Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

604. spurningaþraut: Hafkerling, háskerðingur, hvolpur eða raddali?

604. spurningaþraut: Hafkerling, háskerðingur, hvolpur eða raddali?

Fyrri aukaspurning:

Hvaða pláneta er á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað er mælt með Geiger-mæli? 

2.  New York Giants heitir eitt öflugt íþróttalið vestanhafs. Í hvaða íþróttagrein keppa Risarnir?

3.  Í hvaða íþróttagrein er talað um að ná erni?

4.  Bresk sjónvarpssería hóf göngu sína fyrir tíu árum og hafa alls verið sýndir 22 þættir í fimm seríum. Serían þykir einkar vönduð en þar er varpað upp frekar óskemmtilegri framtíðarsýn. Hver þáttur er sjálfstæður og einn þáttanna var fyrir nokkrum árum tekinn upp á Íslandi. Hvað heita þessir þættir?

5.  Hver skrifaði bókina ABC morðin?

6.  „Ísland ögrum skorið, / eg vil nefna þig, / sem á brjóstum borið / og ...“ hvað?

7.  Fisktegund ein gengur undir ýmsum nöfnum. Til eru heimildir um að þessi fiskur hafi verið kallaður axskeri, blágot, blápískar, brettingur, deli, got, grágot, gráni, hafkerling, háskerðingur, hvolpur, raddali, rauðgot, skauli, skerill og skufsi. En hvað er langalgengasta heitið á þessum fiski?

8.  Í hvaða landi er borgin Zürich?

9.  Hvað heitir stærsta eyjan við Svíþjóð?

10.  Hver orti þekktustu vísurnar um íslensku jólasveinana?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir sú frekar illúðlega gyðja sem sjá má hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Geislavirkni.

2.  Amerískum fótbolta.

3.  Golfi.

4.  Black Mirror.

5.  Agatha Christie.

6.  Blessað hefur mig.

7.  Hákarl.

8.  Sviss.

9.  Gotland.

10.  Jóhannes úr Kötlum.

***

Svör við aukaspurningum:

Júpíter á efri myndinni, en á þeirri neðri gyðjan Kalí úr sið Hindúa.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár