Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

618. spurningaþraut: Hversu breitt er Ísland?

618. spurningaþraut: Hversu breitt er Ísland?

Fyrri aukaspurning:

Hvaða ríki á þann fána, sem sést hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða evrópski málari endaði ævina á Atuona í Markesa-eyjaklasanum í Kyrrahafi?

2.  Árið 1414 varð uppistand við hirð keisarans í Kína þegar þangað var flutt í fyrsta sinn dýr nokkurt sem konungur í Bengal á Indlandi sendi keisaranum sem virðingarvott. Kínverjar höfðu aldrei fyrr séð annað eins furðudýr. En þótt dýrið bærist til Kína frá Indlandi, þá hafði það bersýnilega verið flutt til Indlands frá Afríku, því þetta makalausa dýr hefur aldrei búið af sjálfsdáðum annars staðar en í Afríku. Hvaða dýr skyldi þetta vera?

3.  Hvað heitir Andrés Önd á sænsku?

4.  Í hvaða frægu hljómsveit á ofanverðri 20. öld voru — þegar mest var — þrír meðlimir sem hétu Taylor og voru þó ekki skyldir?

5.  Herbert von Karajan hét virtur en þó svolítið umdeildur listamaður sem lést árið 1989. Hver var hans listgrein?

6.  Hver er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í núverandi ríkisstjórn?

7.  En hvað heitir forseti Alþingis?

8.  Hvað hét Íslendingurinn sem fyrstur var skipaður jarl yfir Íslandi í kjölfar þess að Noregskonungur náði hér völdum?

9.  Hversu breitt er Ísland? Miðað er við beina línu frá vestasta odda landsins á Vestfjörðum og út á austasta odda Austfjarða. Hér má muna 30 kílómetrum til að frá.

10.  Hvaða poppstjarna stóð manna mest fyrir Live Aid-tónleikunum árið 1984?

***

Seinni aukaspurning:

Það er oft viðkvæmt mál fyrir leikara að túlka þroskaheftar persónur. Leikaranum hér að ofan þótti takast það frábærlega vel. Hver er leikarinn?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Gauguin.

2.  Gíraffi.

3.  Kalle Anke.

4.  Duran Duran.

5.  Hljómsveitarstjóri.

6.  Svandís Svavarsdóttir.

7.  Birgir Ármannsson.

8.  Gissur Þorvaldsson.

9.  Bein lína frá Látrabjargi að Gerpi mælist 515 kílómetrar. Rétt skal því vera 485 til 545.

10.  Bob Geldof.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er fáni Sádi-Arabíu.

Á neðri myndinni er Leonardo DiCaprio í hlutverki sínu í myndinni What's Eating Gilbert Grape?

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
1
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
Skyndiréttur með samviskubiti
5
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
6
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ar­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár