Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

629. spurningaþraut: Tvær vikur frá áramótum og vér spyrjum!

629. spurningaþraut: Tvær vikur frá áramótum og vér spyrjum!

Fyrri aukaspurning:

Hér að ofan má sjá syngjandi kúreka í sjónvarpsþáttunum Rawhide einhvern tíma á árunum 1960-1965. Hvað heitir leikarinn sem lék söngfugl þennan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hver var, samkvæmt frásögn Landnámu, fyrsti landnámsmaðurinn í Reykjavík?

2.  Árið 2012 komu til sögu fjögur fyrirbæri sem nefnd voru eftir þeim Bríeti, Katrínu, Guðrúnu og Þórunni. Hvaða fyrirbæri voru þetta?

3.  Sara Pétursdóttir heitir ung söngkona sem hefur látið töluvert að sér kveða síðustu misserin. Hún gaf út plötuna Where I Belong árið 2019 og sömuleiðis lagið Unlovable og í fyrra meðal annars lagið ADHD. Hvað kallar Sara sig? 

4.  Í hvaða dal er hið forna biskupssetur Hólar?

5.  Hvað heitir podkast Eddu Falak?

6.  Fjöldinn af „bátum“ eða „rifjum“ innan í appelsínu getur verið örlítið mismunandi en langoftast eru bátarnir þó ... hve margir? 

7.  Í hvaða trú er talað um halal fæðu?

8.  Í hvaða landi er borgin Ishfahan?

9.  En í hvaða heimsálfu er Bólivía?

10.  Vigga, Háa-Þóra, Stutta-Píka, Litla-Gerður og Lilla. Svo munu þær hafa verið kallaðar sums staðar á landinu, svo sem í Skagafirði og Dalasýslu, en í Eyjafirði voru þær kallaðar Dyrgja, Bauga, Geira, Búdda og Grýta. En aðrir þar um slóðir munu hins vegar hafa kallað þær Stóru-Jóu, Nagla-Þóru, Löngu-Dóru, Stuttu-Jóru og Litlu-Lóu. Hverjar eru þær?

***

Seinni aukaspurning:

Hluti af plakati hvaða kvikmyndar má sjá hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Ingólfur.

2.  Götur í Reykjavík. Þær kallast allar -tún, en það nægir að nefna götur.

3.  Glowie.

4.  Hjaltadal.

5.  Eigin konur.

6.  Tíu.

7.  Íslam.

8.  Íran.

9.  Suður-Ameríku.

10.  Tær.

***

Svör við aukaspurningum:

Leikarinn nefnist Clint Eastwood.

Plakatið var gert til að auglýsa myndina Titanic.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár