Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Mikil reiði meðal kvenna í stétt kúabænda vegna Ara Edwald

Reiði og þrýst­ing­ur kúa­bænda, einkum kvenna, vóg þungt í þeirri ákvörð­un Ís­eyj­ar út­flutn­ings að segja Ara Edwald upp störf­um vegna frá­sagna um meint kyn­ferð­is­brot hans.

Mikil reiði meðal kvenna í stétt kúabænda vegna Ara Edwald
Vildu láta reka Ara Konur í stétt kúabænda lýstu mikilli reiði vegna máls Ara Edwald og vildu að hann yrði rekinn frá Ísey í stað þess að hann færi í leyfi.

Töluverð óánægja er meðal kúabænda, og þá einkum meðal kvenna í stéttinni, með vinnubrögð stjórnar Íseyjar útflutnings vegna máls Ara Edwalds, sem ásakaður hefur verið um að hafa brotið gegn konu í félagi við þrjá aðra menn. Sú óánægja og þrýstingur kann að hafa valdið því að Ara Edwald var sagt upp störfum sem framkvæmdastjóra Íseyjar í gær.

Stundin greindi frá því 6. janúar síðastliðinn að Ari væri kominn í leyfi frá störfum sem framkvæmdastjóri Íseyjar, systurfélags Mjólkursamsölunnar. Samkvæmt stjórnarformanni Íseyjar, Elínar Margrétar Stefánsdóttur, óskaði Ari sjálfur eftir að fara í umrætt leyfi. Ari er meðal fjögurra manna sem Vítalía Lazareva hefur sakað um að hafa gengið yfir mörk sín í heitum potti í sumarbústaðaferð í desember árið 2020.

„Sem mjólkurframleiðendur krefjumst við þess að Ari Edwald verði látinn víkja frá öllum störfum hjá okkar fyrirtækjum“
Guðný Helga Björnsdóttir og Jóhann Magnússon
kúabændur

Síðastliðinn laugardag settu kúabændurnir á Bessastöðum á Heggstaðanesi í Húnaþingi vestra, þau Jóhann Magnússon og Guðný Helga Björnsdóttir, inn yfirlýsingu á Facebook-síðu kúabænda þar sem þess var krafist að Ari yrði látinn víkja. „Við fordæmum alla sem viðhafa kynferðislega áreitni og ofbeldi. Sem mjólkurframleiðendur krefjumst við þess að Ari Edwald verði látinn víkja frá öllum störfum hjá okkar fyrirtækjum, ekki bara í leyfi heldur til frambúðar. Þó svo að ekki liggi fyrir kæra þá trúum við staðfastlega orðum Vítalíu, eftir að hafa hlustað á viðtal Eddu Falak við hana. Við dáumst að hugrekki hennar við að opinbera ömurlega framkomu ástmanns hennar og drottnunarlegra félaga hans,“ sagði í yfirlýsingunni. Guðný Helga er fyrrverandi varaformaður Bændasamtaka Íslands og einnig fyrrverandi varaformaður Landssambands kúabænda.

Vissu af málinu þegar í október

Yfirlýsingin hlaut miklar undirtektir og var dreift víða. Samkvæmt heimildum Stundarinnar var mjög þungt hljóð í kúabændum vegna máls Ara en einnig vegna viðbragðsleysis forsvarsmanna Íseyjar. Einkum var þungt hljóð í konum innan stéttarinnar sem munu hafa verið í töluverðum samskiptum sín á milli vegna málsins. Samkvæmt sömu heimildum mun sú óánægja og þrýstingur hafa vegið þungt í því að stjórn Íseyjar brást við með því að segja Ara upp störfum.

Vítalía Lazareva birti á Instagram reikningi sínum í október síðastliðnum frásagnir af því hvernig gengið var yfir mörk hennar og hún beitt kynferðislegu ofbeldi í umræddri sumarbústaðaferð. Strax þá var stjórn Íseyjar kunnugt um lýsingar Vítalíu, eftir því sem kemur fram í bréfi sem sent var á alla félagsmenn Auðhumlu, samvinnufélagsins sem á 80 prósenta hlut í Mjólkursamsölunni. Samkvæmt því sem segir í bréfinu var málið strax tekið alvarlega „vegna þess möguleika að upplýsingarnar væru réttar, og hefur stjórn félagsins fundað oft um málið, bæði með framkvæmdastjóra og án hans. Málið var enn til meðferðar í stjórn í síðustu viku þegar vatnaskilin urðu.“

Bréf Íseyjar útflutnings til bændaStjórn Íseyjar fékk upplýsingar um ásakanir á hendur Ara Edwald þegar í október á síðasta ári en aðhafðist ekki fyrr en í síðustu viku.

Kúabændur sem Stundin hefur rætt við furða sig á því að ekki hafi verið gripið til aðgerða fyrr og Ari sendur í leyfi frá störfum í ljósi þessa. Það hafi ekki verið fyrr en nú, eftir að Vítalía sagði sögu sína í hlaðvarpinu Eigin konur og fjölmiðlar hófu umfjöllun um málið, að ákveðið var að Ari færi í leyfi. Það gagnrýna bændur og sömuleiðis að stjórnin hafi ekki sagt Ara upp störfum þegar málið var komið á allra vitorð, líkt og stjórn almenningshlutafélagsins Festar gerði í máli Þórðar Más Jóhannessonar.

Þórður Már er einn þeirra fjögurra manna sem var í umræddri sumarbústaðaferð. Stjórn Festar tók ákvörðun um það 6. janúar síðastliðinn að víkja honum frá sem stjórnarformanni félagsins, daginn eftir að viðtalið við Vítalíu birtist. Fyrr sama dag hafði Hreggviður Jónsson, aðaleigandi og stjórnarformaður Veritas Capital, vikið frá sem stjórnarformaður en Hreggviður var einnig í umræddri ferð. Fjórði maðurinn er Arnar Grant, þáverandi ástmaður Vítalíu.

Stundin hefur gert ítrekaðar tilraunir til að ná sambandi við stjórnarmenn Íseyjar útflutnings í dag, þau Elínu Margréti Stefánsdóttur formann, Ágúst Guðjónsson og Sigurjón Rúnar Rafnsson, til að fá frekari skýringar á brottvikningu Ara. Ekki hefur náðst í neitt þeirra.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Thorunn Ravn skrifaði
    Mikið er ég sammála því sem Páll Bragason segir hér ! Stjórnin þarf að víkja öll.
    0
  • ÁHG
    Árni Hafþór Guðnýjarson skrifaði
    Bændur takk fyrir að standa fastir fyrir gegn þessu siðleisi sem er óframkvænan legt nema á sterkum hugbreitandi efnum.
    0
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Kúabændur ættu að skipta út allri stjórn MS. Það kom fram hjá stjórnarformanni Íseyjar, að stjórnin vissi af þessu í haust, en ákvað að bíða og sjá hvort þetta mætti afgreiða sem orðróm, sem liði hjá.
    0
  • Anna Óskarsdóttir skrifaði
    Ég vildi sjá lífeyrissjóðina bregðast jafn einarðlega við
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár