Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Orkustofnun vill koma í veg fyrir að N1 ofrukki neytendur fyrir rafmagnið

Orku­stofn­un ætl­ar að beita sér gegn því að N1 raf­magn of­rukki við­skipta­vini sína sem koma í gegn­um hina svo­köll­uðu þrauta­vara­leið. Sam­keppn­is­að­il­ar N1 raf­magns hafa ver­ið harð­orð­ir í garð fyr­ir­tæk­is­ins.

Orkustofnun vill koma í veg fyrir að N1 ofrukki neytendur fyrir rafmagnið
Vilja að N1 Rafmagn lækki verðið Orkustofnun vill að N1 Rafmagn lækki rafmagnsverðið sem fyrirtækið rukkar svokallaða þrautavarakúnna sína. Hinrik Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.

Ríkisstofnunin Orkustofnun hefur beint þeim tilmælum  til raforkusölufyrirtækja að þau selji ekki rafmagn til viðskiptavina sinna, sem koma í viðskipti í gegnum svokallaða þrautavaraleið, á hærra verði en lægsta birta verði sínu. Þetta kemur fram í máli Guðmundar Bergþórssonar,  verkefnastjóra raforkumarkaða hjá Orkustofnun. Guðmundur var spurður að því hvar rannsókn stofnunarinnar á fyrirtækinu N1 rafmagn væri stödd.

Stundin greindi frá því í lok síðasta árs að Orkustofnun væri að rannsaka viðskipti N1 rafmagns vegna þess að fyrirtækið hefur rukkað viðskiptavini sína sem komið hafa í gegnum þrautavaraleiðina um hærra rafmagnsverð en lægsta birta verð fyrirtækjanna.

Guðmundur segir að nú hafi Orkustofnun sent út uppfærðar leiðbeiningar til raforkusölufyrirtækjanna um að rukka þrautavaraviðskiptavini sína um lægsta birta verð fyrir rafmagnið. „Við erum búin að senda út til sölufyrirtækjanna uppfærðar leiðbeiningar og það er umsagnarfrestur sem ekki er liðinn. Í þeim leiðbeiningum er þeim tilmælum beint til fyrirtækjanna að þau geti ekki selt nema á birtu verði til þrautavarakúnnanna þannig að þau geti ekki leikið þennan leik að selja þeim rafmagnið á hærra verði. Síðan erum við búin að kalla eftir viðbrögðum N1 rafmagns við kvörtuninni sem rannsóknin byggir á,“ segir Guðmundur sem bætir því við að N1 rafmagn hafi svarað erindi stofnunarinnar. 

Hann segir að nú þurfi Orkustofnun að taka afstöðu til þess hvort N1 rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hafi verið heimilt að rukka þrautavaraviðskiptavini sína um hærra verð fyrir rafmagnið en lægsta birta, auglýsta verð fyrirtækisins. 

Miðað við þetta er ljóst að Orkustofnun ætlar að beita sér fyrir því að N1 rafmagn ofrukki ekki viðskiptavini sína sem koma til fyrirtækisins í gegnum þrautavaraleiðina. 

Þetta kerfi, og viðskiptahættir N1 rafmagns, hefur verið gagnrýnt harðlega opinberlega, meðal annars í grein sem Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri samkeppnisaðila fyrirtækisins, Orku Náttúrunnar, birti á Vísi í dag. Í greininni segir hún meðal annars að um sé að ræða „okur með aðstoð ríkisins“ þar sem ríkisstofnunin Orkustofnun er milliliður í því að beina viðskiptunum til N1 rafmagns. Berglind segir í greininni að verðið sem N1 rafmagn hefur rukkað viðskiptavinina sem komið hafa í gegnum þrautavaraleiðina sé 75 prósent hærra en verðið sem fyrirtækið hefur auglýst sem sitt lægsta rafmagnsverð. 

Um 18 þúsund viðskiptavinir

Eins og Stundin hefur fjallað um felur kerfið sem verið er að gagnrýna það í sér að ef neytandi rafmagns, einstaklingur eða fyrirtæki, velur sér ekki sjálfur raforkusala til að kaupa rafmagn af er hann sjálfkrafa settur í viðskipti við þann orkusala til þrautavara sem er með lægsta verðið samkvæmt Orkustofnun. Frá því að söluaðili til þrautavara var fyrst valinn af Orkustofnun, þann 25. maí árið 2020, hefur Orkustofnun þrívegis valið Íslenska orkumiðlun/N1 rafmagn sem orkusala til þrautavara.

Fyrirtækið hefur fengið til sín tæplega 18 þúsund viðskiptavini á grundvelli þesa nýja kerfis sem tekið var upp um mitt ár 2020. Um er að ræða um 1.000 nýja viðskiptavini í hverjum mánuði.  Af þessum tæplega 18.000 viðskiptavinum sem komið hafa til Íslenskrar orkumiðlunar/N1 í gegnum þrautavaraleiðina hafa tæplega 8.000 skipt um orkusala og farið til annars raforkusala.  Samkvæmt lögunum og reglugerðinni eiga viðskiptavinir orkusala til þrautavara alltaf að greiða lægsta verðið fyrir rafmagn hverju sinni. Önnur hefur hins vegar verið raunin. 

Símon Einarsson, einn af stofnendum orkufyrirtækisins Straumlindar sem einnig er samkeppnisaðili N1 Rafmagns, sagði við Stundina nýlega að málið væri hneyksli:   „Þetta er eiginlega bara hneyksli. Verðið er allt of hátt. Maður vill bara sjá ákveðna sanngirni og mér finnst fólk hafa rétt á að vita þetta því það er bara verið að svindla á fólki,“ segir Símon Einarsson, einn af stofnendum Straumlindar.

Berglind Rán: Hljóta að vera mistök

Á ekki að taka langan tímaBerglind Rán Ólafsdóttir segir að það geti ekki verið að það taki Orkustofnun langan tíma að bregðast við ofrukkunum N1 Rafmagns.

Berglind Rán Ólafsdóttir, hjá Orku Náttúrunnar, segir aðspurð að það hljóti að vera að mistök hafi verið gerð við setningu laga og reglugerðarinnar um þrautavaraleiðina sem og í eftirliti með þessu kerfi. „Söluaðili til þrautavara er valinn á grundvelli verðs sem á að vera lægsta verð og þá hlýtur það að vera tilgangur reglugerðarinnar að viðskiptavinurinn borgi þetta lægsta verð. N1 ákveður að gera þetta öðruvísi. Það sem mér finnst blasa við er að það hljóti að vera eitthvað að í eftirlitinu og að því sé ábotavant,“ segir Berglind. „Þetta er alls ekki á ábyrgð neytenda heldur stjórnvalda. Mér finnst þetta ekki vera mál sem eigi að taka langan tíma að skoða,“ segir hún en miðað við orð Orkustofnunar þá ætlar stofnunin að grípa í taumana í málinu og sjá til þess að þrautavarakúnnar raforkufyrirtækja greiði alltaf lægsta verðið. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sveinn Hansson skrifaði
    Getur bara hver sem er stofnað smásölufyrirtæki á raforkumarkaði ???
    Er helvítis einkavæðingin kominn í spilið ?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Viðskiptin með Íslenska orkumiðlun

Saga N1 Rafmagns: Viðskiptavild í boði lífeyrissjóða og ofrukkanir gegn almenningi
ViðtalViðskiptin með Íslenska orkumiðlun

Saga N1 Raf­magns: Við­skipta­vild í boði líf­eyr­is­sjóða og of­rukk­an­ir gegn al­menn­ingi

Sag­an af Ís­lenskri orkumiðl­un/N1 Raf­magni er saga sem snýst í grunn­inn um það hvernig al­menn­ings­hluta­fé­lag í eigu líf­eyr­is­sjóða greiddi fjár­fest­um mörg hundruð millj­ón­ir króna fyr­ir óefn­is­leg­ar eign­ir, við­skipta­vild lít­ils raf­orku­fyr­ir­tæk­is. Þetta fyr­ir­tæki hóf svo að of­rukka neyt­end­ur fyr­ir raf­magn í gegn­um þetta al­menn­ings­hluta­fé­lag og er nú til rann­sókn­ar vegna þess. For­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, Eggert Þór Kristó­fers­son, svar­ar hér spurn­ing­um um við­skipti fyr­ir­tæk­is­ins í við­tali.
Festi segir N1 Rafmagn ekki hafa ofrukkað neytendur og endurgreiðir bara tvo mánuði
FréttirViðskiptin með Íslenska orkumiðlun

Festi seg­ir N1 Raf­magn ekki hafa of­rukk­að neyt­end­ur og end­ur­greið­ir bara tvo mán­uði

Al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Festi, sem með­al ann­ars á olíu­fé­lag­ið N1 og N1 Raf­magn, seg­ist ekki ætla að end­ur­greiða við­skipta­vin­um sín­um sem komu í gegn­um þrauta­vara­leið­ina nema fyr­ir tvo síð­ustu mán­uði. N1 Raf­magn baðst af­sök­un­ar á því í síð­ustu viku að hafa rukk­að þessa við­skipta­vini um hærra verð en lægsta birta verð fyr­ir­tæk­is­ins. N1 Raf­magn tel­ur sig hins veg­ar ekki hafa stund­að of­rukk­an­ir.
N1 Rafmagn baðst loks afsökunar á ofrukkunum í þriðju atrennu
FréttirViðskiptin með Íslenska orkumiðlun

N1 Raf­magn baðst loks af­sök­un­ar á of­rukk­un­um í þriðju at­rennu

N1 Raf­magn rétt­lætti of­rukk­an­ir á raf­magni til við­skipta­vina sinna tví­veg­is áð­ur en fyr­ir­tæk­ið baðst af­sök­un­ar. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur ekki út­skýrt af hverju það ætl­ar ekki að end­ur­greiða við­skipta­vin­um sín­um mis­mun­inn á inn­heimtu verði raf­magns og aug­lýstu frá sumr­inu 2020 þeg­ar það varð sölu­að­ili til þrauta­vara.
Orkustofnun rannsakar viðskiptahætti N1 Rafmagns
FréttirViðskiptin með Íslenska orkumiðlun

Orku­stofn­un rann­sak­ar við­skipta­hætti N1 Raf­magns

Rík­is­stofn­un­in Orku­stofn­un hef­ur haf­ið rann­sókn á því hvort fyr­ir­tæk­inu Ís­lenskri orkumiðl­un/N1 Raf­magni sé heim­ilt að rukka suma við­skipta­vini fyr­ir­tæk­is­ins eins og gert hef­ur ver­ið. Um er að ræða við­skipta­vini sem kom­ið hafa til fyr­ir­tæk­is­ins í gegn­um hina svo­köll­uðu þrauta­vara­leið. Rann­sókn­in er byggð á kvört­un sem barst þann 16. des­em­ber síð­ast­lið­inn.
Íslensk orkumiðlun hefur selt þúsundum neytenda rafmagn á gölluðum forsendum
FréttirViðskiptin með Íslenska orkumiðlun

Ís­lensk orkumiðl­un hef­ur selt þús­und­um neyt­enda raf­magn á göll­uð­um for­send­um

Nýtt raf­orku­sölu­kerfi á Ís­landi fel­ur með­al ann­ars í sér hug­mynd­ina um sölu­að­ila til þrauta­vara. Við­skipta­vin­ir fara sjálf­krafa í við­skipti við það raf­orku­fyr­ir­tæki sem er með lægsta kynnta verð­ið. Ís­lensk orkumiðl­un hef­ur ver­ið með lægsta kynnta verð­ið hing­að til en rukk­ar þrauta­vara­við­skipti sína hins veg­ar fyr­ir hærra verð. Orku­stofn­un á að hafa eft­ir­lit með kerf­inu um orku­sala til þrauta­vara.

Mest lesið

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Hvað gerðist í Suður-Mjódd?
3
Úttekt

Hvað gerð­ist í Suð­ur-Mjódd?

Hvernig get­ur það kom­ið kjörn­um full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar á óvart að stærð­ar­inn­ar at­vinnu­hús­næði rísi næst­um inni í stofu hjá íbú­um í Breið­holti? Svar­ið ligg­ur ekki í aug­um uppi, en Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, formað­ur um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar, seg­ir mál­ið frem­ur frá­vik frá stefnu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans um þétta bland­aða byggð frem­ur en af­leið­inga henn­ar.
Arnar Þór Ingólfsson
5
PistillSnertilausar greiðslur í Strætó

Arnar Þór Ingólfsson

Loks­ins, eitt­hvað sem bara virk­ar

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar tók Strætó í vinn­una í morg­un og greiddi fyr­ir far­mið­ann á sek­úndu­broti með greiðslu­korti í sím­an­um. Í neyt­enda­gagn­rýni á snerti­laus­ar greiðsl­ur í Strætó seg­ir að það sé hress­andi til­breyt­ing að Strætó kynni til leiks nýj­ung sem virð­ist vera til mik­ill bóta fyr­ir not­end­ur al­menn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
5
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár