„Þetta er dálítið sérstakt,“ sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri í morgun, þegar hann kynnti að meginvextir bankans færu úr 2% í 2,75%, í stóru skrefi til að kæla verðbólgu dagsins í dag og komandi mánaða, en sú verðbólga orsakast að mestu af hækkandi húsnæðisverði sem er að hluta afsprengi vaxtalækkunar Seðlabankans árið 2020.
Það sem Ásgeir telur vera sérstakt er að kaupmáttur almennings hefur aukist, fasteignaverð snarhækkað og þar með eigið fé almennings að meðaltali, á sama tíma og kreppa hefur verið yfirstandandi síðustu tvö ár. Sumir segja að það sé vegna þess að Seðlabankinn hafi gengið of langt, en Ásgeir vísaði því á bug.
„Við horfum fram á það að faraldurinn sé búinn, að við séum að horfa á nýtt líf eftir faraldurinn og við verðum þá komin á sama vaxtastig. Á þessum tíma, á tveimur árum, var gríðarlega mikill samdráttur. Atvinnuleysi fór í 12%, að mig minnir, og það …
rýrnar kaupmátturinn um heilann helling og þetta verður allt tekið fyrir í næstu kjarasamning