Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

603. spurningaþraut: „Eldi heitari brennur með illum vinum“

603. spurningaþraut: „Eldi heitari brennur með illum vinum“

Fyrri aukaspurning:

Hver málaði málverkið sem sést hér að ofan (því miður ekki í sérlega góðri upplausn)? Og lárviðarstig er í boði fyrir að vita hvað málverkið heitir!

***

Aðalspurningar:

1.  Jakútía er stórt hérað sem tilheyrir hvaða ríki?

2.  Antony Blinken heitir valdamaður einn. Hvaða starfi gegnir hann um þessar mundir?

3.  Berglind Ósk Guðmundsdóttir heitir nýr þingmaður Norðausturkjördæmis. Í hvaða stjórnmálaflokki er Berglind Ósk?

4.  Ricky nokkur Gervais sló í gegn fyrir tuttugu árum. Fyrir hvað?

5.  Hversu mörg eru guðspjöllin?

6.  Gömul gáta byrjar svo: „Ingimundur og hans hundur ...“ Hvernig er næsta lína?

7.  Otto Bismarck hét karl einn. Hvaða starfi gegndi hann þegar veraldlegur frami hans varð mestur í lífinu?

8.  Jacql­ine Moss­berg Moun­kassa heitir sænsk söngkona. Fyrir hvað er hún þessa dagana frægust á Íslandi?

9.  Í Hávamálum segir: „Eldi heitari / brennur með illum vinum ...“ hvað?

10.  Hver er annars Hávi sá eða Hár sem Hávamál eru kennd við?

***

Seinni aukaspurning:

Hér að neðan má sjá söng- og leikkonuna Lady Gaga. Hún er þarna stödd í nýrri kvikmynd sem heitir ... já, hvað heitir kvikmyndin?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Rússlandi.

2.  Utanríkisráðherra Bandaríkjanna.

3.  Sjálfstæðisflokknum.

4.  Sjónvarpsseríuna Office.

5.  Fjögur.

6.  Sátu báðir og átu. Hafi fólk lært „átu báðir og sátu“ telst það líka rétt.

7.  Kanslari Þýskalands.

8.  Fyrir að hafa orðið í öðru sæti á eftir Birki Blæ í sænska Idolinu á dögunum.

9.  Friður fimm daga.

10.  Óðinn.

***

Svör við aukaspurningum:

Hallgrímur Helgason málaði verkið Guð á Sæbrautinni.

Á neðri myndinni er Lady Gaga að leika í myndinni House of Gucci.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár