Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

620. spurningaþraut: Þema þrautarinnar er Ástralía!

620. spurningaþraut: Þema þrautarinnar er Ástralía!

Þema þessarar þrautar er Ástralía. Fyrri aukaspurning:

Hvað er dýrið hér að ofan kallað, en það býr hvergi nema í Ástralíu?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvers konar dýraætt er einkennandi fyrir Ástralíu?

2.  Ástralía var eitt sinn hluti af risastóru meginlandi á suðurhveli Jarðar. Það klofnaði upp smátt og smátt og allra síðast skildi Ástralía við Suðurskautslandið. Nú eru 3.000 kílómetrar milli meginlands Ástralíu og Suðurskautslandsins, en hve langt er síðan skildi að fullu milli þeirra? Eru það 300.000 ár, 3 milljónir ára, 30 milljónir ára, 300 milljónir ára eða 3 milljarðar ára?

3.  Tvær borgir eru stærstar í Ástralíu og munar mjög litlu á mannfjölda þeirra. Hvað heita þær?

4.  Hvað heitir stór eyja suður af strönd ástralska meginlandsins?

5.  Þar bjó lengi alveg einstakt rándýr sem menn útrýmdu árið 1936 þótt reglulega dúkki upp í fjölmiðlum sögur um að dýrið sé enn til. Hvað nefndist þetta dýr?

6.  Fræg leikkona fæddist á Havaí-eyjum árið 1967 vegna þess að ástralskir foreldrar hennar voru þar við nám, en hún ólst síðan upp heima í Ástralíu. Hún varð heimsfræg þegar hún lék í hasarmyndinni Days of Thunder með Tom Cruise árið 1990 og hefur haldið heimsfrægðinni með glæsibrag síðan. Hvað heitir hún?

7.  Önnur áströlsk leikkona er tveim árum yngri. Hún hefur tvívegis fengið Óskarsverðlaun og hefur að auki oft verið tilnefnd til verðlaunanna, til dæmis tvisvar fyrir að leika Elísabetu Englandsdrottningu í tveim mismunandi myndum. Hún lék líka í rómuðum myndum eftir sagnabálkinum Hringadrottinssögu. Hvað heitir þessi leikkona?

8.  Bretar köstuðu eign sinni á Ástralíu á 19. öld og fluttu þangað í fyrstu aðallega ... hvers konar fólk?

9.  Árið 1856 fóru fram kosningar til fylkisþings í fylkinu Victoriu í Ástralíu. Við framkvæmd kosninganna kom í fyrsta sinn til sögunnar ákveðið atriði sem síðan hefur þótt til fyrirmyndar við kosningar. Hvað var það?

10.  Til Ástralíu telst ákveðið fyrirbæri sem hefur verið kallað — af hæfilegri léttúð — „eina lifandi veran sem sést utan úr geimnum“. Hvaða fyrirbæri er það?

***

Og svo er hér sérstök aukaspurning sem gefur lárviðarstig: Aðeins einn innfæddur ástralskur rithöfundur hefur hlotið Nóbelsverðlaun í bókmenntum. Hver er sá?

***

Seinni aukaspurning:

Hér að neðan má sjá ástralskan leikara í frægasta kvikmyndahlutverki sínu en myndin sem hann lék í var reyndar ekki frumsýnd fyrr en eftir dauða leikarans vegna ofneyslulyfja. Hvað hét hann?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Pokadýr.

2.  30 milljónir ára.

3.  Sydney og Melbourne.

4.  Tasmanía.

5.  Tasmaníuúlfur. Athugið að Tasmaníudjöfull er ekki rétt svar, það er allt önnur dýrategund.

6.  Nicole Kidman.

7.  Cate Blanchett.

8.  Fanga.

9.  Kosningarnar voru leynilegar.

10.  Kóralrifið mikla út af austurströnd Ástralíu — The Great Barrier Reef.

Og svarið við aukaspurningunni er White. Hann fékk Nóbelinn 1973.

***

Svör við venjulegu aukaspurningunum:

Á efri myndinni er kóalabjörn.

Á neðri myndinni er Heath Ledger.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
6
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu