Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

612. spurningaþraut: Umdeildasta lag Bjarkar?

612. spurningaþraut: Umdeildasta lag Bjarkar?

Fyrri aukaspurning:

Úr hvaða kvikmynd er skjáskotið hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Frú Hudson heitir kona ein sem leigir út húsnæði í London. Fornafn hennar er aldrei nefnt. Einn af leigjendum hennar er frægari en nokkur hinna, mér liggur við að segja að hann sé heimsfrægur. Eða var réttara sagt. Eða er, því hann er í vissum skilningi eilífur. Hvað heitir þessi leigjandi frú Hudson?

2.  Hvaða íslenski höfundur skrifaði meðal annars leikritin Skáld-Rósa og Dagur vonar?

3.  Í hvaða hljómsveit spilaði Bill Wyman á bassa lengst af?

4.  Hvers konar fyrirbæri eru tvíhöfði og þríhöfði í mannslíkamanum?

5.  Hvað eru „innréttingarnar“ í íslenskri sögu?

6.  Hvað heitir síðasta stóra plata Bjarkar, sem út kom 2017?

7.  Fræg bók með sama nafni hafði komið út 1516. Hver skrifaði þá bók?

8.  Eitt lag Bjarkar hefur orðið umdeildara en nokkurt annað, og ríkisstjórnir í sumum löndum hafa meira að segja amast við því. Hvað heitir það lag? 

9.  Hvað gerði Þorlákur sá sem Þorláksmessa er kennd við? Svarið þarf að vera þokkalega nákvæmt.

10.  Í hvaða landi er höfuðborgin Damaskus?

***

Seinni aukaspurning:

Af hvaða tegund er bíllinn hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Sherlock Holmes.

2.  Birgir Sigurðsson.

3.  Rolling Stones.

4.  Vöðvar.

5.  Iðnfyrirtæki í Reykjavík.

6.  Utopia.

7.  More.

8.  Declare Independence.

Ýtið á myndina, þá ferðist sjálfkrafa á Youbube og sjáið lagið

9.  Biskup í Skálholti.

10.  Sýrlandi.

***

Svör við aukaspurningum:

Skjáskotið hið efra er úr kvikmyndinni Matrix eins og ljóst má vera.

Bíll á neðri myndinni er Citroën.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Náum ekki verðbólgumarkmiði fyrr en 2027 – launahækkanir lykilþáttur
6
Fréttir

Ná­um ekki verð­bólgu­mark­miði fyrr en 2027 – launa­hækk­an­ir lyk­il­þátt­ur

Vara­seðla­banka­stjóri seg­ir bank­ann gera ráð fyr­ir að verð­bólga hækki aft­ur áð­ur en hún lækk­ar. Spár Seðla­bank­ans geri ráð fyr­ir að verð­bólgu­markmið ná­ist á fyrri hluta 2027. Launa­hækk­an­ir sem tryggð­ar voru í síð­ustu kjara­samn­ing­um hafi gegnt lyk­il­hlut­verki í því að við­halda inn­lend­um hluta verð­bólg­unn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár