Arion banki er meðvitaður um þá ábyrgð sem hvílir á bankanum vegna mögulegrar enduropnunar kísilversins í Helguvík. Þetta kemur fram í svörum frá Arion til Stundarinnar. „Við gerum okkur grein fyrir því að það felst í því mikil ábyrgð að selja verksmiðjuna til aðila sem hyggst reka kísilverksmiðju í Helguvík. Bankinn tekur þá ábyrgð mjög alvarlega,“ segir í svörum bankans sem upplýsingafulltrúi hans, Haraldur Guðni Eiðsson, sendir til Stundarinnar.
Bankinn gaf út sjálfbærniskýrslu nú í febrúar þar sem fjallað er um ábyrgð bankans í umhverfismálum og það hvernig bankinn getur lagt sín lóð á vogarskálarnar með því að lána ekki fjármuni til umhverfisspillandi starfsemi eða fjárfestinga. Enduropnun kísilversins og hagsmunir Arion í þeirri starfsemi ríma ekki vel við þá stefnu sem þar er kynnt.
Yfirtók verksmiðjuna vegna lána til fjárfesta
Arion reynir nú að selja verksmiðjuna, sem er 15 til …
Athugasemdir (1)