Dæmi eru um að Íslendingar hafi dáið af stórum skömmtum af morfínlyfinu OxyContin og tengdum lyfjum, segir Kristín Davíðsdóttir, hjúkrunarfræðingur og teymisstjóri skaðaminnkunarteymis Rauða krossins sem heitir Frú Ragnheiður. Stundin ræddi við hana um hvaða áhrif þetta lyf hafi haft á veruleika vímuefnaneytenda á Íslandi.
Frú Ragnheiður er eining innan Rauða krossins sem þjónustar vímuefnaneytendur á Íslandi. Teymi Frú Ragnheiðar fer í um 4.500 heimsóknir til vímuefnanotenda á ári og þjónustar tæplega 600 einstaklinga.
Stundin ræddi við Kristínu vegna umfjöllunar blaðsins um ópíóðafaraldurinn sem skekið hefur Bandaríkin, og Ísland líka að vissu leyti, síðastiðin 20 ár. Lyfjafyrirtækið Actavis var annar stærsti seljandi morfínskyldra verkjalyfja á árunum 2006 til 2014 þegar samheitalyfjafyrirtækibyrjuðu að framleiða samheitalyf Oxycontins, morfínlyfs lyfjafyrirtækisins Purdue Pharma.
14 dauðsföll á hálfu ári vegna morfínlyfja
Kristín segir að á fyrri helmingi síðasta árs hafi verið 24 lyfjatengd dauðsföll á Íslandi og þar …
Athugasemdir (3)