Í dag eru 523 heimilisofbeldismál og 368 kynferðisbrotamál til meðferðar hjá embætti Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, bæði á rannsóknarsviðum og ákærusviði embættisins. Á bak við þessar tölur eru fleiri en eitt þúsund þolendur, aðallega konur sem bíða þess að málsmeðferð hjá lögreglu ljúki. Í umfjöllun Stundarinnar um heimilisofbeldi á dögunum gagnrýndi ein þeirra kvenna sem bíða eftir að ákveðið verði hvort hennar mál fari fyrir dóm, vinnubrögð lögreglu. Konan kærði fyrrverandi sambýlismann sinn fyrir að beita sig alvarlegu ofbeldi.
Konan sagði vinnubrögð lögreglu hafa verið eitt allsherjar klúður og að kæruferlið hefði gert ofbeldisupplifunina verri. Lögregla hefði týnt gögnum, neyðarhnappar sem hún fékk sér til verndar hafi ekki virkað og þegar hún kærði hafi henni verið sagt að rannsókn tæki um þrjá mánuði en málið er enn hjá lögreglu rúmum 18 mánuðum eftir að konan lagði fram kæru. Hún sagðist nokkrum sinnum hafa …
Athugasemdir (1)