Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

662. spurningaþraut: Virgil og Virgil og Nona Gaprindasvíli

662. spurningaþraut: Virgil og Virgil og Nona Gaprindasvíli

Fyrri aukaspurning:

Hvað er konan á málverki þessu kölluð?

***

Aðalspurningar:

1.  Um daginn var spurt hvaða ríki hefði lengstu strandlengju í heimi. En hvaða ríki í veröldinni hefur STYSTU strandlengjuna?

2.  Hvar skyldi Ísland vera í röðinni yfir lengstu strandlengju allra ríkja í heimi? Er Ísland í 5. sæti — 10. sæti — 15. sæti — 20. sæti — eða 25. sæti?

3.  Sigvaldi Guðjónsson — hvað fæst hann við í lífinu?

4.  Hver samdi Hnotubrjótinn?

5.  Hvað merkir hugtakið að vera pansexúal?

6.  Nona Gaprindasvíli heitir kona ein frá Georgíu. Hún er nú áttræð að aldri en er að hefja málarekstur frá streymisveitunni Netflix. Málið snýst um seríuna Queen's Gambit þar sem minnst var á Gaprindasvíli á niðrandi hátt að því er henni finnst, en Gaprindasvíli var á sínum afreksmanneskja í ... hverju?

7.  En við hvað fékkst Rómverjinn Virgil eða Vergilius Maro?

8.  Virgil van Dijk er aftur á móti fótboltamaður. Hann spilar í vörn Liverpool og hvaða landsliðs?

9.  Hver ekur eins og ljón með aðra hönd á stýri?

10.  Á stöðum sem nú heita Harappa og Móhenjo Daró voru tvær af elstu menningarborgum heimsins. Hvar voru þær nágrannaborgir — þokkalega nákvæmlega?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir eyjan sem sést hér fyrir miðri mynd?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Monaco.

2.  Ísland er í 25. sæti.

3.  Handbolta.

4.  Tsjækovskí.

5.  Laðast að fólki alveg óháð kyni þess.

6.  Skák.

7.  Skáldskap.

8.  Hollands.

9.  Bjössi.

10.  Í Indusdal, við Indusfljót. Það dugar ekki nema til hálfs stigs að segja Indland!

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Maya, fyrirsæta listmálarans Goya.

Á neðri myndinni má sjá Papey.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Emil Kristjánsson skrifaði
    9/2, vissi um Indusdalinn... en ef maður fær 1/2 stig fyrir að segja Indland þá hlýtur að maður að fá heilt stig fyrir að segja Pakistan. Bæði Harappa og Mohenjo Daro eru innan landamæra núverandi Pakistans. Og reyndar eru einhverjir 6 -700 kílómetrar á milli þeirra.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
5
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár