Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

614. spurningaþraut: Síðasti dagur ársins! Spyrjum svolítið um hann!

614. spurningaþraut: Síðasti dagur ársins! Spyrjum svolítið um hann!

Fyrri aukaspurning:

Á myndinni hér að ofan er eitt af afmælisbörnum dagsins. Hver er þetta?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað þýðir orðið desember?

2.  Þann 31. desember árið 192 var rómverskur keisari myrtur af óvinum sínum. Hann var sonur eina heimspekingsins á keisarastóli, Marcusar Aureliusar, en hafði sjálfur mestan áhuga á bardögum og glímum hvers konar, og naut þess að koma fram sem skylmingaþræll eða gladiator. Hann kemur mjög við sögu í hinni frægu Hollywood-mynd The Gladiator. En hvað hét hann?

3.  Þann 31. desember 1964 lést í Reykjavík 72ja ára gamall maður, fæddur í Borgarnesi og einn sigursælasti stjórnmálaforingi landsins. Hann varð til dæmis forsætisráðherra fimm sinnum, oftar en nokkur annar. Hvað hét hann?

4.  Þann 31. desember 1965 hóf herforingi einn uppreisn í heimalandi sínu og gekk hún að óskum svo daginn eftir var hann orðinn forseti landsins. Árið 1976, þegar hann hafði verið við völd í áratug, steig hann hið mjög svo óvænta skref að útnefna sjálfan sig keisara. Ekki þótti honum farnast vel sem keisari og var hrakinn frá embætti þremur árum síðar. Seinna var hann dæmdur til dauða fyrir ýmsa glæpi í heimalandi sínu en var sýknaður af ákæru um mannát. Dauðadómnum var ekki fullnægt og hann dó að lokum frjáls maður 1996. Hvað hét hann

5.  Þann 31. desember 1937 fæddist piltur einn í Veils. Hann gerðist leikari og er almennt viðurkenndur sem einn af þeim betri í heimi. Hann hefur tvívegis unnið Óskarsverðlaun fyrir besta karlhlutverkið, fyrst árið 1992 þegar hann lék frægan sælkera og svo nú á árinu sem er að líða, en þá lék hann Alzheimer-sjúkling í myndinni The Father. Hvað heitir hann?

6.  Karl einn fæddist í Skotlandi 31. desember 1941. Árið 1986 var hann ráðinn til tiltekinna starfa og þótt gengi hans væri upp og ofan fyrstu árin náði hann ákveðnum eftirsóttum áfanga vorið 1993. Næstu 20 árin voru nær samfelld sigurganga hjá honum í starfi og sumum fannst það alveg ótímabært þegar hann lét af störfum árið 2013. Svo mikið er víst að fyrirtæki það sem hann stýrði hefur hvergi nærri náð viðlíka árangri eftir að hann hætti. Hvað heitir maðurinn?

7.  Leikari einn enskur fæddist 31. desember 1943. Faðir hans var af indverskum ættum en fæddur í Afríkuríkinu Keníu, og sonurinn náði mestri frægð og frama í hlutverki Indverja sem reyndar bjó líka um tíma í Afríku en varð svo einn frægasti maður heimalandsins. Hvað heitir þessari leikari?

8.  Rithöfundur einn fæddist 31. desember árið 1957. Hann sat reyndar á þingi þangað til í haust. Hvað heitir hann?

9.  Þann 31. desember 1970 birtist í Morgunblaðinu grein sem varð víðfræg og var á sinn hátt heilmikill áfangi í umhverfisbaráttu á Íslandi. Miklar deilur spruttu af greininni, sem bar fyrirsögnina „Hernaðurinn gegn landinu“, en höfundur hennar átti því reyndar að venjast að skrif hans kveiktu sterk viðbrögð. Hver var hann?

10.  Þann 31. desember 2008 kom til mótmæla í Reykjavík og notaði lögregla piparúða óspart til dreifa mótmælendum. Þeir höfðu notað upptöku á sjónvarpsþætti nokkrum til að vekja athygli á málstað sínum. Hvaða sjónvarpsþáttur var það? 

***

Seinni aukaspurning:

31. desember 1999 lét karlinn hér að neðan af embætti sem hann hafði gegnt í tæpan áratug. Hvað hét hann?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Tíundi mánuðurinn — sem desember var á tímum Rómverja.

2.  Commodus.

3.  Ólafur Thors.

4.  Bokassa.

5.  Anthony Hopkins.

6.  Alex Ferguson.

7.  Ben Kingsley.

8.  Guðmundur Andri Thorsson.

9.  Halldór Laxness.

10.  Kryddsíldin.  

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.

Á neðri myndinni er Borís Jeltsín fyrrum forseti Rússlands.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
1
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
5
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ar­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Skyndiréttur með samviskubiti
6
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár