Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

641. spurningaþraut: Katrín mikla að baki, hér eru venjulegar spurningar um hitt og þetta

641. spurningaþraut: Katrín mikla að baki, hér eru venjulegar spurningar um hitt og þetta

Fyrri aukaspurning:

Hvað má sjá á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað er H2O?

2.  Með hvaða landsliði í fótbolta spilar Cristiano Ronaldo?

3.  Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir var valin maður ársins 2021 af Stöð 2, Vísi og Bylgjunni fyrir framgöngu hennar við ... hvað?

4.  Í hvaða Arabalandi er höfuðborgin Ríad?

5.  Hvaða höfundur skrifaði bókina Heimsljós?

6.  Hvað fékkst Cassius Clay við í lífinu — að vísu lengst af undir öðru nafni?

7.  Í hvaða borg voru Bítlarnir sprottnir upp?

8.  Vaíla Veinólínó er söngkona sem nokkrum sinnum við sögu í teiknimyndasögubálki, þar sem aðalpersónan er ... hver?

9.  Eldfjallið Vesúvíus stendur nærri stórborg einni. Hver er hún?

10.  Hver fékk bronsverðlaun í stangarstökki kvenna á ólympíuleikunum 2000?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða fáni er hér fyrir neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Vatn.

2.  Portúgal.

3.  Bólusetningar.

4.  Sádi-Arabíu.

5.  Halldór Laxness.

6.  Hnefaleika.

7.  Liverpool.

8.  Tinni.

9.  Napólí.

10.  Vala Flosadóttir.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Apollo tunglfar Bandaríkjamanna. Þetta er Apollo 15. en ekki þarf að hafa númerið rétt.

Á neðri myndinni er gríski fáninn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • KÓS
    Kristjana Ólöf Sigurðardóttir skrifaði
    Vatn er víst skrifað með tvistinn niður! Staðurinn sem er 2 er á er fyrir atómmassa og þá súrefni með atómmassan 2 sem gengur ekki alveg upp!
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár