Fyrri aukaspurning:
Hvaða hljómsveit gaf út plötu með þeirri ljósmynd af sér sem sjá má að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. Hvaða fjörður er fyrir sunnan Ísafjarðardjúpið á Vestfjörðum?
2. Í hvaða heimsálfu er ríkið Malí?
3. Hvað hét fyrri eiginkona Napóleons Frakkakeisara?
4. Margar þjóðir hafa stundað fiskveiðar við Ísland gegnum tíðina. Laust fyrir 1900 birtist skip frá ákveðinni þjóð á Vestfjörðum og hófust þá umfangsmiklar lúðuveiðar sem stóðu í nokkur ár. Þessi þjóð hafði ekki sést áður á Íslandsmiðum og heldur ekki síðan. Hvaða þjóð var þetta?
5. Hvað hét trommuleikari Bítlanna?
6. Björk hóf sólóferil sinn erlendis með plötu árið 1993. Hvað hét hún?
7. En hvað hét næsta plata hennar sem kom út tveim árum síðar?
8. Skáldsaga ein frá 1986 heitir Grámosinn ... hvað?
9. Hver skrifaði þessa skáldsögu?
10. Hver er vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra?
***
Seinni aukaspurning:
Hvaða fjallgarð má sjá hér að neðan?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Súgandafjörður.
2. Afríku.
3. Jósefína.
4. Bandaríkjamenn.
5. Ringo Starr.
6. Debut.
7. Post.
8. Glóir.
9. Thor Vilhjálmsson.
10. Áslaug Arna.
***
Svör við aðalspurningum:
Hljómsveitin er Queen.
Fjallgarðurinn er Pýreneafjöll á mótum Frakklands og Spánar.
***
Hér að neðan er svo hlekkur á næstu þraut á undan, og svo þá þarnæstu og þarnæstu og þarnæstu.
Kollafjörður væri líklega skynsamlegasta svarið.