Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

„Enginn hefur áhuga á að mæta Rússum“

Formað­ur KKÍ seg­ir all­ar lík­ur á að sam­band­ið muni gefa út yf­ir­lýs­ingu um að lands­l­ið Ís­lands í körfuknatt­leik muni ekki mæta Rúss­um. Stutt er í leik kvenna­lands­liðs­ins í knatt­spyrnu gegn Hvít-Rúss­um.

„Enginn hefur áhuga á að mæta Rússum“
Munu væntanlega ekki mæta Rússum Hannes Sigurbjörn Jónsson segir líklegt að KKÍ gefi út yfirlýsingu um að landslið Íslands muni ekki mæta þeim rússnesku. Hann vill þó sjá að Alþjóðakörfuknattleikssambandið vísi Rússum hreinlega úr keppni. Mynd: KKÍ

Íslensk landslið í knattspyrnu og í körfuknattleik ættu að mæta bæði Rússum og Hvít-Rússum á næstu mánuðum, í undankeppni heimsmeistaramóta og í þjóðadeildinni. Eftir innrás Rússa í Úkraínu, og stuðnings Hvít-Rússa við hana, er vaxandi þungi á sérsambönd að útiloka Rússa frá keppni auk þess sem skorað er á landslið annarra ríkja að neita að taka þátt í fyrirhuguðum leikjum við rússnesk landslið. Þannig hafa Pólverjar til að mynda gefið út að þeir muni ekki mæta til leiks gegn Rússum í marsmánuði. Enn hafa engar slíkar yfirlýsingar verið gefnar út hér á landi.

Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik á að mæta Rússum hér heima 4. júlí næstkomandi í undankeppni heimsmeistaramótsins. Hannes Sigurbjörn Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, segir að enn hafi ekki verið rætt formlega innan sambandsins hvaða afstöðu það taki varðandi leikinn, enda var karlalandsliðið í verkefni nú um helgina þegar það mætti Ítalíu, fyrst á fimmtudagskvöld hér heima og svo úti á Ítalíu í gær. Því hafi öll orka farið í það verkefni. Hins vegar hafi menn rætt óformlega á milli sín.

„Enginn hefur áhuga á að mæta Rússum eins og staðan er núna. Það á ekki bara við um okkur Íslendinga, Norðurlandaþjóðirnar eru að tala saman og ég heyri að þar hefur enginn áhuga á að spila við Rússa,“ segir Hannes í samtali við Stundina.

„En það eru allir í kringum okkur sem hafa óbeit á þessum stríðsrekstri Rússa“
Hannes Sigurbjörn Jónsson
Formaður KKÍ

Boðaður er stjórnarfundur hjá KKÍ á mánudaginn eftir viku og segir Hannes að hann geri ráð fyrir að þá verði tekin ákvörðun um að íslensk landslið ætli ekki að mæta til leiks gegn landsliðum Rússlands. Í öllu falli verði ákveðið að skora á Alþjóða körfuknattleikssambandið (FIBA) að útiloka Rússa frá keppnum sambandsins. „Það hefur ekki verið tekin ákvörðun en eins og staðan er núna munum við ábyggilega gefa út yfirlýsingu um að við munum ekki mæta þeim. Við erum þó að pressa á FIBA um að taka þá ákvörðun að vísa Rússum úr keppninni. Þetta eru ennþá óformlega samtöl, þó veit ég að einhver lönd hafa sent þeim formleg erindi um það. Við munum senda FIBA erindi þess efnis og það hefur komið til tals að Norðurlöndin gera það sameiginlega.  Ég vona að FIBA taki aðra ákvörðun en FIFA, mér finnst alls ekki nógu langt gengið hjá FIFA.“

Hannes segir að hann hafi ekki rætt sérstaklega við leikmenn landsliðsins, þeir hafi enda haft hugann allan við leikinn gegn Ítalíu. „En það eru allir í kringum okkur sem hafa óbeit á þessum stríðsrekstri Rússa. Ég greini það mjög vel.“

KSÍ segir stöðuna gjörbreytta

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu á útileik gegn Hvíta-Rússlandi þann 7. apríl og karlalandsliðið mætir Rússum að óbreyttu ytra 10. júní. Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, ákvað að víkja Rússum ekki úr keppnum FIFA. Þess í stað var látið duga að setja Rússum skilyrði. Rússar megi eingöngu leika heimaleiki sína á hlutlausum völlum án áhorfenda, engir fánar verði leyfðir og þjóðsöngur Rússlands ekki leikinn. Þá fái liðin ekki að leika undir merkjum Rússlands heldur undir merkjum knattspyrnusambands Rússlands. FIFA hefur þó sagt að ekki sé enn útilokað að Rússum verði vikið alfarið úr keppnum.

Þegar hafa nokkur knattspyrnusambönd gefið það út að þau muni ekki leika gegn Rússum. Pólska karlalandsliðið á leik gegn þeim 24. mars í Moskvu en hefur gefið út að liðið muni ekki mæta í þann leik. Enska knattspyrnusambandið hefur gefið út að ensk landslið muni ekki mæta rússneskum. Þá hafa leikmenn í einhverjum tilfellum gefið út samsvarandi yfirlýsingar.

Vanda Sigurgeirsdóttir, nýendurkjörinn formaður KSÍ,  gat ekki svarað fyrirspurn Stundarinnar sökum veikinda. Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri segir að verið að sé að skoða málin, einkum varðandi leikinn gegn Hvíta-Rússlandi sem er styttra í. „Staðan hefur gjörbreyst eftir innrásina, við erum að safna gögnum en það er ekkert ljóst ennþá.“

„Mér finnst það þurfa að koma sterklega til skoðunar, það er ekkert leyndarmál“
Hafsteinn Pálsson, 2. varaforseti ÍSÍ
um hvort sambandið eigi að beita sér fyrir því að íþróttakappleikir gegn Rússum verði sniðgengnir.

Hafsteinn Pálsson, 2. varaforseti Íþrótta- og ólympíusambands Íslands (ÍSÍ), hefur á sinni eigin Facebook-síðu lýst mikill samstöðu með Úkraínu og andstöðu við innrás Rússa. Spurður hvort það hafi farið fram umræða innan ÍSÍ um málið, og hvort komi til greina að gefa út yfirlýsingu þar sem sérsambönd verði hvött til að sniðganga íþróttakappleiki gegn Rússum svaraði Hafsteinn því til að boðaður sé stjórnarfundur á fimmtudaginn. Ekki sé komin dagskrá fyrir þann fund svo hann viti ekki hvort málið komi þar til umræðu. Spurður hvort hann sé þeirrar skoðunar að ÍSÍ ætti að beita sér með þeim hætti svaraði Hafsteinn: „Mér finnst það þurfa að koma sterklega til skoðunar, það er ekkert leyndarmál.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
2
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár