Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Yfirmenn hjá lögreglu segja að mannekla bitni á þolendum ofbeldis

Yf­ir­menn hjá Lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu segja að ef rann­saka eigi kyn­ferð­is- og heim­il­isof­beldi af mynd­ar­skap þurfi fleiri rann­sak­end­ur og ákær­end­ur. Fjöldi þeirra hafi stað­ið í stað þrátt fyr­ir gríð­ar­lega aukn­ingu til­kynn­inga um brot í kjöl­far Met­oo. Álag­ið sé kom­ið yf­ir þol­mörk. Þá séu dæmi um að rann­sókn­ir tefj­ist vegna álags á Land­spít­ala því áverka­vott­orð skili sér seint til lög­reglu. Yf­ir­völd hvetji fólk til að kæra of­beldi en láti ógert að styrkja inn­við­ina nægj­an­lega.

Yfirmenn hjá lögreglu segja að mannekla bitni á þolendum ofbeldis
Bitnar verst á þolendum Þeir Grímur Grímsson og Ásgeir Þór Ásgeirsson segja að á meðan að fjöldi tilkynntra kynferðisbrota og heimilisofbeldismála hafi margfaldast hafi fjöldi rannsakenda og ákærenda staðið í stað. Það komi illa niður á þolendum. Mynd: Heiða Helgadóttir

Í dag eru 523 heimilisofbeldismál og 368 kynferðisbrotamál til meðferðar hjá embætti Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, bæði á rannsóknarsviðum og ákærusviði embættisins. Á bak við þessar tölur eru fleiri en eitt þúsund þolendur, aðallega konur sem bíða þess að málsmeðferð hjá lögreglu ljúki. Í umfjöllun Stundarinnar um heimilisofbeldi á dögunum gagnrýndi ein þeirra kvenna sem bíða eftir að ákveðið verði hvort hennar mál fari fyrir dóm, vinnubrögð lögreglu. Konan kærði fyrrverandi sambýlismann sinn fyrir að beita sig alvarlegu ofbeldi. 

Konan sagði vinnubrögð lögreglu hafa verið eitt allsherjar klúður og að kæruferlið hefði gert ofbeldisupplifunina verri. Lögregla hefði týnt gögnum, neyðarhnappar sem hún fékk sér til verndar hafi ekki virkað og þegar hún kærði hafi henni verið sagt að rannsókn tæki um þrjá mánuði en málið er enn hjá lögreglu rúmum 18 mánuðum eftir að konan lagði fram kæru. Hún sagðist nokkrum sinnum hafa …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Anna María Sverrisdóttir skrifaði
    Ég spyr mig hvaða mál eru þá forgangsmál hjá lögreglunni ef ofbeldismál eru látin sitja á hakanum.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár