Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

„Enginn hefur áhuga á að mæta Rússum“

Formað­ur KKÍ seg­ir all­ar lík­ur á að sam­band­ið muni gefa út yf­ir­lýs­ingu um að lands­l­ið Ís­lands í körfuknatt­leik muni ekki mæta Rúss­um. Stutt er í leik kvenna­lands­liðs­ins í knatt­spyrnu gegn Hvít-Rúss­um.

„Enginn hefur áhuga á að mæta Rússum“
Munu væntanlega ekki mæta Rússum Hannes Sigurbjörn Jónsson segir líklegt að KKÍ gefi út yfirlýsingu um að landslið Íslands muni ekki mæta þeim rússnesku. Hann vill þó sjá að Alþjóðakörfuknattleikssambandið vísi Rússum hreinlega úr keppni. Mynd: KKÍ

Íslensk landslið í knattspyrnu og í körfuknattleik ættu að mæta bæði Rússum og Hvít-Rússum á næstu mánuðum, í undankeppni heimsmeistaramóta og í þjóðadeildinni. Eftir innrás Rússa í Úkraínu, og stuðnings Hvít-Rússa við hana, er vaxandi þungi á sérsambönd að útiloka Rússa frá keppni auk þess sem skorað er á landslið annarra ríkja að neita að taka þátt í fyrirhuguðum leikjum við rússnesk landslið. Þannig hafa Pólverjar til að mynda gefið út að þeir muni ekki mæta til leiks gegn Rússum í marsmánuði. Enn hafa engar slíkar yfirlýsingar verið gefnar út hér á landi.

Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik á að mæta Rússum hér heima 4. júlí næstkomandi í undankeppni heimsmeistaramótsins. Hannes Sigurbjörn Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, segir að enn hafi ekki verið rætt formlega innan sambandsins hvaða afstöðu það taki varðandi leikinn, enda var karlalandsliðið í verkefni nú um helgina þegar það mætti Ítalíu, fyrst á fimmtudagskvöld hér heima og svo úti á Ítalíu í gær. Því hafi öll orka farið í það verkefni. Hins vegar hafi menn rætt óformlega á milli sín.

„Enginn hefur áhuga á að mæta Rússum eins og staðan er núna. Það á ekki bara við um okkur Íslendinga, Norðurlandaþjóðirnar eru að tala saman og ég heyri að þar hefur enginn áhuga á að spila við Rússa,“ segir Hannes í samtali við Stundina.

„En það eru allir í kringum okkur sem hafa óbeit á þessum stríðsrekstri Rússa“
Hannes Sigurbjörn Jónsson
Formaður KKÍ

Boðaður er stjórnarfundur hjá KKÍ á mánudaginn eftir viku og segir Hannes að hann geri ráð fyrir að þá verði tekin ákvörðun um að íslensk landslið ætli ekki að mæta til leiks gegn landsliðum Rússlands. Í öllu falli verði ákveðið að skora á Alþjóða körfuknattleikssambandið (FIBA) að útiloka Rússa frá keppnum sambandsins. „Það hefur ekki verið tekin ákvörðun en eins og staðan er núna munum við ábyggilega gefa út yfirlýsingu um að við munum ekki mæta þeim. Við erum þó að pressa á FIBA um að taka þá ákvörðun að vísa Rússum úr keppninni. Þetta eru ennþá óformlega samtöl, þó veit ég að einhver lönd hafa sent þeim formleg erindi um það. Við munum senda FIBA erindi þess efnis og það hefur komið til tals að Norðurlöndin gera það sameiginlega.  Ég vona að FIBA taki aðra ákvörðun en FIFA, mér finnst alls ekki nógu langt gengið hjá FIFA.“

Hannes segir að hann hafi ekki rætt sérstaklega við leikmenn landsliðsins, þeir hafi enda haft hugann allan við leikinn gegn Ítalíu. „En það eru allir í kringum okkur sem hafa óbeit á þessum stríðsrekstri Rússa. Ég greini það mjög vel.“

KSÍ segir stöðuna gjörbreytta

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu á útileik gegn Hvíta-Rússlandi þann 7. apríl og karlalandsliðið mætir Rússum að óbreyttu ytra 10. júní. Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, ákvað að víkja Rússum ekki úr keppnum FIFA. Þess í stað var látið duga að setja Rússum skilyrði. Rússar megi eingöngu leika heimaleiki sína á hlutlausum völlum án áhorfenda, engir fánar verði leyfðir og þjóðsöngur Rússlands ekki leikinn. Þá fái liðin ekki að leika undir merkjum Rússlands heldur undir merkjum knattspyrnusambands Rússlands. FIFA hefur þó sagt að ekki sé enn útilokað að Rússum verði vikið alfarið úr keppnum.

Þegar hafa nokkur knattspyrnusambönd gefið það út að þau muni ekki leika gegn Rússum. Pólska karlalandsliðið á leik gegn þeim 24. mars í Moskvu en hefur gefið út að liðið muni ekki mæta í þann leik. Enska knattspyrnusambandið hefur gefið út að ensk landslið muni ekki mæta rússneskum. Þá hafa leikmenn í einhverjum tilfellum gefið út samsvarandi yfirlýsingar.

Vanda Sigurgeirsdóttir, nýendurkjörinn formaður KSÍ,  gat ekki svarað fyrirspurn Stundarinnar sökum veikinda. Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri segir að verið að sé að skoða málin, einkum varðandi leikinn gegn Hvíta-Rússlandi sem er styttra í. „Staðan hefur gjörbreyst eftir innrásina, við erum að safna gögnum en það er ekkert ljóst ennþá.“

„Mér finnst það þurfa að koma sterklega til skoðunar, það er ekkert leyndarmál“
Hafsteinn Pálsson, 2. varaforseti ÍSÍ
um hvort sambandið eigi að beita sér fyrir því að íþróttakappleikir gegn Rússum verði sniðgengnir.

Hafsteinn Pálsson, 2. varaforseti Íþrótta- og ólympíusambands Íslands (ÍSÍ), hefur á sinni eigin Facebook-síðu lýst mikill samstöðu með Úkraínu og andstöðu við innrás Rússa. Spurður hvort það hafi farið fram umræða innan ÍSÍ um málið, og hvort komi til greina að gefa út yfirlýsingu þar sem sérsambönd verði hvött til að sniðganga íþróttakappleiki gegn Rússum svaraði Hafsteinn því til að boðaður sé stjórnarfundur á fimmtudaginn. Ekki sé komin dagskrá fyrir þann fund svo hann viti ekki hvort málið komi þar til umræðu. Spurður hvort hann sé þeirrar skoðunar að ÍSÍ ætti að beita sér með þeim hætti svaraði Hafsteinn: „Mér finnst það þurfa að koma sterklega til skoðunar, það er ekkert leyndarmál.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
„Hann sagðist ekki geta meir“
6
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár