Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Hvað gerist næst? Funheitt hagkerfi Íslands fer í uppsveiflu

Lík­legt er að greiðsl­ur af óverð­tryggð­um hús­næð­is­lán­um með breyti­lega vexti hækki strax um tugi þús­unda á mán­uði eft­ir að Seðla­bank­inn hækk­aði meg­in­vexti.

„Þetta er dálítið sérstakt,“ sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri í morgun, þegar hann kynnti að meginvextir bankans færu úr 2% í 2,75%, í stóru skrefi til að kæla verðbólgu dagsins í dag og komandi mánaða, en sú verðbólga orsakast að mestu af hækkandi húsnæðisverði sem er að hluta afsprengi vaxtalækkunar Seðlabankans árið 2020.

Það sem Ásgeir telur vera sérstakt er að kaupmáttur almennings hefur aukist, fasteignaverð snarhækkað og þar með eigið fé almennings að meðaltali, á sama tíma og kreppa hefur verið yfirstandandi síðustu tvö ár. Sumir segja að það sé vegna þess að Seðlabankinn hafi gengið of langt, en Ásgeir vísaði því á bug.

„Við horfum fram á það að faraldurinn sé búinn, að við séum að horfa á nýtt líf eftir faraldurinn og við verðum þá komin á sama vaxtastig. Á þessum tíma, á tveimur árum, var gríðarlega mikill samdráttur. Atvinnuleysi fór í 12%, að mig minnir, og það …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Lárus Andri Jónsson skrifaði
    Enn og aftur skal almenningur borga brúsann,hélt að áj væri að hugsa um hag almennings,en það er greynilega EKKI
    -1
  • Árni Ingi Ríkharðsson skrifaði
    Þegar seðlabankinn hækkar vexti og húsnæðisliðurinn er en inn í vísitölunni þá rí
    rýrnar kaupmátturinn um heilann helling og þetta verður allt tekið fyrir í næstu kjarasamning
    -1
  • ADA
    Anna Dóra Antonsdóttir skrifaði
    Seðlabankastjóri er afleitur spámaður, honum hefur ekkert farið fram síðan hann var í greiningardeild Kaupþings forðum daga, þá spáði hann batnandi tíð en bankinn kom í hausinn á okkur daginn eftir. Nú held ég að væri rétt að fá bollaspákonur og -menn á vettvang.
    -1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár