Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

618. spurningaþraut: Hversu breitt er Ísland?

618. spurningaþraut: Hversu breitt er Ísland?

Fyrri aukaspurning:

Hvaða ríki á þann fána, sem sést hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða evrópski málari endaði ævina á Atuona í Markesa-eyjaklasanum í Kyrrahafi?

2.  Árið 1414 varð uppistand við hirð keisarans í Kína þegar þangað var flutt í fyrsta sinn dýr nokkurt sem konungur í Bengal á Indlandi sendi keisaranum sem virðingarvott. Kínverjar höfðu aldrei fyrr séð annað eins furðudýr. En þótt dýrið bærist til Kína frá Indlandi, þá hafði það bersýnilega verið flutt til Indlands frá Afríku, því þetta makalausa dýr hefur aldrei búið af sjálfsdáðum annars staðar en í Afríku. Hvaða dýr skyldi þetta vera?

3.  Hvað heitir Andrés Önd á sænsku?

4.  Í hvaða frægu hljómsveit á ofanverðri 20. öld voru — þegar mest var — þrír meðlimir sem hétu Taylor og voru þó ekki skyldir?

5.  Herbert von Karajan hét virtur en þó svolítið umdeildur listamaður sem lést árið 1989. Hver var hans listgrein?

6.  Hver er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í núverandi ríkisstjórn?

7.  En hvað heitir forseti Alþingis?

8.  Hvað hét Íslendingurinn sem fyrstur var skipaður jarl yfir Íslandi í kjölfar þess að Noregskonungur náði hér völdum?

9.  Hversu breitt er Ísland? Miðað er við beina línu frá vestasta odda landsins á Vestfjörðum og út á austasta odda Austfjarða. Hér má muna 30 kílómetrum til að frá.

10.  Hvaða poppstjarna stóð manna mest fyrir Live Aid-tónleikunum árið 1984?

***

Seinni aukaspurning:

Það er oft viðkvæmt mál fyrir leikara að túlka þroskaheftar persónur. Leikaranum hér að ofan þótti takast það frábærlega vel. Hver er leikarinn?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Gauguin.

2.  Gíraffi.

3.  Kalle Anke.

4.  Duran Duran.

5.  Hljómsveitarstjóri.

6.  Svandís Svavarsdóttir.

7.  Birgir Ármannsson.

8.  Gissur Þorvaldsson.

9.  Bein lína frá Látrabjargi að Gerpi mælist 515 kílómetrar. Rétt skal því vera 485 til 545.

10.  Bob Geldof.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er fáni Sádi-Arabíu.

Á neðri myndinni er Leonardo DiCaprio í hlutverki sínu í myndinni What's Eating Gilbert Grape?

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Náum ekki verðbólgumarkmiði fyrr en 2027 – launahækkanir lykilþáttur
6
Fréttir

Ná­um ekki verð­bólgu­mark­miði fyrr en 2027 – launa­hækk­an­ir lyk­il­þátt­ur

Vara­seðla­banka­stjóri seg­ir bank­ann gera ráð fyr­ir að verð­bólga hækki aft­ur áð­ur en hún lækk­ar. Spár Seðla­bank­ans geri ráð fyr­ir að verð­bólgu­markmið ná­ist á fyrri hluta 2027. Launa­hækk­an­ir sem tryggð­ar voru í síð­ustu kjara­samn­ing­um hafi gegnt lyk­il­hlut­verki í því að við­halda inn­lend­um hluta verð­bólg­unn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár