Fyrri aukaspurning:
Úr hvaða kvikmynd er skjáskotið hér að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. Frú Hudson heitir kona ein sem leigir út húsnæði í London. Fornafn hennar er aldrei nefnt. Einn af leigjendum hennar er frægari en nokkur hinna, mér liggur við að segja að hann sé heimsfrægur. Eða var réttara sagt. Eða er, því hann er í vissum skilningi eilífur. Hvað heitir þessi leigjandi frú Hudson?
2. Hvaða íslenski höfundur skrifaði meðal annars leikritin Skáld-Rósa og Dagur vonar?
3. Í hvaða hljómsveit spilaði Bill Wyman á bassa lengst af?
4. Hvers konar fyrirbæri eru tvíhöfði og þríhöfði í mannslíkamanum?
5. Hvað eru „innréttingarnar“ í íslenskri sögu?
6. Hvað heitir síðasta stóra plata Bjarkar, sem út kom 2017?
7. Fræg bók með sama nafni hafði komið út 1516. Hver skrifaði þá bók?
8. Eitt lag Bjarkar hefur orðið umdeildara en nokkurt annað, og ríkisstjórnir í sumum löndum hafa meira að segja amast við því. Hvað heitir það lag?
9. Hvað gerði Þorlákur sá sem Þorláksmessa er kennd við? Svarið þarf að vera þokkalega nákvæmt.
10. Í hvaða landi er höfuðborgin Damaskus?
***
Seinni aukaspurning:
Af hvaða tegund er bíllinn hér að neðan?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Sherlock Holmes.
2. Birgir Sigurðsson.
3. Rolling Stones.
4. Vöðvar.
5. Iðnfyrirtæki í Reykjavík.
6. Utopia.
7. More.
8. Declare Independence.
9. Biskup í Skálholti.
10. Sýrlandi.
***
Svör við aukaspurningum:
Skjáskotið hið efra er úr kvikmyndinni Matrix eins og ljóst má vera.
Bíll á neðri myndinni er Citroën.
Athugasemdir