Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

604. spurningaþraut: Hafkerling, háskerðingur, hvolpur eða raddali?

604. spurningaþraut: Hafkerling, háskerðingur, hvolpur eða raddali?

Fyrri aukaspurning:

Hvaða pláneta er á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað er mælt með Geiger-mæli? 

2.  New York Giants heitir eitt öflugt íþróttalið vestanhafs. Í hvaða íþróttagrein keppa Risarnir?

3.  Í hvaða íþróttagrein er talað um að ná erni?

4.  Bresk sjónvarpssería hóf göngu sína fyrir tíu árum og hafa alls verið sýndir 22 þættir í fimm seríum. Serían þykir einkar vönduð en þar er varpað upp frekar óskemmtilegri framtíðarsýn. Hver þáttur er sjálfstæður og einn þáttanna var fyrir nokkrum árum tekinn upp á Íslandi. Hvað heita þessir þættir?

5.  Hver skrifaði bókina ABC morðin?

6.  „Ísland ögrum skorið, / eg vil nefna þig, / sem á brjóstum borið / og ...“ hvað?

7.  Fisktegund ein gengur undir ýmsum nöfnum. Til eru heimildir um að þessi fiskur hafi verið kallaður axskeri, blágot, blápískar, brettingur, deli, got, grágot, gráni, hafkerling, háskerðingur, hvolpur, raddali, rauðgot, skauli, skerill og skufsi. En hvað er langalgengasta heitið á þessum fiski?

8.  Í hvaða landi er borgin Zürich?

9.  Hvað heitir stærsta eyjan við Svíþjóð?

10.  Hver orti þekktustu vísurnar um íslensku jólasveinana?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir sú frekar illúðlega gyðja sem sjá má hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Geislavirkni.

2.  Amerískum fótbolta.

3.  Golfi.

4.  Black Mirror.

5.  Agatha Christie.

6.  Blessað hefur mig.

7.  Hákarl.

8.  Sviss.

9.  Gotland.

10.  Jóhannes úr Kötlum.

***

Svör við aukaspurningum:

Júpíter á efri myndinni, en á þeirri neðri gyðjan Kalí úr sið Hindúa.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Indriði Þorláksson
1
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
3
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár