Kvikmyndin Munich – The Edge of War hefur vakið töluverða eftirtekt í sjónvarpsheimum upp á síðkastið, hér á Íslandi sem annars staðar. Þar er lýst fundi nokkurra Evrópuleiðtoga í München haustið 1938 þar sem lagt var á ráðin um morðið á hinu nýfrjálsa ríki Tékkóslóvakíu.
Myndin snýst þó ekki síst um þá staðreynd að ef leiðtogar Breta og Frakka hefðu staðið í lappirnar, neitað að beygja sig fyrir landvinningakröfum Hitlers og foringi Þýskalands þar af leiðandi hafið innrás í Tékkóslóvakíu, þá voru háttsettir menn innan þýska hersins tilbúnir til að fremja valdarán, setja Hitler af og/eða drepa hann.
Svo sannfærðir voru þeir um að stríð á þeim tímapunkti væri feigðarflan fyrir Þýskaland.
Valdaránið átti að hefjast um leið og Hitler fyrirskipaði innrás í Tékkóslóvakíu. En vegna þess að hann fékk Súdetahéruðin í Tékkóslóvakíu baráttulaust kom ekki til þess að foringinn gæfi þá skipun, og samsærið féll um sjálft sig.
Skemmst …
Athugasemdir