Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

614. spurningaþraut: Síðasti dagur ársins! Spyrjum svolítið um hann!

614. spurningaþraut: Síðasti dagur ársins! Spyrjum svolítið um hann!

Fyrri aukaspurning:

Á myndinni hér að ofan er eitt af afmælisbörnum dagsins. Hver er þetta?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað þýðir orðið desember?

2.  Þann 31. desember árið 192 var rómverskur keisari myrtur af óvinum sínum. Hann var sonur eina heimspekingsins á keisarastóli, Marcusar Aureliusar, en hafði sjálfur mestan áhuga á bardögum og glímum hvers konar, og naut þess að koma fram sem skylmingaþræll eða gladiator. Hann kemur mjög við sögu í hinni frægu Hollywood-mynd The Gladiator. En hvað hét hann?

3.  Þann 31. desember 1964 lést í Reykjavík 72ja ára gamall maður, fæddur í Borgarnesi og einn sigursælasti stjórnmálaforingi landsins. Hann varð til dæmis forsætisráðherra fimm sinnum, oftar en nokkur annar. Hvað hét hann?

4.  Þann 31. desember 1965 hóf herforingi einn uppreisn í heimalandi sínu og gekk hún að óskum svo daginn eftir var hann orðinn forseti landsins. Árið 1976, þegar hann hafði verið við völd í áratug, steig hann hið mjög svo óvænta skref að útnefna sjálfan sig keisara. Ekki þótti honum farnast vel sem keisari og var hrakinn frá embætti þremur árum síðar. Seinna var hann dæmdur til dauða fyrir ýmsa glæpi í heimalandi sínu en var sýknaður af ákæru um mannát. Dauðadómnum var ekki fullnægt og hann dó að lokum frjáls maður 1996. Hvað hét hann

5.  Þann 31. desember 1937 fæddist piltur einn í Veils. Hann gerðist leikari og er almennt viðurkenndur sem einn af þeim betri í heimi. Hann hefur tvívegis unnið Óskarsverðlaun fyrir besta karlhlutverkið, fyrst árið 1992 þegar hann lék frægan sælkera og svo nú á árinu sem er að líða, en þá lék hann Alzheimer-sjúkling í myndinni The Father. Hvað heitir hann?

6.  Karl einn fæddist í Skotlandi 31. desember 1941. Árið 1986 var hann ráðinn til tiltekinna starfa og þótt gengi hans væri upp og ofan fyrstu árin náði hann ákveðnum eftirsóttum áfanga vorið 1993. Næstu 20 árin voru nær samfelld sigurganga hjá honum í starfi og sumum fannst það alveg ótímabært þegar hann lét af störfum árið 2013. Svo mikið er víst að fyrirtæki það sem hann stýrði hefur hvergi nærri náð viðlíka árangri eftir að hann hætti. Hvað heitir maðurinn?

7.  Leikari einn enskur fæddist 31. desember 1943. Faðir hans var af indverskum ættum en fæddur í Afríkuríkinu Keníu, og sonurinn náði mestri frægð og frama í hlutverki Indverja sem reyndar bjó líka um tíma í Afríku en varð svo einn frægasti maður heimalandsins. Hvað heitir þessari leikari?

8.  Rithöfundur einn fæddist 31. desember árið 1957. Hann sat reyndar á þingi þangað til í haust. Hvað heitir hann?

9.  Þann 31. desember 1970 birtist í Morgunblaðinu grein sem varð víðfræg og var á sinn hátt heilmikill áfangi í umhverfisbaráttu á Íslandi. Miklar deilur spruttu af greininni, sem bar fyrirsögnina „Hernaðurinn gegn landinu“, en höfundur hennar átti því reyndar að venjast að skrif hans kveiktu sterk viðbrögð. Hver var hann?

10.  Þann 31. desember 2008 kom til mótmæla í Reykjavík og notaði lögregla piparúða óspart til dreifa mótmælendum. Þeir höfðu notað upptöku á sjónvarpsþætti nokkrum til að vekja athygli á málstað sínum. Hvaða sjónvarpsþáttur var það? 

***

Seinni aukaspurning:

31. desember 1999 lét karlinn hér að neðan af embætti sem hann hafði gegnt í tæpan áratug. Hvað hét hann?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Tíundi mánuðurinn — sem desember var á tímum Rómverja.

2.  Commodus.

3.  Ólafur Thors.

4.  Bokassa.

5.  Anthony Hopkins.

6.  Alex Ferguson.

7.  Ben Kingsley.

8.  Guðmundur Andri Thorsson.

9.  Halldór Laxness.

10.  Kryddsíldin.  

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.

Á neðri myndinni er Borís Jeltsín fyrrum forseti Rússlands.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Kýs svo ekki verði farið með dæturnar eins og föður þeirra
3
FréttirUm hvað er kosið?

Kýs svo ekki verði far­ið með dæt­urn­ar eins og föð­ur þeirra

Þrátt fyr­ir að hafa ver­ið ís­lensk­ur rík­is­borg­ari í 12 ár hef­ur Patience Afrah Antwi ein­ung­is einu sinni kos­ið hér á landi. Nú ætl­ar hún að ganga að kjör­kass­an­um fyr­ir dæt­ur sín­ar. Mæðg­urn­ar hafa mætt for­dóm­um og seg­ist Patience upp­lifa sig sem fjórða flokks vegna brúns húðlitar. Hún fann skýrt fyr­ir því þeg­ar eig­in­mað­ur henn­ar, og fað­ir stúlkn­anna, veikt­ist al­var­lega fyr­ir sjö ár­um síð­an. Hann lést í fyrra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár