Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Fór ekki sami maður af vettvangi

Það var fyr­ir til­vilj­un sem Haf­steinn Sveins­son ákvað að fæða fugl­ana við Tjörn­ina en þetta er þriðji vet­ur­inn sem hann ger­ir það helst alla daga.

Fór ekki sami maður af vettvangi

Fyrir þremur árum renndi ég hérna niður að Tjörn með eitt óskorið brauð sem var orðið of gamalt í ísskápnum hjá mér. Ég fór með það niður að Tjörn svo það færi ekki til einskis. Þá gerði ég mér grein fyrir því hvers konar hugur var hér við Tjörnina. Ég fór ekki sami maður af vettvangi.

Svo ég tók mig til og hef gefið fuglunum í þrjá vetur. Ég geri það yfirleitt daglega ef það er stillt veður. Ef það er hávaðarok þá sleppi ég því vegna þess að brauðmolarnir hverfa í vindinn. Á öllum góðviðrisdögum reyni ég að gefa þeim. Þetta eru svo banhungraðar verur hér við hliðina á okkur og engu sinnt. Það liggur við að maður tárfelli þegar maður horfir á hvað þetta eru hungraðir fuglar hérna.

Eins og ég segi þá er þetta þriðji veturinn sem ég gef þeim nánast á hverjum einasta degi allan veturinn. Þeir þekkja mig orðið það ótrúlega vel að ég hef staðið mig að því að kalla grágæs af eggjum til að koma upp að fótum mér til að þiggja brauð. Það er ótrúlegt. Villta grágæs. Svona er þetta, lífið er margslungið og skrítið, það er það.

Brauðið fæ ég í bakarí og stórmörkuðum. Í Garðabæ fæ ég brauð. Það er heilmikil vinna að ná í brauð, þetta eru svo margir svangir munnar. Allt klárast. Alveg sama hvað þú kemur með, allt klárast það á augabragði.

Ég er fæddur Rangæingur og ólst upp í Rangárþingi, þannig að ég var strax í æsku bundinn náttúrunni sterkum böndum. Í gegnum tíðina hef ég séð hvers konar undur lífríkið er í kringum okkur. Svo þroskast maður með árunum og skilur betur tilveruna í kringum sig heldur en á æskuárunum, það er bara þannig.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár