Hér er fyrri aukaspurningin, mér finnst ég hafa spurt að þessu áður, en hér er hún:
Hvaða dýr má sjá á myndinni hér að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. Hvaða ár fengu Íslendingar fyrstu stjórnarskrá sína?
2. Chișinău heitir höfuðborg Evrópuríkis eins, þótt hluti íbúanna, sem eru af öðrum uppruna en meirihlutinn, kalli hana Kisinév. Hvaða ríki er þetta?
3. Flóðsvín eru stærsta tegundin í tilteknum ættbálki spendýra. Hvað nefnist sá ættbálkur?
4. Ættbálkar spendýra eru annars um eða um yfir 40, en 40 prósent allra spendýrategunda tilheyra hina vegar einum og sama ættbálknum. Hver er sá?
5. Hversu lengi var Vigdís Finnbogadóttir forseti Íslands?
6. Elsta fyrirtæki heims sem enn starfar var stofnað árið 578 og heitir Kongo Gumi. Það var fjölskyldufyrirtæki í rúm 1.400 ár en 2006 lenti fjölskyldan í vandræðum og Kongo Gumi varð hluti af stærri samstæðu. Það starfar þó enn sjálfstætt innan samstæðunnar. Í hvaða landi starfar þetta ævaforna fyrirtæki?
7. Hvað þýðir orðið „mujahideen“?
8. Fátítt er en ekki óþekkt að kunnir íþróttamenn setjist á þing. Árið 1971 settist ungur lögfræðingur á þing en hann var þá fyrst og fremst kunnur fyrir fótboltafimi sína. Og hann heitir ...?
9. Foreldrar hans hétu hans Bors og Bestla. Hann átti tvo bræður sem hétu Vilji og Vé en þeir komust ekki í hálfkvisti við hann. Hver var hann?
10. Í hvaða skáldsögu frá 1948 fannst sumum að gengið væri heldur nærri formanni Sjálfstæðisflokksins, Ólafi Thors?
***
Seinni aukaspurning:
Hér má sjá leikara úr geysivinsælli sýningu Þjóðleikhússins frá árinu 1991, kæra Jelena hét verkið. Hvað heita leikararnir þrír? Nefna þarf þau öll.
***
Svör við aðalspurningum:
1. 1874.
2. Moldova.
3. Nagdýr.
4. Nagdýr.
5. Sextán ár.
6. Japan.
7. Stríðsmaður guðs (Allah), heilagur stríðsmaður, eða eitthvað í þá áttina. Upprunaleg merking mun vera „baráttumenn fyrir lögmáli guðs“ eða eitthvað þvíumlíkt, en þar sem orðið er nær eingöngu notað nú um stríðsmenn af ýmsu tagi, þá telst það rétt.
8. Ellert Schram.
9. Óðinn.
10. Atómstöðinni eftir Halldór Laxness.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni er blettatígur.
Á neðri myndinni má sjá Halldóru Björnsdóttur, Baltasar Kormák og Ingvar Sigurðsson.
Athugasemdir