Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

„Um fádæma siðleysi að ræða“

Ráð Rót­ar­inn­ar send­ir kær­leikskveðj­ur til þol­anda Ein­ars: „Við trú­um þér og stönd­um með þér.“

„Um fádæma siðleysi að ræða“

„Í fáum störfum hefur siðferðiskennd meira gildi en í störfum fyrir fólk með vímuefnavanda og jaðarsett fólk,“ segir í yfirlýsingu sem ráð Rótarinnar - félags um velferð og lífsgæði kvenna, sendi frá sér í dag. Undir yfirlýsinguna skrifar Kristín I. Pálsdóttir framkvæmdastjóri fyrir hönd ráðsins. Þar segist ráðið harma þann skaða sem skjólstæðingur SÁÁ hefur lýst að Einar Hermannson hafi valdið henni á árunum 2016 til 2018, á þeim tíma sem hann sat í stjórn SÁÁ. 

„Brot Einars gegn konunni er nöturleg valdamisnotkun stjórnarmanns í frjálsum félagasamtökum sem stjórnvöld hafa í rúm 40 ár treyst til að sjá um meginþorra heilbrigðisþjónustu fyrir fólk með vímuefnavanda. Í þeim hópi er margt af jaðarsettasta fólki landsins og í ljósi þess valds sem stjórnvöld hafa fært SÁÁ í málaflokknum er um fádæma siðleysi að ræða sem sannarlega hefur haft áhrif á störf Einars sem formanns, þrátt fyrir yfirlýsingu hans um hið gagnstæða.“ 

Kaup á vændi fellur undir kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga og varðar sektir eða eins árs fangelsisvist. Brotin fyrnast á tveimur árum. 

Skortur á verkferlum

Þá segir í yfirlýsingunni að það sé rétt að gera kröfur hjá aðilum sem veita heilbrigðisþjónustu ríki „hvorki ógnarstjórn né annað ofbeldi og að faglegir ferlar séu til staðar til að taka á slíkum málum.“ Árið 2017 hafi Rótin spurt stjórnendur SÁÁ um verkferla samtakanna varðandi kynferðislega áreitni og ofbeldi og var því svarað að þeirra væri ekki þörf.

Þetta kom sömuleiðis fram í umfjöllun Stundarinnar um starfsemi SÁÁ árið 2017, Það sem SÁÁ vill ekki tala um, en samkvæmt svörum við fyrirspurn Stundarinnar voru hvorki til skriflegar verklagsreglur né var það skráð sérstaklega ef áreitni var beitt í meðferð. 

Í umfjöllunninni var haft eftir Valgerði Rúnarsdóttur, forstjóra sjúkrahússins á Vogi að ekki væri verið að skipta „ónæðismálum“ í einhverja flokka, eða skrá þau sérstaklega„Það er ekki haldin skrá hjá Landlæknisembættinu um kynferðislega áreitni frá okkur eða neinum öðrum stöðum sérstaklega. Ég veit ekki til þess,“ sagði Valgerður. Ekki liggur fyrir hvort ráðist hafi verið í úrbætur á því síðan. 

Í þeirri umfjöllun kom sömuleiðis fram að skortur á verklagsreglum innan stofnunarinnar hefði einnig verið gagnrýndur af Landlæknisembættinu, en ekki eru til skriflegar verklagsreglur fyrir marga þætti starfseminnar, meðal annars varðandi eftirlit með veikasta fólkinu, sem er vistað á gátinni á Vogi. 

Öryggi er lykilorð í vímuefnameðferð

Í yfirlýsingu Rótarinnar segir að það séu vonbrigði að Embætti landlæknis hafi haft vitneskju um brotið án þess að aðhafast. Líkt og fram hefur komið þá var málið aldrei formlega tilkynnt til Embættis landlæknis og virðist ekki hafa ratað á borð landlæknis, þrátt fyrir að heilbrigðisstarfsmaður hafi leitað til starfsmanns embættisins eftir upplýsingum vegna þess að skjólstæðingur hans greindi honum frá vændiskaupum Einars. 

Þá segjast Rótarkonur hafa orðið fyrir þöggunartilburðum, lítið hafi verið gert úr þeim og illa tekið í hugmyndir félagsins innan SÁÁ. Þar væri lítill áhugi á áfalla- og kynjamiðaðri nálgun sem þær telja nauðsynlega í meðferðarstarfsemi. „Öryggi er lykilorð í vímuefnameðferð og í meðferð fólks með erfiða áfallasögu. Því miður hefur þetta öryggi ekki verið skapað í meðferðarkerfinu, eins og kom glöggt fram í rannsókn Rótarinnar og RIKK á reynslu kvenna af meðferð.“ 

Stundin hefur á síðustu árum fjallað um reynslu kvenna sem hafa farið í meðferð þar sem þær hafa kynnst mönnum sem hafa misnotað sér veikleika þeirra og beitt þær ofbeldi. Eins greindi Stundin frá því árið 2016 að ung stúlka hefði komið barnshafandi út af bangsadeildinni svokölluðu, sem er sérgangur fyrir ungmenni á Vogi. Tveimur árum síðar var greint frá því að SÁÁ gæti ekki tryggt öryggi ungmenna undir átján ára aldri og vildi axla ábyrgð á skaða sem börn hafi orðið fyrir í meðferð. 

Hlekkur í langri keðju

Í yfirlýsingunni segir að Rótin hafi ítrekað vakið athygli á vöntun kvenna á öryggi í meðferð. „Og bent á þann vanda að láta meðferð fólks, sem oft á við fjölþættan og flókinn vanda að etja, vera að mestu í höndum áfengis- og vímuefnaráðgjafa. Stjórnvöld hafa viðurkennt að menntun þeirra sé ekki í samræmi við önnur störf í heilbrigðiskerfinu en hefur ekki gripið til aðgerða til að bæta úr því.“

MeToo-byltingin snúist um að breyta samfélaginu til hins bvetra og hafna kerfum sem byggjast á misnoktun valds. „Sá hörmulegi atburður að formaður samtaka, sem stjórnvöld hafa gefið vald yfir fólki með vímuefnavanda, er ekki óheppileg tilviljun heldur hlekkur í langri keðju. Þessi keðja rofnar ekki nema farið sé í markvissar aðgerðir til að uppræta ofbeldismenninguna.“ 

Að lokum sendir ráð Rótarinnar kærleikskveðjur til þolanda Einars. „Við trúum þér og stöndum með þér.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár