Margmiðlunarsýningin Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur er samsýning kvikmyndagerðarmannsins Ólafs Sveinssonar, Landverndar og SUNN, Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi. Á sýningunni eru rúmlega 100 ljósmyndir og fjórar stuttar kvikmyndir, þar af þrjár sem Ólafur gerði sérstaklega fyrir sýninguna og Náttúrukort Framtíðarlandsins á stórum snertiskjá þar sem meðal annars er hægt að fletta upp upplýsingum um virkjanir sem þegar hafa verið reistar sem og lítt eða ósnert svæði sem eru í bið- eða orkunýtingarflokkum Rammaáætlunar.
Ljósmyndir af svæðum í hættu
Um er að ræða farandsýningu sem fyrst var sett upp í Norræna húsinu og síðan í Edinborgarhúsinu á Ísafirði og Sláturhúsinu, Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs, á Egilsstöðum. „Bæði á Ísafirði og Egilsstöðum var sýningin sett upp í samstarfi við náttúruverndarsamtök í landshlutunum líkt og nú er gert með SUNN þar sem sérstök áhersla var lögð á að vera með ljósmyndir frá umráðasvæðum þeirra sem þau leitast við að vernda …
Athugasemdir (5)