Hubble-geimsjónaukinn rýnir inn í óravíddir alheimsins í leit að fjarlægum vetrarbrautum og nýjum upplýsingum sem gætu gefið vísindamönnum jarðar færi á að svara ráðgátunni um tilvist okkar. Úr einum pixli af ljósmynd sjónaukans vann myndlistarmaðurinn Hrafnkell Sigurðsson verk sitt Upplausn, sem íbúar höfuðborgarsvæðisins fengu að sjá á auglýsingaskiltum og strætóskýlum nú í ársbyrjun.
Ætla má að titillinn Upplausn vísi að hluta til þeirrar háu upplausnar á myndum sjónaukans sem nauðsynleg var til að Hrafnkell gæti einangrað einn pixil og framkallað til að skapa fjölda listaverka sem fyrst voru sýnd á prenti. En upplausn merkir einnig óreiðuástand og ringulreið – eitthvað sem íbúar heimsbyggðarinnar allrar ættu að vera farnir að venjast þessi dægrin – en margir vegfarenda héldu einmitt fyrst þegar myndirnar birtust að auglýsingaskiltin væru biluð. Við erum ekki vön því að sjá nokkuð annað á skiltunum en hvatningu til að kaupa vöru eða þjónustu. Og er það þá nokkuð …
Athugasemdir