Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Er borgarastríð í uppsiglingu í Bandaríkjunum? Mjög sennilega, segir í nýrri bók

Barbara F. Walter er sér­fræð­ing­ur í að­drag­anda borg­ara­stríð­anna í fyrr­um Júgó­slav­íu. Hún kveðst sjá flest merki þess sem þá gerð­ist nú að verki í Banda­ríkj­un­um

Er borgarastríð í uppsiglingu í Bandaríkjunum? Mjög sennilega, segir í nýrri bók
Vegna þráhyggju Bandaríkjamanna um vopn og vopnaburð er lítt eða ekki hægt að amast við þrælvopnuðum vígasveitum. Flestar þeirra eru skipaðar hvítum öfgamönnum eins og hér sjást en einnig eru dæmi um vopnaðar sveitir svartra sem eru tilbúnar að bregðast við, svo sem Not Fucking Around Coalition. Mynd: afp

Dregið var fram á dögunum – í tengslum við upprifjanir á árás stuðningsmanna Donalds Trump á bandaríska þinghúsið í fyrra – að þrír fyrrverandi hershöfðingjar vestanhafs höfðu í desember skrifað grein í The Washington Post þar sem þeir vöruðu í fullri alvöru við því að borgarastríð kynni að vera í uppsiglingu í Bandaríkjunum.

Og þeir – Eaton, Taguba og Anderson – kváðust hafa þungar áhyggjur af því sem kynni að gerast eftir forsetakosningar 2024 því miðað við hörmungarnar sem fylgdu kosningunum 2020 gæti vel farið svo að annar frambjóðenda stóru flokkanna tveggja (les=Trump) neitaði að viðurkenna úrslitin og heimtaði að herinn skærist í leikinn.

Og þeir gáfu til kynna að þeir óttist að einhverjir innan hersins kynnu að hlýða slíkum boðum.

Annar véboði birtist á himni vestanhafs um áramótin, bók eftir Barböru F. Walters, prófessor í alþjóðasamskiptum við Kaliforníuháskóla. Bókin hennar heitir How Civil Wars Start – Hvernig borgarastríð brjótast …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Gunnar Björgvinsson skrifaði
    Hægrimenn óttast mest "hina". Þeir aðhyllast kerfi sem felur í sér óréttlæti og miskiptingu, og sjálfir óttast þeir mest að verða fyrir henni og lenda undir.
    0
  • ÞP
    Þuríður Pétursdóttir skrifaði
    Brjótist út borgarastríð í Bandaríkjunum megum við, ríkin þar sem eru bandarískar herstöðvar, biðja fyrir okkur. Þeim mun meiri ástæða til að losa sig við NATO (lesist bandaríska) herstöð hið bráðasta.
    0
  • Sigurður Þórarinsson skrifaði
    Þarf engum að koma á óvart. Bandaríki hafa verið til í 246 ár... og verið í stríðsátökum við aðrar þjóðir í 228 ár af þeim. Hlýtur að koma að því einn daginn að þetta stríðsæði þeirra muni einnig bíta þau í óæðri heima fyrir. Nóg um það. Kv
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

„Við erum að virkja fyrir peningana sem okkur langar í“
6
Viðtal

„Við er­um að virkja fyr­ir pen­ing­ana sem okk­ur lang­ar í“

Odd­ur Sig­urðs­son hlaut Nátt­úru­vernd­ar­við­ur­kenn­ingu Sig­ríð­ar í Bratt­holti. Hann spáði fyr­ir um enda­lok Ok­jök­uls og því að Skeið­ará myndi ekki ná að renna lengi í sín­um far­vegi, sem rætt­ist. Nú spá­ir hann því að Reykja­nesskagi og höf­uð­borg­ar­svæð­ið fari allt und­ir hraun á end­an­um. Og for­dæm­ir fram­kvæmdagleði Ís­lend­inga á kostn­að nátt­úru­vernd­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
4
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.
Eini sjúkdómurinn sem kenndur er við Ísland
6
ViðtalME-faraldur

Eini sjúk­dóm­ur­inn sem kennd­ur er við Ís­land

„Þeg­ar hann sá pass­ann henn­ar hróp­aði hann upp yf­ir sig: Ice­land, Icelandic disea­se! og hún sagði hon­um að hún hefði sjálf veikst af sjúk­dómn­um,“ seg­ir Ósk­ar Þór Hall­dórs­son, sem skrif­aði bók um Ak­ur­eyr­ar­veik­ina þar sem ljósi er varp­að á al­var­leg eftir­köst veiru­sýk­inga. Áhugi vís­inda­manna á Ak­ur­eyr­ar­veik­inni sem geis­aði á miðri síð­ustu öld hef­ur ver­ið tölu­verð­ur eft­ir Covid-far­ald­ur­inn.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu