Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

„Það er alls ekki innrás,“ segir sendiherra Rússlands á Íslandi

Sendi­herra Rússa seg­ir nasísk öfl vera í Úkraínu og seg­ir að sprengi­árás­ir og straum­ur rúss­neskra her­deilda inn í Úkraínu sé ekki inn­rás.

„Það er alls ekki innrás,“ segir sendiherra Rússlands á Íslandi
Mik­haíl V. Noskov Sendiherra Rússlands á Íslandi endurtekur skýringar Vladimirs Pútíns og segir hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu ekki vera innrás. Mynd: Skjáskot / RÚV

„Það er alls ekki innrás á yfirráðasvæði Úkraínu,“ segir sendiherra Rússlands gagnvart Íslandi, Mik­haíl V. Noskov, um aðgerðir Rússa í Úkraínu sem Vladimir Pútín Rússlandsforseti kallaði friðargæslu, eftir að hafa þráfaldlega neitað síðustu vikur að liðssöfnuður við landamæri Úkraínu væri vegna fyrirhugaðrar innrásar. 

Sprengingar hafa dunið víða um Úkraínu í dag og hafa hersveitir Rússa streymt inn í landið úr suðri, austri og frá Hvíta-Rússlandi í norðri, þar sem Pútín sagði áður að þær væru við heræfingar en ekki vegna áforma um innrás.

Sendiherrann segir í samtali við Ríkisútvarpið í kvöld að ekki sé um innrás að ræða og að um sé að ræða viðbrögð við sérstökum aðstæðum rússneskra borgara. Í síðustu viku hóf Pútín að saka Úkraínu um þjóðarmorð gegn Rússum í Donbass, í austurhluta landsins.

Þið vitið hvaða atburðir leiddu til þessarar ákvörðunar Pútíns forseta. Hann vísaði til sérstakra aðstæðna rússneskra borgara þann 22. febrúar. Þar sagði hann frá áætlunum vegna aðstæðna í Úkraínu og fjallaði ítarlega um hvað gerst hefði í Úkraínu síðastliðin átta ár.

Yfirlýsing Rússa um að ekki sé innrás, hefur verið endurómuð af Kínverjum.

Óhræddur við refsiaðgerðir

Sendiherra Rússa óttast ekki refsiaðgerðir. „Við höfum lifað við refsiaðgerðir, ekki aðeins frá 2014, heldur einnig á Sovéttímanum, á áttunda áratugnum, á níunda áratugnum og efnahagur okkar hefur aðlagast vel refsiaðgerðum síðustu átta ára. Þessar refsiaðgerðir sem nú eru framundan gætu vissulega haft áhrif á rússneskan efnahag, en ég bendi á að þær hafa meiri áhrif á ríkin sem beita þeim.“

Segir „nasísk öfl“ vera í Úkraínu

Noskov sendiherra ræddi einnig við fréttir Stöðvar 2. Þar endurtók hann ásakanir Pútín, sem sagði Úkraínu vera nasistaríki og að Rússar vildu hreinsa nasismann úr landinu. Spurður hvort hann tryði því að aðrir myndu leggja trúnað á þessar skýringar, en forseti Úkraínu er Gyðingur, sagði hann: „Það er undir ykkur komið að ákveða það. En við höfum staðreyndirnar og fyrir okkur er það algerlega skýrt að það eru nasísk öfl í Úkraínu. Við sjáum að ríkisstjórn Úkraínu og úkraínsk yfirvöld gera ekkert til að bæla niður þessi nasísku öfl.“

Í dag mótmæltu hundruðir „ofbeldi og yfirgangi“ Rússa gegn Úkraínu fyrir framan sendiráð þeirra í Túngötu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (11)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Með sömu rökum þá gerði Hitler ekki innrás í Sovétríkin. Rússar hafa nú eignast sinn Hitler.
    2
  • GH
    Guðmundur Harðarson skrifaði
    Það er kannski við hæfi að reka sendiherrann aftur til Rússlands með þeim skilaboðum að það sé alls ekki verið að vísa honum heim, heldur sé hann bara að fara í sumarfrí.
    2
  • Sigurður Þórarinsson skrifaði
    Auðvitað er þetta ekkert annað en innrás... hvernig sem á það er litið. Hins vegar eru nasísk öfl í Úkraínu þessi dægrin, öfl sem ,,frjálsum" fjölmiðlum ,,siðaðra" vesturvelda er fullkunnugt um:

    https://www. thetimes.co. uk/article/neo-nazis-give-kiev-a-last-line-of-defence-in-the-east-0csqncjv3hd
    1
    • Unnsteinn Óskar Guðmundsson skrifaði
      https://en.wikipedia.org/wiki/Neo-Nazism
      Þú veist líklega að Zelensky er gyðingur ásamt fleirum í stjórninni.

      Ég held að Pútín sé minnst hræddur við nato og öryggi rússlands.
      Hann er hræddur við lýðræði.Það er farið að þrengja að honum.
      Þegar Belarus varð lýðræðinu næstum að bráð ákvað hann að verja sig.
      Því spilltir einræðisherrar vita sem er að ef lýðræðið sigrar ,þá þurfa þeir líklega að dvelja á svipuðum stað og Alexei Navalny það sem eftir er.
      2
    • Sigurður Þórarinsson skrifaði
      Veit allt um það að Úkraínuforseti sé Gyðingur hr. Unnsteinn. Það breytir samt sem áður engu varðandi það að þarna eru nasísk öfl á ferð sem hann einfaldlega ræður ekki við:

      http://www. informationclearinghouse. info/56947.htm
      0
    • Unnsteinn Óskar Guðmundsson skrifaði
      Það er einfaldlega ekki hægt að réttlæta þessa innrás,Punktur.
      1
    • Sigurður Þórarinsson skrifaði
      Enda er engin að því hér hr. Unnsteinn. Kv
      0
    • Unnsteinn Óskar Guðmundsson skrifaði
      Það er gott að lesa.Þegar 45 milljóna manna þjóð er að stíga sín fyrstu skref í lýðræði þá á hún þetta ekki skilið.
      0
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Ef einhver minnir á nasista þá er það einræðisherrann Putin
    1
    • Borgþór Jónsson skrifaði
      Það er merkileg skilgreining ykkar Kratanna á Nasisma.
      Í Úkrainu ganga menn um í löngum bunum með hakakrossa um öxl og drepa fólk ,banna stjórnmálaflokka og hneppa stjórnarandstöðuna í fangelsi ,en samkvæmt ykkur Krötunumm eru þetta lýðræðissinnar.
      En ef einhver syngur Ísland öögrum skorið er hann Nasisti.

      Enginn andaði út orði meðan lýðræðissinnarnir með hakakrossana sláturðu 14.000 manns á Donbasssvæðinu.
      Kannski er ekki rétt að segja að menn hafi ekki andað út orði.
      Það fóru halarófur stjórnmálamanna héðan til að lýsa stuðningi við athæfið.
      Nú þegar það er verið að reyna að stoppa þetta af míga allir niðurúr af vandlætingu.
      0
    • Unnsteinn Óskar Guðmundsson skrifaði
      https://en.wikipedia.org/wiki/Casualties_of_the_Russo-Ukrainian_War
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Úkraínustríðið

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
4
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár