Fyrri aukaspurning:
Hvað má sjá á myndinni hér að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. Hvað er H2O?
2. Með hvaða landsliði í fótbolta spilar Cristiano Ronaldo?
3. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir var valin maður ársins 2021 af Stöð 2, Vísi og Bylgjunni fyrir framgöngu hennar við ... hvað?
4. Í hvaða Arabalandi er höfuðborgin Ríad?
5. Hvaða höfundur skrifaði bókina Heimsljós?
6. Hvað fékkst Cassius Clay við í lífinu — að vísu lengst af undir öðru nafni?
7. Í hvaða borg voru Bítlarnir sprottnir upp?
8. Vaíla Veinólínó er söngkona sem nokkrum sinnum við sögu í teiknimyndasögubálki, þar sem aðalpersónan er ... hver?
9. Eldfjallið Vesúvíus stendur nærri stórborg einni. Hver er hún?
10. Hver fékk bronsverðlaun í stangarstökki kvenna á ólympíuleikunum 2000?
***
Seinni aukaspurning:
Hvaða fáni er hér fyrir neðan?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Vatn.
2. Portúgal.
3. Bólusetningar.
4. Sádi-Arabíu.
5. Halldór Laxness.
6. Hnefaleika.
7. Liverpool.
8. Tinni.
9. Napólí.
10. Vala Flosadóttir.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni er Apollo tunglfar Bandaríkjamanna. Þetta er Apollo 15. en ekki þarf að hafa númerið rétt.
Á neðri myndinni er gríski fáninn.
Athugasemdir (1)