Dregið var fram á dögunum – í tengslum við upprifjanir á árás stuðningsmanna Donalds Trump á bandaríska þinghúsið í fyrra – að þrír fyrrverandi hershöfðingjar vestanhafs höfðu í desember skrifað grein í The Washington Post þar sem þeir vöruðu í fullri alvöru við því að borgarastríð kynni að vera í uppsiglingu í Bandaríkjunum.
Og þeir – Eaton, Taguba og Anderson – kváðust hafa þungar áhyggjur af því sem kynni að gerast eftir forsetakosningar 2024 því miðað við hörmungarnar sem fylgdu kosningunum 2020 gæti vel farið svo að annar frambjóðenda stóru flokkanna tveggja (les=Trump) neitaði að viðurkenna úrslitin og heimtaði að herinn skærist í leikinn.
Og þeir gáfu til kynna að þeir óttist að einhverjir innan hersins kynnu að hlýða slíkum boðum.
Annar véboði birtist á himni vestanhafs um áramótin, bók eftir Barböru F. Walters, prófessor í alþjóðasamskiptum við Kaliforníuháskóla. Bókin hennar heitir How Civil Wars Start – Hvernig borgarastríð brjótast …
Athugasemdir (3)