Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Fór ekki sami maður af vettvangi

Það var fyr­ir til­vilj­un sem Haf­steinn Sveins­son ákvað að fæða fugl­ana við Tjörn­ina en þetta er þriðji vet­ur­inn sem hann ger­ir það helst alla daga.

Fór ekki sami maður af vettvangi

Fyrir þremur árum renndi ég hérna niður að Tjörn með eitt óskorið brauð sem var orðið of gamalt í ísskápnum hjá mér. Ég fór með það niður að Tjörn svo það færi ekki til einskis. Þá gerði ég mér grein fyrir því hvers konar hugur var hér við Tjörnina. Ég fór ekki sami maður af vettvangi.

Svo ég tók mig til og hef gefið fuglunum í þrjá vetur. Ég geri það yfirleitt daglega ef það er stillt veður. Ef það er hávaðarok þá sleppi ég því vegna þess að brauðmolarnir hverfa í vindinn. Á öllum góðviðrisdögum reyni ég að gefa þeim. Þetta eru svo banhungraðar verur hér við hliðina á okkur og engu sinnt. Það liggur við að maður tárfelli þegar maður horfir á hvað þetta eru hungraðir fuglar hérna.

Eins og ég segi þá er þetta þriðji veturinn sem ég gef þeim nánast á hverjum einasta degi allan veturinn. Þeir þekkja mig orðið það ótrúlega vel að ég hef staðið mig að því að kalla grágæs af eggjum til að koma upp að fótum mér til að þiggja brauð. Það er ótrúlegt. Villta grágæs. Svona er þetta, lífið er margslungið og skrítið, það er það.

Brauðið fæ ég í bakarí og stórmörkuðum. Í Garðabæ fæ ég brauð. Það er heilmikil vinna að ná í brauð, þetta eru svo margir svangir munnar. Allt klárast. Alveg sama hvað þú kemur með, allt klárast það á augabragði.

Ég er fæddur Rangæingur og ólst upp í Rangárþingi, þannig að ég var strax í æsku bundinn náttúrunni sterkum böndum. Í gegnum tíðina hef ég séð hvers konar undur lífríkið er í kringum okkur. Svo þroskast maður með árunum og skilur betur tilveruna í kringum sig heldur en á æskuárunum, það er bara þannig.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
4
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.
Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
6
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár