Fyrri aukaspurning:
Hvaða ríki á þann fána, sem sést hér að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. Hvaða evrópski málari endaði ævina á Atuona í Markesa-eyjaklasanum í Kyrrahafi?
2. Árið 1414 varð uppistand við hirð keisarans í Kína þegar þangað var flutt í fyrsta sinn dýr nokkurt sem konungur í Bengal á Indlandi sendi keisaranum sem virðingarvott. Kínverjar höfðu aldrei fyrr séð annað eins furðudýr. En þótt dýrið bærist til Kína frá Indlandi, þá hafði það bersýnilega verið flutt til Indlands frá Afríku, því þetta makalausa dýr hefur aldrei búið af sjálfsdáðum annars staðar en í Afríku. Hvaða dýr skyldi þetta vera?
3. Hvað heitir Andrés Önd á sænsku?
4. Í hvaða frægu hljómsveit á ofanverðri 20. öld voru — þegar mest var — þrír meðlimir sem hétu Taylor og voru þó ekki skyldir?
5. Herbert von Karajan hét virtur en þó svolítið umdeildur listamaður sem lést árið 1989. Hver var hans listgrein?
6. Hver er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í núverandi ríkisstjórn?
7. En hvað heitir forseti Alþingis?
8. Hvað hét Íslendingurinn sem fyrstur var skipaður jarl yfir Íslandi í kjölfar þess að Noregskonungur náði hér völdum?
9. Hversu breitt er Ísland? Miðað er við beina línu frá vestasta odda landsins á Vestfjörðum og út á austasta odda Austfjarða. Hér má muna 30 kílómetrum til að frá.
10. Hvaða poppstjarna stóð manna mest fyrir Live Aid-tónleikunum árið 1984?
***
Seinni aukaspurning:
Það er oft viðkvæmt mál fyrir leikara að túlka þroskaheftar persónur. Leikaranum hér að ofan þótti takast það frábærlega vel. Hver er leikarinn?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Gauguin.
2. Gíraffi.
3. Kalle Anke.
4. Duran Duran.
5. Hljómsveitarstjóri.
6. Svandís Svavarsdóttir.
7. Birgir Ármannsson.
8. Gissur Þorvaldsson.
9. Bein lína frá Látrabjargi að Gerpi mælist 515 kílómetrar. Rétt skal því vera 485 til 545.
10. Bob Geldof.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni er fáni Sádi-Arabíu.
Á neðri myndinni er Leonardo DiCaprio í hlutverki sínu í myndinni What's Eating Gilbert Grape?
Athugasemdir