Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Myndband frá Dýrafirði sýnir eldislöxum Arctic Fish skóflað í dýrafóður

Starfs­menn Arctic Fish hafa stað­ið í ströngu síð­ustu vik­urn­ar við að hreinsa upp dauð­an eld­islax úr sjókví­um fyr­ir­tæk­is­ins. End­an­legt um­fang laxa­dauð­ans ligg­ur ekki fyr­ir eins og er og verð­ur ekki gef­ið upp, seg­ir Daní­el Jak­obs­son.

Myndband frá Dýrafirði sýnir eldislöxum Arctic Fish skóflað í dýrafóður

Myndir og myndband sem tekin voru á Þingeyri fyrir helgi sýna hvernig dauðum eldislöxum úr eldiskvíum Arctic Fish er safnað saman og skóflað í dýrafóður. Starfsmenn Arctic Fish hafa unnið við að hreinsa dauðfiskinn úr tveimur sjókvíum Arctic Fish síðustu vikurnar. Ástæður laxadauðans eru samverkandi þættir eins og vetrarkuldinn og veðurfarið hér á landi nú í ársbyrjun en þegar kalt geta myndast sár á eldisfiskunum sem draga þá til dauða. 

Umfang laxadauðans er miklu meira en Arctic Fish spáði fyrir um í lok janúar en þá sagði félagið að um væri að ræða um 3 prósent af framleiðslu fyrirtækisins. Nú liggur fyrir að laxadauðinn gæti verið allt að tíföld sú tala. Um er að ræða 300 til 400 þúsund eldislaxa í sláturstærð, 5 til 7 kíló hver. 

Dauðfiski skóflað í dýrafóðurMyndbandið sýnir hvernig dauðum eldislöxum er skóflað í karavís í dýrafóður. Tvo norsk skip frá fyrirtækinu Hordafor hafa verið hér á landi til að vinna og flytja dýrafóðrið auk þess sem sláturskipið Norwegian Gannet hefur verið hér á landi.

Stundin hefur greint ítrekað frá laxadauðanum á Þingeyri síðustu vikurnar.

Endanlegt umfang laxadauðans óljóst

Laxadauðinn leiddi til þess að eigandi Arctic Fish, Norway Royal Salmon, sendi frá sér tilkynningu. Ástæðan er sú að fyrirtækið er skráð á markað í Noregi og þarf að greina frá slíkum upplýsingum um dóttur- og hlutdeildarfélög sín opinberlega. 

Í tilkynningunni sagði: „Arctic Fish hefur upplifað alvarleg líffræðileg vandamál í tveimur af eldisstæðum sínum í Dýrafirði, á Íslandi. Umfang laxadauðans er til skoðunar en samkvæmt áætlunum mun hann vera 1,5 til 2 þúsund tonn af stórum fiski sem var í sláturstærð og tilbúinn fyrir markaðinn.“ 

Arctic Fish hefur á þessu stigi ekki viljað tjá sig frekar um umfang tjónsins og vísar til þess að fyrirtækið er skráð á markað. Um þetta sagði Daníel Jakobsson, ráðgjafi í sérverkefnum  og oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Ísafjarðar, við Stundina í síðustu viku: „Ég get því miður ekki látið hafa neitt eftir mér um það. Það er vegna þess að við erum skráð á markað og þá þurfa þær upplýsingar að koma jafnt til allra. Við erum tryggð að hluta, það er verið að fara þann hluta og svo er enn óvíst hversu mikið okkur tekst að slátra auk annarra óvissuþátta. Þær upplýsingar verða tilkynntar þegar að þær liggja fyrir.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umdeilt frumvarp matvælaráðherra um lagareldi bíður líklega næsta þings
FréttirLaxeldi

Um­deilt frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi bíð­ur lík­lega næsta þings

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og vara­formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, seg­ir að enn sé ver­ið að ræða við hags­mun­að­ila út af lagar­eld­is­frum­varp­inu. Hann seg­ir lík­legra en ekki að frum­varp­ið bíði næsta þings. Frum­varp­ið er um­deilt og hafa mat­væla­ráð­herr­ar Vinstri grænna ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir það.
Búið að ráða nýjan mann í starfið hjá MAST eftir innanhúsátök
FréttirLaxeldi

Bú­ið að ráða nýj­an mann í starf­ið hjá MAST eft­ir inn­an­húsátök

Mat­væla­stofn­un hef­ur ákveð­ið að Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir verði nýr sviðs­stjóri yf­ir með­al ann­ars lax­eldi hjá stofn­un­inni. Átök urðu inn­an­húss hjá stofn­un­inni eft­ir að Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn í starf­ið en hann hafði með­al ann­ars skrif­að grein­ar þar sem hann lýsti yf­ir stuðn­ingi við sjókvía­eldi sem at­vinnu­grein.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
1
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
3
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
4
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár