandi, á móti stríðum straumi flóttamanna sem voru að yfirgefa landið sitt. 

Hvar fæ ég hjólbörur? Danir reyndu að koma lyfjum yfir landamærin og gengu á móti straumi flóttamanna.
SjúkrabílarnirSitja fastir við landamærin og komast ekki yfir.

„Það er ekkert plan B.“ Þeir voru 40 bílarnir sem Danir voru að gefa til Úkraínu. Bílarnir voru komnir að landamærunum en þeir komu þeim ekki yfir, þar sem úkranískir bílstjórar biðu þeirra. Einskismannslandið, milli landanna var lokað fyrir bílaumferð.

„Ég datt á bananahýði,“ segir Fredrik dansk/sænskur sjúkrabílstjóri sem var búin að keyra eldri danskan sjúkrabíl í einn og hálfan sólarhring frá Köben og til Hrebenne í Póllandi. 

„Síðan er að koma sér heim, en okkur lá svo á að koma bílunum í notkun þar sem þeirra er þörf að við gleymdum að skipuleggja heimferðina. Vitum ekki hvernig við komum okkur til baka. Allar rútur og allir strætóar eru fullir af flóttafólki. Og það eru rúmir 400 km til Varsjár, á næsta flugvöll.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Úkraínustríðið

Græða sár innrásar í þögn
VettvangurÚkraínustríðið

Græða sár inn­rás­ar í þögn

Í hafn­ar­borg­inni Odesa við strend­ur Svarta­hafs stend­ur Filatov-rann­sókn­ar­stofn­un­in í augn­lækn­ing­um. Vla­dimir Petrovich Filatov nokk­ur, virt­ur pró­fess­or í augn­lækn­ing­um, stóð að stofn­un henn­ar ár­ið 1936 og hún hef­ur síð­an skap­að sér sess sem mið­stöð vís­inda­legr­ar ný­sköp­un­ar og lækn­is­fræði­legr­ar þró­un­ar á sviði augn­lækn­inga í Aust­ur-Evr­ópu. Ósk­ar Hall­gríms­son fékk að líta í heim­sókn og kynna sér hvernig hald­ið er úti þjón­ustu við erf­ið­ar að­stæð­ur.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár