Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

627. spurningaþraut: Hver hoppaði upp og niður í sófanum hjá Ophru Winfrey?

627. spurningaþraut: Hver hoppaði upp og niður í sófanum hjá Ophru Winfrey?

Fyrri aukaspurning:

Hér að ofan má sjá aðalleikkonuna í vinsælli Netflix-mynd sem heitir Don't Look Up. Hvað heitir leikkonan?

***

Aðalspurningar:

1.  En hvað er það sem fólk á að forðast að sjá með því að líta EKKI upp í þessari mynd?

2.  Hvaða þrír þéttbýlisstaðir urðu partar af sveitarfélaginu Árborg árið 1998?

3.  Í hvaða landi heitir höfuðborgin Trípólí?

4.  Hvað hét franski Nóbelshöfundurinn sem samdi skáldsögurnar Útlendinginn, Fallið og Pláguna?

5.  Árið 2005 mætti alþjóðleg filmstjarna af karlkyni í viðtalsþátt til Ophru Winfrey og þegar hann fór að lýsa ást sinni á heitkonu sinni varð hann svo heitfangur að hann stökk upp í sófa og hoppaði upp og niður góða stund, Winfrey til mikillar furðu. Hvaða leikari var svona ástfanginn?

6.  Í raun var leikarinn kominn í viðtalsþáttinn til að auglýsa nýja mynd sem hann hafði leikið í, War of the Worlds eða Innrásin frá Mars hét hún. Hver skrifaði skáldsöguna sem sú kvikmynd (og margar fleiri) voru gerðar eftir?

7.  Fræg útvarpsleikgerð var líka gerð eftir þeirri sömu sögu. Hún þótti svo sannfærandi að fjöldi áheyranda trúði því að geimverur væru í rauninni að gera innrás á Jörðina. Hver samdi þessa leikgerð og leikstýrði?

8.  Hver er vinsælasti samskipta- og samfélagsmiðillinn nú um stundir?

9.  Listamaðurinn Nína Tryggvadóttir gerði eina kunnustu altaristöflu landsins enda prýðir hún eina af helstu kirkjum landsins, þar sem auk guðsþjónusta eru gjarnan haldnir tónleikar og jafnvel aðrir viðburðir. Hvaða kirkja er það sem Kristsmynd Nínu prýðir?

10.  Í hvaða skáldverki þurfa Kamilla og Tommi að tipla varlega kringum geðvonda frænku hinnar fyrrnefndu? 

***

Seinni aukaspurning:

Vörumerki hvaða fyrirtækis má sjá hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Halastjörnu sem er í þann veginn að rekast á Jörðina.

2.  Selfoss, Eyrarbakki og Stokkseyri.

3.  Líbýu.

4.  Camus.

5.  Tom Cruise.

6.  H.G.Wells.

7.  Orson Welles.

8.  Facebook.

9.  Kirkjan er í Skálholti.

Altaristafla Nínu í Skálholtskirkju

10.  Kardimommubærinn.

***

Svör við aukaspurningum:

Leikkonan heitir Jennifer Lawrence.

Vörumerkið er eign íþróttavörufyrirtækisins Adidas.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár