Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Ljósmyndir sýna stórfelldan laxadauða hjá Arctic Fish á Þingeyri

Mynd­ir sem tekn­ar voru á Þing­eyri í gær sýna laxa­dauð­ann sem fyr­ir­tæk­ið Arctic Fish glím­ir við þar í kjöl­far veð­urs­ins sem geis­að hef­ur á Vest­fjörð­um. Fjöl­mörg kör af mis­mun­andi illa förn­um og sund­ur­tætt­um eld­islaxi eru tæmd í norskt skip sem vinn­ur dýra­fóð­ur úr eld­islax­in­um. Arctic Fish hef­ur sagt að laxa­dauð­inn í sjókví­um fyr­ir­tæk­is­ins kunni að nema 3 pró­sent­um en ljóst er að hann er miklu meiri en það.

Ljósmyndir sýna stórfelldan laxadauða hjá Arctic Fish á Þingeyri
Miklu meiri laxadauði en 3 prósent Á myndinni sést lyftari við bryggjuna á Þingeyri hella úr fiskikari með dauðum eldislaxi sem svo er færður í norskt skip sem vinnur dýrafóður úr dauðfiskinum. Laxadauðinn hjá Arctic Fish er miklu meiri en þau þrjú prósent sem fyrirtækið hefur spáð fyrir um. Laxinn er á myndinni er illa farinn og hefur hann legið í sjókvíunum í 2-3 daga og úldnað og tæst í sundur. Mynd: Stundin

Ljósmyndir sem teknar voru við höfnina á Þingeyri í gær sýna þann stórfellda dauða á eldislöxum sem fyrirtækið Arctic Fish glímir við í sjókvíum sínum í Dýrafirði.

Laxadauðinn er afleiðing af veðrinu sem geisað hefur á Vestfjörðum en kuldi og veltingur í sjókvíum skapa slæm lífsskilyrði fyrir eldislaxa sem geta fengið vetrarsár þegar þeir nuddast upp við kvíarnar. Ef eldislaxarnir verða sárugir eru þeir ekki hæfir til manneldis og drepast í kvíunum.

Slíkur eldislax sem drepst vegna veðurs eða sjúkdóma í sjókvíum er kallaður dauðfiskur.

Eldislax í sláturstærðEldislaxinn sem drepist hefur í sjókvíunum í Dýrafirði.

Lýsing á dauðfiski og söfnun hans

Fyrrverandi starfsmaður eins af stóru íslensku laxeldisfyrirtækjunum lýsir laxadauðanum í sjókvíum með eftirfarandi hætti - maðurinn vill ekki láta nafns síns getið: „Þegar laxinn drepst í nótinni þá botnfellur hann. Svo er honum dælt upp af botninum með aðferð sem heitir „lift up“ og þá fer hann í kör. Hluti af þessu er fiskur sem er mjög illa farinn og skemmdur á hausnum, augun farin, en áður en hann drepst flýtur hann upp og getur svamlað í yfirborðinu í jafnvel sólarhring áður en hann drepst. Sá fiskur sem lítur verst út og er í tætlum er fiskur sem er búinn að liggja lengur og flóin er búin að vinna á honum. Fiskurinn verður svona eftir tvo til þrjá daga, roðið er farið af honum og hann verður úldinn. Fiskarnir sem líta betur út eru nýdauðir,“ segir starfsmaðurinn fyrrverandi sem vann meðal annars við að safna dauðfiski úr sjókvíum.

„Það er mjög mismunandi af hverju þessir fiskar drepast. Sumir drepast af vetrarsárum. Oftast fá þeir sár á hausinn eftir að hafa siglt utan í netið og það grær ekki í þessum kulda heldur stækkar bara og stækkar þar til hausinn er eiginlega alveg farinn. Það eru þrengsli í nótinni og þegar þeir fá þessi vetrarsár þá eru þeir dauðadæmdir.“

Fullt af körumÁ höfninni á Þingeyri eru raðir af fiskikörum sem eru full af dauðum eldislaxi sem nota á í dýrafóður. Eldislaxinn hefur drepist í sjókvíum Arctic Fish vegna veðurs.

Fiskikör sem full eru af dauðfiski sem ekki verður nýttur til manneldis standa á bryggjunni. Körin eru tæmd í skip frá norska fyrirtækinu Hordafor sem vinnur meltu, dýrafóður, úr dauðfiskinum. Arctic Fish fær með því móti eitthvað fyrir eldislaxinn sem drepst í kvíunum og hægt er að nýta hráefnið með einhverjum hætti. 

Laxinum safnað samanÁ myndinni sést þjónustubátur Arctic Fish safna saman mismunandi illa leiknum dauðfiski úr einniaf kvíum fyrirtækisins í Dýrafirði.

Daníel: Umfang laxadauðans óljóst

Eins og Stundin fjallaði um í gær er laxadauðinn hjá Arctic Fish í Dýrafirði mun meiri en fyrirtækið áætlaði í lok janúar.

Daníel Jakobsson, starfsmaður Arctic Fish og oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Ísafjarðar, sagði þá við Stundina aðspurður. „Afföll sem þessi koma því miður upp en eru mun meiri en reiknað er með í áætlunum okkar. Sá fiskur sem um ræðir var í mjög góðu ástandi um áramót og stefndi þessi kynslóð í að verða ein sú besta sem um getur þegar kemur að afföllum og vexti.  Ástæðurnar fyrir afföllum liggja ekki fyrir en eru líklega samspil áreitis á fiskinn, s.s. veðurs, flutnings og meðhöndlunar á fiskinum í sambland við 1 gráðu kaldan sjó.“

„Við höfum tilkynnt að hann gæti numið um 3% af lífmassa sem væru 300 tonn, en ljóst er að það verður meira.“
Daníel Jakobsson, starfsmaður Arctic Fish

Út frá myndunum frá Þingeyri að dæma er ljóst að laxadauðinn hjá fyrirtækinu er umtalsverður. Daníel gat ekki svarað því í gær hversu mikill hann væri:  „Það liggur ekki fyrir endanlega. Við höfum tilkynnt að hann gæti numið um 3% af lífmassa sem væru 300 tonn, en ljóst er að það verður meira, þetta hefur verið að gerast frá áramótum og þó dregið hafi úr þessu eru afföll enn veruleg. Fiskurinn var kominn í sláturstærð sem er um 5 kg. Það er hinsvegar ekki mikið um eiginleg vetrarsár á fiskinum og það sem við erum að slátra fer um allt í fyrsta og annan gæðaflokk.“ 

Samkvæmt svörum Daníels er því ekki hægt að fullyrða nokkuð um umfang laxadauðans í Dýrafirði á þessu stigi málsins. 

Sjóvkvíarnar í DýrafirðiÁ myndinni sjást sjókvíarnar hjá Arctic Fish í Dýrafirði.

Laxadauði allt að 20 prósentum

Maðurinn sem starfaði hjá laxeldisfyrirtæki á Íslandi segir að þegar hann vann í greininni hafi laxadauðinn verið í kringum 15 prósent en hafi farið upp í 20 prósent yfir árið þegar verst lét. „Þumalputtareglan í þessu er að ef laxadauðanum er haldið undir 10 prósentum þá eru allir sáttir en ef hann er kominn yfir 15 prósent þá eru menn ósáttir,“ segir maðurinn en samkvæmt honum þá þessi laxadauði ákveðið feimnismál á Íslandi. 

Maðurinn segir að laxadauði á Íslandi sé meiri en í Noregi. „Úti í Noregi yrði allt vitlaust ef laxadauðinn væri svona mikill. Þetta helgast af því að Íslendingar hugsa meira um magn en gæði. Það er sett allt of mikið af fiski í næturnar og þrengslin verða of mikil,“ segir hann. 

Býr til dýrafóðurSkipið Hordafor VII er á Þingeyri og býr til dýrafóður úr eldislaxinum sem drepst í kvíunum í Dýrafirði.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • jon petur kristjansson skrifaði
    Netin í sjókvíaeldi ættu að vera Appelsínugul og sjóstraumar ættu að vera mældir áður en leyfi eru veitt fyrir sjókvíaeldum , það virðist vanta lög á Íslandi sem hafa áhrif á það hversu mikið sé af fiski í þessa og hina stærð af sjókvíum og MAST ætti að gera eitthvað í þessum málum bara strax !!!
    0
  • BH
    Bjarki Hilmarsson skrifaði
    Og hver eru viðbrögð eftirlits-stofnana?
    0
  • Fjölnir Baldursson skrifaði
    þetta eru 10 tonn sem maður sér á myndinni.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umdeilt frumvarp matvælaráðherra um lagareldi bíður líklega næsta þings
FréttirLaxeldi

Um­deilt frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi bíð­ur lík­lega næsta þings

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og vara­formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, seg­ir að enn sé ver­ið að ræða við hags­mun­að­ila út af lagar­eld­is­frum­varp­inu. Hann seg­ir lík­legra en ekki að frum­varp­ið bíði næsta þings. Frum­varp­ið er um­deilt og hafa mat­væla­ráð­herr­ar Vinstri grænna ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir það.
Búið að ráða nýjan mann í starfið hjá MAST eftir innanhúsátök
FréttirLaxeldi

Bú­ið að ráða nýj­an mann í starf­ið hjá MAST eft­ir inn­an­húsátök

Mat­væla­stofn­un hef­ur ákveð­ið að Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir verði nýr sviðs­stjóri yf­ir með­al ann­ars lax­eldi hjá stofn­un­inni. Átök urðu inn­an­húss hjá stofn­un­inni eft­ir að Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn í starf­ið en hann hafði með­al ann­ars skrif­að grein­ar þar sem hann lýsti yf­ir stuðn­ingi við sjókvía­eldi sem at­vinnu­grein.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár