Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Mikil reiði meðal kvenna í stétt kúabænda vegna Ara Edwald

Reiði og þrýst­ing­ur kúa­bænda, einkum kvenna, vóg þungt í þeirri ákvörð­un Ís­eyj­ar út­flutn­ings að segja Ara Edwald upp störf­um vegna frá­sagna um meint kyn­ferð­is­brot hans.

Mikil reiði meðal kvenna í stétt kúabænda vegna Ara Edwald
Vildu láta reka Ara Konur í stétt kúabænda lýstu mikilli reiði vegna máls Ara Edwald og vildu að hann yrði rekinn frá Ísey í stað þess að hann færi í leyfi.

Töluverð óánægja er meðal kúabænda, og þá einkum meðal kvenna í stéttinni, með vinnubrögð stjórnar Íseyjar útflutnings vegna máls Ara Edwalds, sem ásakaður hefur verið um að hafa brotið gegn konu í félagi við þrjá aðra menn. Sú óánægja og þrýstingur kann að hafa valdið því að Ara Edwald var sagt upp störfum sem framkvæmdastjóra Íseyjar í gær.

Stundin greindi frá því 6. janúar síðastliðinn að Ari væri kominn í leyfi frá störfum sem framkvæmdastjóri Íseyjar, systurfélags Mjólkursamsölunnar. Samkvæmt stjórnarformanni Íseyjar, Elínar Margrétar Stefánsdóttur, óskaði Ari sjálfur eftir að fara í umrætt leyfi. Ari er meðal fjögurra manna sem Vítalía Lazareva hefur sakað um að hafa gengið yfir mörk sín í heitum potti í sumarbústaðaferð í desember árið 2020.

„Sem mjólkurframleiðendur krefjumst við þess að Ari Edwald verði látinn víkja frá öllum störfum hjá okkar fyrirtækjum“
Guðný Helga Björnsdóttir og Jóhann Magnússon
kúabændur

Síðastliðinn laugardag settu kúabændurnir á Bessastöðum á Heggstaðanesi í Húnaþingi vestra, þau Jóhann Magnússon og Guðný Helga Björnsdóttir, inn yfirlýsingu á Facebook-síðu kúabænda þar sem þess var krafist að Ari yrði látinn víkja. „Við fordæmum alla sem viðhafa kynferðislega áreitni og ofbeldi. Sem mjólkurframleiðendur krefjumst við þess að Ari Edwald verði látinn víkja frá öllum störfum hjá okkar fyrirtækjum, ekki bara í leyfi heldur til frambúðar. Þó svo að ekki liggi fyrir kæra þá trúum við staðfastlega orðum Vítalíu, eftir að hafa hlustað á viðtal Eddu Falak við hana. Við dáumst að hugrekki hennar við að opinbera ömurlega framkomu ástmanns hennar og drottnunarlegra félaga hans,“ sagði í yfirlýsingunni. Guðný Helga er fyrrverandi varaformaður Bændasamtaka Íslands og einnig fyrrverandi varaformaður Landssambands kúabænda.

Vissu af málinu þegar í október

Yfirlýsingin hlaut miklar undirtektir og var dreift víða. Samkvæmt heimildum Stundarinnar var mjög þungt hljóð í kúabændum vegna máls Ara en einnig vegna viðbragðsleysis forsvarsmanna Íseyjar. Einkum var þungt hljóð í konum innan stéttarinnar sem munu hafa verið í töluverðum samskiptum sín á milli vegna málsins. Samkvæmt sömu heimildum mun sú óánægja og þrýstingur hafa vegið þungt í því að stjórn Íseyjar brást við með því að segja Ara upp störfum.

Vítalía Lazareva birti á Instagram reikningi sínum í október síðastliðnum frásagnir af því hvernig gengið var yfir mörk hennar og hún beitt kynferðislegu ofbeldi í umræddri sumarbústaðaferð. Strax þá var stjórn Íseyjar kunnugt um lýsingar Vítalíu, eftir því sem kemur fram í bréfi sem sent var á alla félagsmenn Auðhumlu, samvinnufélagsins sem á 80 prósenta hlut í Mjólkursamsölunni. Samkvæmt því sem segir í bréfinu var málið strax tekið alvarlega „vegna þess möguleika að upplýsingarnar væru réttar, og hefur stjórn félagsins fundað oft um málið, bæði með framkvæmdastjóra og án hans. Málið var enn til meðferðar í stjórn í síðustu viku þegar vatnaskilin urðu.“

Bréf Íseyjar útflutnings til bændaStjórn Íseyjar fékk upplýsingar um ásakanir á hendur Ara Edwald þegar í október á síðasta ári en aðhafðist ekki fyrr en í síðustu viku.

Kúabændur sem Stundin hefur rætt við furða sig á því að ekki hafi verið gripið til aðgerða fyrr og Ari sendur í leyfi frá störfum í ljósi þessa. Það hafi ekki verið fyrr en nú, eftir að Vítalía sagði sögu sína í hlaðvarpinu Eigin konur og fjölmiðlar hófu umfjöllun um málið, að ákveðið var að Ari færi í leyfi. Það gagnrýna bændur og sömuleiðis að stjórnin hafi ekki sagt Ara upp störfum þegar málið var komið á allra vitorð, líkt og stjórn almenningshlutafélagsins Festar gerði í máli Þórðar Más Jóhannessonar.

Þórður Már er einn þeirra fjögurra manna sem var í umræddri sumarbústaðaferð. Stjórn Festar tók ákvörðun um það 6. janúar síðastliðinn að víkja honum frá sem stjórnarformanni félagsins, daginn eftir að viðtalið við Vítalíu birtist. Fyrr sama dag hafði Hreggviður Jónsson, aðaleigandi og stjórnarformaður Veritas Capital, vikið frá sem stjórnarformaður en Hreggviður var einnig í umræddri ferð. Fjórði maðurinn er Arnar Grant, þáverandi ástmaður Vítalíu.

Stundin hefur gert ítrekaðar tilraunir til að ná sambandi við stjórnarmenn Íseyjar útflutnings í dag, þau Elínu Margréti Stefánsdóttur formann, Ágúst Guðjónsson og Sigurjón Rúnar Rafnsson, til að fá frekari skýringar á brottvikningu Ara. Ekki hefur náðst í neitt þeirra.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Thorunn Ravn skrifaði
    Mikið er ég sammála því sem Páll Bragason segir hér ! Stjórnin þarf að víkja öll.
    0
  • ÁHG
    Árni Hafþór Guðnýjarson skrifaði
    Bændur takk fyrir að standa fastir fyrir gegn þessu siðleisi sem er óframkvænan legt nema á sterkum hugbreitandi efnum.
    0
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Kúabændur ættu að skipta út allri stjórn MS. Það kom fram hjá stjórnarformanni Íseyjar, að stjórnin vissi af þessu í haust, en ákvað að bíða og sjá hvort þetta mætti afgreiða sem orðróm, sem liði hjá.
    0
  • Anna Óskarsdóttir skrifaði
    Ég vildi sjá lífeyrissjóðina bregðast jafn einarðlega við
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár