Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

632. spurningaþraut: Stjórnarskrá, flóðsvín, Vigdís og ævafornt fyrirtæki

632. spurningaþraut: Stjórnarskrá, flóðsvín, Vigdís og ævafornt fyrirtæki

Hér er fyrri aukaspurningin, mér finnst ég hafa spurt að þessu áður, en hér er hún:

Hvaða dýr má sjá á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða ár fengu Íslendingar fyrstu stjórnarskrá sína?

2.  Chișinău heitir höfuðborg Evrópuríkis eins, þótt hluti íbúanna, sem eru af öðrum uppruna en meirihlutinn, kalli hana Kisinév. Hvaða ríki er þetta?

3.  Flóðsvín eru stærsta tegundin í tilteknum ættbálki spendýra. Hvað nefnist sá ættbálkur?

4.  Ættbálkar spendýra eru annars um eða um yfir 40, en 40 prósent allra spendýrategunda tilheyra hina vegar einum og sama ættbálknum. Hver er sá?

5.  Hversu lengi var Vigdís Finnbogadóttir forseti Íslands?

6.  Elsta fyrirtæki heims sem enn starfar var stofnað árið 578 og heitir Kongo Gumi. Það var fjölskyldufyrirtæki í rúm 1.400 ár en 2006 lenti fjölskyldan í vandræðum og Kongo Gumi varð hluti af stærri samstæðu. Það starfar þó enn sjálfstætt innan samstæðunnar. Í hvaða landi starfar þetta ævaforna fyrirtæki?

7.  Hvað þýðir orðið „mujahideen“?

8.  Fátítt er en ekki óþekkt að kunnir íþróttamenn setjist á þing.  Árið 1971 settist ungur lögfræðingur á þing en hann var þá fyrst og fremst kunnur fyrir fótboltafimi sína. Og hann heitir ...?

9.  Foreldrar hans hétu hans Bors og Bestla. Hann átti tvo bræður sem hétu Vilji og Vé en þeir komust ekki í hálfkvisti við hann. Hver var hann?

10.  Í hvaða skáldsögu frá 1948 fannst sumum að gengið væri heldur nærri formanni Sjálfstæðisflokksins, Ólafi Thors?

***

Seinni aukaspurning:

Hér má sjá leikara úr geysivinsælli sýningu Þjóðleikhússins frá árinu 1991, kæra Jelena hét verkið. Hvað heita leikararnir þrír? Nefna þarf þau öll.

***

Svör við aðalspurningum:

1.  1874.

2.  Moldova.

3.  Nagdýr.

4.  Nagdýr.

5.  Sextán ár.

6.  Japan.

7.  Stríðsmaður guðs (Allah), heilagur stríðsmaður, eða eitthvað í þá áttina. Upprunaleg merking mun vera „baráttumenn fyrir lögmáli guðs“ eða eitthvað þvíumlíkt, en þar sem orðið er nær eingöngu notað nú um stríðsmenn af ýmsu tagi, þá telst það rétt.

8.  Ellert Schram.

9.  Óðinn.

10.  Atómstöðinni eftir Halldór Laxness.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er blettatígur.

Á neðri myndinni má sjá Halldóru Björnsdóttur, Baltasar Kormák og Ingvar Sigurðsson.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
2
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár