Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

618. spurningaþraut: Hversu breitt er Ísland?

618. spurningaþraut: Hversu breitt er Ísland?

Fyrri aukaspurning:

Hvaða ríki á þann fána, sem sést hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða evrópski málari endaði ævina á Atuona í Markesa-eyjaklasanum í Kyrrahafi?

2.  Árið 1414 varð uppistand við hirð keisarans í Kína þegar þangað var flutt í fyrsta sinn dýr nokkurt sem konungur í Bengal á Indlandi sendi keisaranum sem virðingarvott. Kínverjar höfðu aldrei fyrr séð annað eins furðudýr. En þótt dýrið bærist til Kína frá Indlandi, þá hafði það bersýnilega verið flutt til Indlands frá Afríku, því þetta makalausa dýr hefur aldrei búið af sjálfsdáðum annars staðar en í Afríku. Hvaða dýr skyldi þetta vera?

3.  Hvað heitir Andrés Önd á sænsku?

4.  Í hvaða frægu hljómsveit á ofanverðri 20. öld voru — þegar mest var — þrír meðlimir sem hétu Taylor og voru þó ekki skyldir?

5.  Herbert von Karajan hét virtur en þó svolítið umdeildur listamaður sem lést árið 1989. Hver var hans listgrein?

6.  Hver er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í núverandi ríkisstjórn?

7.  En hvað heitir forseti Alþingis?

8.  Hvað hét Íslendingurinn sem fyrstur var skipaður jarl yfir Íslandi í kjölfar þess að Noregskonungur náði hér völdum?

9.  Hversu breitt er Ísland? Miðað er við beina línu frá vestasta odda landsins á Vestfjörðum og út á austasta odda Austfjarða. Hér má muna 30 kílómetrum til að frá.

10.  Hvaða poppstjarna stóð manna mest fyrir Live Aid-tónleikunum árið 1984?

***

Seinni aukaspurning:

Það er oft viðkvæmt mál fyrir leikara að túlka þroskaheftar persónur. Leikaranum hér að ofan þótti takast það frábærlega vel. Hver er leikarinn?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Gauguin.

2.  Gíraffi.

3.  Kalle Anke.

4.  Duran Duran.

5.  Hljómsveitarstjóri.

6.  Svandís Svavarsdóttir.

7.  Birgir Ármannsson.

8.  Gissur Þorvaldsson.

9.  Bein lína frá Látrabjargi að Gerpi mælist 515 kílómetrar. Rétt skal því vera 485 til 545.

10.  Bob Geldof.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er fáni Sádi-Arabíu.

Á neðri myndinni er Leonardo DiCaprio í hlutverki sínu í myndinni What's Eating Gilbert Grape?

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
2
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár