Þrjú skiluðu gögnum um formannsframboð á skrifstofu Eflingar í morgun. Það eru Ólöf Helga Adolfsdóttir, sem leiðir lista uppstillingarnefndar félagsins, Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður félagsins, og Guðmundur Baldursson, stjórnarmaður í Eflingu. Þau eru öll nátengd þeim átökum sem hafa verið um stjórn félagsins síðustu mánuði en Ólöf Helga tók við sem varaformaður félagsins í kjölfar þess að Sólveig Anna sagði af sér, meðal annars vegna harðra deilna við Guðmund.
Halldór Oddsson, formaður kjörstjórnar Eflingar, staðfestir að þessi þrjú framboð hafi skilað sér fyrir tilsettan tíma.
Í gær taldi einn frambjóðandinn að hann myndi ekki ná að uppfylla skilyrði þess að bjóða fram. Í morgun hafði hann þó náð yfir 120 undirskriftum félagsfólks sem lýsti yfir stuðningi við framboðslistann hans. Sólveig Anna sagði á Facebook frá því að hún hefði safnað um 400 undirskriftum. Guðmundur er ekki með sína tölu á hreinu. „Ég …
Athugasemdir