Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

627. spurningaþraut: Hver hoppaði upp og niður í sófanum hjá Ophru Winfrey?

627. spurningaþraut: Hver hoppaði upp og niður í sófanum hjá Ophru Winfrey?

Fyrri aukaspurning:

Hér að ofan má sjá aðalleikkonuna í vinsælli Netflix-mynd sem heitir Don't Look Up. Hvað heitir leikkonan?

***

Aðalspurningar:

1.  En hvað er það sem fólk á að forðast að sjá með því að líta EKKI upp í þessari mynd?

2.  Hvaða þrír þéttbýlisstaðir urðu partar af sveitarfélaginu Árborg árið 1998?

3.  Í hvaða landi heitir höfuðborgin Trípólí?

4.  Hvað hét franski Nóbelshöfundurinn sem samdi skáldsögurnar Útlendinginn, Fallið og Pláguna?

5.  Árið 2005 mætti alþjóðleg filmstjarna af karlkyni í viðtalsþátt til Ophru Winfrey og þegar hann fór að lýsa ást sinni á heitkonu sinni varð hann svo heitfangur að hann stökk upp í sófa og hoppaði upp og niður góða stund, Winfrey til mikillar furðu. Hvaða leikari var svona ástfanginn?

6.  Í raun var leikarinn kominn í viðtalsþáttinn til að auglýsa nýja mynd sem hann hafði leikið í, War of the Worlds eða Innrásin frá Mars hét hún. Hver skrifaði skáldsöguna sem sú kvikmynd (og margar fleiri) voru gerðar eftir?

7.  Fræg útvarpsleikgerð var líka gerð eftir þeirri sömu sögu. Hún þótti svo sannfærandi að fjöldi áheyranda trúði því að geimverur væru í rauninni að gera innrás á Jörðina. Hver samdi þessa leikgerð og leikstýrði?

8.  Hver er vinsælasti samskipta- og samfélagsmiðillinn nú um stundir?

9.  Listamaðurinn Nína Tryggvadóttir gerði eina kunnustu altaristöflu landsins enda prýðir hún eina af helstu kirkjum landsins, þar sem auk guðsþjónusta eru gjarnan haldnir tónleikar og jafnvel aðrir viðburðir. Hvaða kirkja er það sem Kristsmynd Nínu prýðir?

10.  Í hvaða skáldverki þurfa Kamilla og Tommi að tipla varlega kringum geðvonda frænku hinnar fyrrnefndu? 

***

Seinni aukaspurning:

Vörumerki hvaða fyrirtækis má sjá hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Halastjörnu sem er í þann veginn að rekast á Jörðina.

2.  Selfoss, Eyrarbakki og Stokkseyri.

3.  Líbýu.

4.  Camus.

5.  Tom Cruise.

6.  H.G.Wells.

7.  Orson Welles.

8.  Facebook.

9.  Kirkjan er í Skálholti.

Altaristafla Nínu í Skálholtskirkju

10.  Kardimommubærinn.

***

Svör við aukaspurningum:

Leikkonan heitir Jennifer Lawrence.

Vörumerkið er eign íþróttavörufyrirtækisins Adidas.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
3
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár